28.03.2016 13:58

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar

Þá er komið að því, lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt og skeið og það verður haldið föstudaginn 1. apríl. Keppt verður í tölti T3 í öllum flokkum (tekið tillit til þess að hægja þarf í beygjum á hraða töltinu).

Forkeppni í T3 (2 inná í einu): hægt tölt snúa við - hraðabreytingar - hratt tölt. 

Keppt verður í opnum flokki í skeiði og skráningargjaldið er 1.000 kr. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort aðstæður leyfa skeið. En fyrirhugað er að hafa skeiðið úti á skeiðbrautinni.

 

Skráningafrestur er á miðnætti þriðjudagsins 29. mars.

 

Keppendur skrá sig skráningakerfi Sport-fengs. http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og farið undir mót. ATH. Keppendur í 3. flokki velja minna vanir.
Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com einnig þeir sem eru að keppa í fyrsta skipti verða að senda upplýsingar um í hvaða flokki þeir ætli að keppa á þetta netfang.

 

Skráningargjaldið í töltið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000.

 

Hvetjum alla til að mæta á lokamótið í ár og hvetja keppendur til dáða, fá sér grillkjöt á flottu verði hjá frábæru konunum í kaffinefndinni og skola því niður með góðu glasi.

 

Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar er SKVH sláturhús.

Ástund hestavöruverslun gefur sigurvegurum í hverjum flokki verðlaun.

 

Athugið: Völlurinn verður settur upp fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 20:30 og eftir það verður honum lokað fram að keppni.


Mótanefnd

Flettingar í dag: 1170
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961998
Samtals gestir: 50304
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:50:36