23.04.2016 09:19

KARLATÖLT NORÐURLANDS - ÚRSLIT

 

Velheppnuðu Karlatölti Norðurlands lokið. Var það samróma álit allra að mótið hefði verið hið glæsilegasta og sé algjörlega komið til þess að vera um ókomna tíð. Nefndin vil koma innilegu þakklæti til allra þeirra fyrirtækja, einstaklinga og hrossaræktarbúa sem styrktu kvöldið með gjöfum og fjárframlögum. Mótið hefði aldrei orðið eins veglegt og raun bar vitni nema með hjálp ykkar. Í höllinni var góð stemming og skemmtu allir sér vel við að fylgjast með flottum körlum á glæsilegum hestum. Þulurinn sá um að halda stemmingunni léttri og var almenn ánægja með dómarana. Ekki leiðinlegt að slíta vetrinum með svona skemmtilegu kvöldi.

 

Styrktaraðilar mótsins voru:

KIDKA gaf ábreiður.

Kaupfélag vestur Húnvetninga gaf sigurvegurum stallmúla, reiðvettlinga og kamba.

Sveitasetrið Gauksmýri gaf sigurvegurum gjafabréf fyrir tvo á þeirra margrómaða grillhlaðborð.

Sláturhús SKVH gaf öllum keppendum í úrslitum grillkjöt.

Kolbrún Grétarsdóttir gaf sigurvegurum fallegt dagatal prítt myndum af íslenska hestinum.

Leirhús Grétur gaf fallega hönnun.

Lagður gaf sérlega flottan púða með mynd af íslenskum hestum sem var veittur heitasta pari kvöldsins.

Þau fyrirtæki sem styrktu okkur með fjárframlögum eru einnig veittar miklar þakkir en þau eru:

 

Landsbankinn

Steypustöðin Hvammstanga

Hótel Hvammstangi

Hótel Laugarbakki

Helguhvammsthangikjöt

Kola ehf

Sindrastaðir

Lækjamót

Tjarnarkot

Grafarkot

Bessastaðir

Stóra Ásgeirsá 

Dæli

Ásland

Höfðabakki

FL hestar

Hrossarækt Svenna og Línu

Tamningastöðin Gröf

Hrossaræktarbúið Gröf

Efri-Fitjar

Lindarberg

 

Þær voru glæsilegar vinkonurnar Sigrún og Herdís við verðlaunaafhendinguna.

 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins.

 

3.flokkur.

 

 

1.Kristinn Rúnar Víglundsson og Hökull frá Þorkelshóli 2 - 6,17

Kristinn og Hökull voru einnig valdir af áhorfendum sem heitasta par mótsins. Það er óhætt að segja að Kristinn hafi komið skemmtilega á óvart þegar hann sást í hnakknum, enda þekktari fyrir að fylgja konu sinni á mót.

2.Sigfús Ívarsson og Blær frá Hvoli - 5,92 (vann sig upp úr B-úrslitum)

3.-4.Gunnlaugur Agnar Sigurðsson og Dís frá Gauksmýri - 5,75

3.-4.Óskar Einar Hallgrímsson og Valey frá Höfðabakka - 5,75

 

B-úrslit

5.Guðmundur Sigurðsson og Sól frá Sólheimum 1 - 5,58

6.Jón Ingi Björgvinsson og Álfur frá Álfhólahjáleigu - 5,25

7.Tómar Örn Daníelsson og Axel frá Sauðá - 4,83

8.Már Hermannsson og Bliki frá Stóru-Ásgeirsá - 4,50

 

 

2.flokkur.

 

 

 
 
 

 

1.Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka - 6,67 (vann sig upp úr B-úrslitum)

2.Pálmi Geir Ríkharðsson - Sigurrós frá Syðri-Völlum - 6,39

3.Eiríkur Steinarsson og Hrannar frá Galtanesi - 6,17

4.Halldór Pálsson og Fleigur frá Súluvöllum - 6,06

5.Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri - 6,00

6.Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið - 5,89

 

B-úrslit

7.Ragnar Smári Helgason og Vídalín frá Grafarkoti - 5,83

8.-9. Halldór P. Sigurðsson og Geisli frá Efri-Þverá - 5,78

8.-9. Elías Guðmundsson og Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá - 5,78

10.Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1 - 5,72

 

1.flokkur.

 
 

 

1.Elvar Logi Friðriksson og Táta frá Grafarkoti - 6,89 (vann sætaröðun hjá dómurum)

2.Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga - 6,89

3.Friðrik Már Sigurðsson og Vídd frá Lækjamóti - 6,72

4.Einar Reynisson og Hvönn frá Syðri-Völlum - 6,17

 

 

 

 

Flettingar í dag: 988
Gestir í dag: 153
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4112176
Samtals gestir: 496550
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 16:44:03