22.10.2014 10:22

Það styttist í Uppskeruhátíðina !!!


Ég var beðin um að semja auglýsingu um uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtakanna sem verður haldin þann 1. nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Það er talið að þarna verði gaman.
Enn eru ekki komin nein skemmtiatriði vegna andleysis nefndarinnar sem hugsanlega má rekja til mengunarinnar frá Holuhrauni, enginn veislustjóri kominn á blað, sennilega af sömu ástæðu, en það er talið líklegt að það verði hljómsveit, en af því að það er ekki Geirmundur þá man enginn hvað hún heitir.
Það verður matur . Þórhallur Sverrisson er búinn að lofa að sjá um hann.
Þeir sem lifa á brúninni og halda að hugsanlega, kannski gæti orðið gaman eru vinsamlega beðnir að taka daginn frá
Vonandi koma betri upplýsingar fljótlega


Bestu kveðjur Haddý

Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704368
Samtals gestir: 447849
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:17:55