19.11.2014 21:05

Námskeið veturinn 2015

Nú erum við að skipuleggja vorönnina og þurfum við því að vita hvaða börn vilja fara á reiðnámskeið. Sumir hafa nú þegar skráð sig, þegar uppskeruhátíðin var haldin, en óskum við eftir að þeir sem ekki eru búnir að því skrái sig fyrir 5. desember nk. á netfangið thyturaeska@gmail.com. Nánari upplýsingar má fá þar eða hjá Helgu Rós í síma 848-7219.

Þau reiðnámskeið sem við viljum bjóða upp á eru;

-yngsti hópurinn (kennt aðra hverja helgi og foreldrar eða einhver fullorðinn þarf að vera með hverju barni og hesti)

-reiðnámskeið

-keppnisþjálfun

-knapamerki

-TREC

Ef lítil skráning er í einhverja hópana gæti þurft að fella það námskeið niður.

TREC:

TREC er vaxandi grein hér á landi enda fellur hún vel að okkar hestamennsku og íslenska hestinum. Greinin er hestvæn og styrkir samspil hests og knapa en er allt í senn spennandi, skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi. Áherslan verður á ásetu og stjórnun þar sem markmiðið er að komast í gegnum TREC braut eða keppa í greininni og er reiknað með að kennt verði á hálfsmánaðar fresti. Hér meðfylgjandi er myndband frá Hestamannafélaginu Funa, https://www.youtube.com/watch?v=pJMyL4fwdNs#t=29

 

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara á Æskan og hesturinn sem halda á í byrjun maí 2015 á Sauðárkróki endilega skráið sig og ef þið eruð með hugmyndir að atriði þá koma þeim á framfæri.

 

Komnar eru dagsetningar fyrir Vinamót hestamannafélaganna Norðurlandi vestra (sem áður hét Grunnskólamót), birt með fyrirvara um breytingar;

15. febrúar - Blönduós

15. mars  - Sauðárkrókur

12. apríl - Hvammstangi

Mótin verða haldin með sama sniði á áður.--

Kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts

 

Flettingar í dag: 8126
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 423
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 3847747
Samtals gestir: 465744
Tölur uppfærðar: 8.4.2020 18:46:22