20.02.2015 15:37

Skráning á Svínavatn 2015


Mótið verður haldið laugardaginn 28. febrúar. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi.

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it í síðasta lagi þriðjudaginn 24. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt. Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu.

Greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139 og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki, fyrir tilstuðlan helstu styrktar aðila mótsins sem eru;

Hrossaræktarbúið Geitaskarði, G. Hjálmarsson, Margrétarhof og KS.

Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar hér á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.


Flettingar í dag: 422
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 3552688
Samtals gestir: 437233
Tölur uppfærðar: 22.8.2019 13:09:23