22.03.2016 10:45

Að lokinni sýningu

Sýningin okkar, Hestar fyrir alla, tókst mjög vel. Sýningin var mjög fjölbreytt og margir úr félaginu sem tóku þátt. 7 atriði komu úr æskulýðsstarfinu en það voru hestafimleikar, munsturreið, yngstu knaparnir voru með leikþátt úr Ronju ræningjadóttur, trec og knapamerki. Nokkur ræktunarbú komu fram ásamt knöpum ársins 2015. Einnig tóku 2 hópar sig saman og voru með munsturreið, 1 kvennahópur og 1 karlahópur. Gaman var að sjá hinn almenna hestamann sem ekki er endilega að taka þátt í keppni koma þarna fram og sjá hversu búið var að leggja mikið á sig við æfingar fyrir atriðin. Fjöldi fólks kom á sýninguna og heyrðist á pöllunum aðdáun yfir því hvað krakkarnir voru öruggir með sig á hestum sínum og sýndu af sér prúða reiðmennsku.
Stjórn Þyts þakkar öllum þeim sem tóku þátt og nefndinni fyrir sín störf. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni en Eydís er að vinna myndirnar og koma þær inn á heimasíðuna fljótlega.

 

 

 
 Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 3695841
Samtals gestir: 447732
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 03:37:49