26.11.2014 19:42

Nýliðun


Kæru félagar. 

Á síðasta fundi hestamannafélagsins sem haldin var 19. nóvember sl í félagshúsi Þyts kom upp mikil og góð umræða hvernig auka ætti nýliðun í greininni. Þetta er ekki nýtt vandamál né staðbundið og verðum við því að vera vakandi og opin fyrir öllum hugmyndum. Ein hugmyndin sem kom á þessum fundi er að félagsmenn myndu "taka í fóstur hestabarn" þ.e.a.s. að eigandi hests myndi veita aðgang að hrossi, aðstöðu og aðstoð þeim börnum og unglingum sem hafa áhuga en vantar tækifærið til að ríða út. 

Við leitum því til félagsmanna, átt þú hestamaður góður, þægan og traustan hest sem er tilbúinn í nýtt hlutverk og ala upp ungan knapa? 

Þytur myndi aðeins vera tengiliður og milligönguaðili, strax á fundinum voru 2 félagsmenn sem sögðu líklegt að þau gætu boðið uppá þetta. Fyrirkomulagið mætti svo ræða bara í hverju tilviki fyrir sig t.d. gætu kannski 2-3 krakkar skipt með sér einum hesti því ekki er víst að allir séu tilbúnir að binda sig daglega yfir þessu svona til að byrja með. Ef þú heldur að þú getir "taka í fóstur hestabarn" skaltu endilega hafa samband við Kollu á netfangið kolbrunindrida@gmail.com eða í síma 863-7786.

Foreldrar barna sem langar að stunda hestamennsku en hafa ekki aðgang að hesti mega einnig endilega hafa samband við Kollu eða einhvern í stjórn Þyts.

stjórnin


Flettingar í dag: 654
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965440
Samtals gestir: 50518
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 20:23:11