07.04.2015 09:44

Gæðingafimi í KS deildinni

Hér fyrir neðan má sjá ráslista fyrir gæðingafimi KS-deildarinnar.
Mótið verður haldið nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst keppnin kl. 20:00.  Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein í KS-Deildinni og verður mjög spennandi að sjá hvernig tiltekst. Á facebook síðu KS deildarinnar segir að sést hafi til nokkura liða á æfingum í Svaðastaðahöllinni og greinilegt að mikið er lagt undir.
Liða- og einstaklingskeppni deildarinnar er orðin mjög jöfn og verður hart barist um þau stig sem í boði eru. Keppnin verður sýnd í beinni útstendingu á heimasíðu reiðhallarinnar svadastadir.is gegn vægu gjaldi.
Við hvetjum alla til að mæta í höllina á miðvikudagskvöldið og sjá þessa fyrstu keppni í gæðingafimi í KS-Deildinni. Af Þytsfélögum eru skráð til leiks Fanney Dögg, Jóhann Magnússon og Hallfríður Óladóttir. 

1 Viðar Bragason - Lífland/Efri-Rauðalækur - Þytur frá Narfastöðum
2 Anna K. Friðriksdóttir - Íbess-Gæðingur - Glaður frá Grund
3 Gísli Gíslason - Draupnir/Þúfur - Trymbill frá Stóra-Ási
4 Fanney D. Indriðadóttir - TopReiter -Brúney frá Grafarkoti
5 Lilja Pálmadóttir - Hofstorfan/66°norður - Mói frá Hjaltastöðum
6 Líney M. Hjálmarsdóttir - Hrímnir - Þytur frá Húsavík
7 Guðmundur K Tryggvason - Lífland/Efri-Rauðalækur - Rósalín frá Efri Rauðalæk
8 Teitur Árnason - TopReiter - Óskahringur frá Miðási
9 Valdimar Bergsstað - Hrímnir - Hugleikur frá Galtanesi
10 Mette Mannseth - Draupnir/Þúfur - Hnokki frá Þúfum
11Jóhann B. Magnússon - Íbess-Gæðingur - Embla frá Þóreyjarnúpi
12 Bjarni Jónasson - Hofstorfan/66°norður - Dynur frá Dalsmynni
13 Hallfríður Óladóttir - TopReiter - Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum
14 Þórarinn Eymundsson - Hrímnir - Taktur frá Varmalæk
15 Elvar Einarsson - Hofstorfan/66°norður - Gjöf frá Sjávarborg
16 Baldvin A Guðlaugsson - Lífland/Efri-Rauðalækur - Öngull frá Efri Rauðalæk
17 Hanna Rún Ingibergsdóttir - Íbess-Gæðingur -Nótt frá Sörlatungu
18 Þorsteinn Björnssson - Draupnir/Þúfur - Króna frá Hólum
Flettingar í dag: 4304
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 970831
Samtals gestir: 50684
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:08:51