01.07.2014 22:10

Forkeppni lokið á LM


Ingvar Óli í barnaflokki

Við getum verið stolt af okkar fólki á landsmótinu, forkeppni lokið og öllum gengið nokkuð vel. Yngra fólkinu okkar gekk öllum mjög vel mv aðstæður, hross og reynslu. Ísólfur er með 3 hesta í milliriðli, 2 í B-flokki, þá Freyði og Kristófer og Gandálf í A-flokki. Eina sýningin sem mistókst var að Blær frá Miðsitju skeiðaði ekki. En veðrið hefur verið mjög vont, rok og rigning og bara ótrúlegt hvað hefur gengið eins og aðstæðurnar eru. Fleiri myndir koma inn á síðuna næstu daga.

Í barnaflokki stóð Ingvar Óli sig best á hryssunni Væntingu frá Fremri-Fitjum þau fengu einkunnina 8,20 og urðu í 39. sæti.
Hér er árangur barnanna:
39 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 8,2
54 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Æra frá Grafarkoti 8,052
59 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti 7,992

Í unglingaflokki stóð Eva hæst af Þytsfélögunum og aðeins 2 kommum frá milliriðl, enduðu í 35, sæti með einkunnina 8,36
Árangur unglinga:
35 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 8,358
46-48 Edda Felicia Agnarsdóttir / Alvara frá Dalbæ 8,292
65 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,218

Í ungmennaflokki voru Birna og Jafet mjög nálægt milliriðli, fengu 8,35 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá árangur ungmennanna:
36 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,348
64-68 Helga Rún Jóhannsdóttir / Mynd frá Bessastöðum 8,172
72 Kristófer Smári Gunnarsson / Frosti frá Höfðabakka 8,160

Árangur í B-flokki:

24 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,558
27 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,546
38-39 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,514 

Árangur í A-flokki:
Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur L Þórisson 8,48
Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon  8,38
Blær frá MIðsitju / Viðar Ingólfsson 7,44 ( skeiðaði ekki)



Gandálfur frá Selfossi


Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965147
Samtals gestir: 50513
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 13:47:26