10.04.2015 21:42

Þytsjakkar og peysur

Á aðalfundi var sagt frá nýjum merktum Þytspeysum á krakka og Þytsjakka á fullorðna sem á að fara að panta. 

Peysurnar fyrir börnin eru frá 66 North og er ein þeirra vinsælasta barnapeysa úr Polartec® Power Stretch® Pro. Heldur hita og er mjúk og þægileg. Lokaverð með merkingu auglýst þegar mátun verður auglýst en verðið er í kringum 7 þús.
 
 
 
 
Jakkar fyrir fullorðna:
 
Herraúlpa:
Létt og mjúk herra dúnúlpa með hettu. Efnið er vind-og vatnsfráhrindandi. Poki fylgir með til þess að setja úlpuna í svo lítið fari fyrir henni. Teygjubrydding er í ermalíningu og neðanverðum faldi. Innra byrði og rennilásar eru í gagnstæðum lit við skel.Tveir renndir hliðarvasar.Tvístungnir saumar. Beint snið. Lokaverð með merkingu auglýst þegar mátun verður auglýst en verðið er á milli 17 - 20 þús.
 
Dömuúlpa:
Létt og mjúk dömu dúnúlpa með hettu.Efnið er vind-og vatnsfráhrindandi. Poki fylgir með til þess að setja úlpuna í svo lítið fari fyrir henni. Teygjubrydding er í ermalíningu og neðanverðum faldi. Innra byrði og rennilásar eru í gagnstæðum lit við skel. Tveir renndir hliðarvasar. Tvístungnir saumar. Úlpan er aðsniðin. Lokaverð með merkingu auglýst þegar mátun verður auglýst en verðið er á milli 17 - 20 þús.
 

Hér er mynd af Árna Birni í síðasta Eiðfaxa í svona jakka :)
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 307
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 3878263
Samtals gestir: 469696
Tölur uppfærðar: 25.5.2020 14:00:54