08.08.2015 10:05

Gæðingamót Þyts 2015

Gæðingamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 15. ágúst 2015. Ákveðið var að hafa mótið opið mót. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga B-flokk gæðinga C- flokk gæðinga Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu) Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) Börn (10-13 ára á keppnisárinu) Skeið 100m Pollar (9 ára og yngri á árinu) C - Flokkur: Flokkur þessi er ætlaður byrjendum og lítið keppnisvönu fólki til þess að byrja að spreyta sig í gæðingakeppninni. Knapi og hestur sem keppir í C- flokki , getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti. Meira um c flokk hér: http://www.lhhestar.is/static/files/frett_tengt/c-flokkur.pdf 

Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. http://skraning.sportfengur.com/ Lokaskráningardagur er miðnætti þriðjudaginn 11.ágúst. Skráning polla sendist á email: thytur1@gmail.com 
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiðgreinum er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista. C flokkur heitir þrígangur í Sportfeng þar sem hann er ekki kominn inn í Kappa.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Mótanefnd 

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

Flettingar í dag: 969
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 954903
Samtals gestir: 49974
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 18:40:21