24.06.2016 10:43

Íslandsmót yngri flokka


Hestamannafélagið Skuggi heldur Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi dagana 14. - 17. júlí n.k. Mun mótsnefndin kappkosta að mótið verði hið glæsilegasta og fari fram við bestu aðstæður sem svæðið býður upp á. Boðið verður upp á hesthúspláss og hey, eins verður seldur spænir á svæðinu. Tjaldsvæði verður frátekið fyrir keppendur þar sem hægt verður að tengjast rafmagni.

Skráningar fara fram í gegn um Sportfeng og er Skuggi valinn sem mótshaldari í upphafi skráningarferils og velja síðan Íslandsmót yngri flokka. Skráningargjald í öllum flokkum og greinum er kr. 5.000.- og er einungis hægt að greiða með millifærslu. Senda þarf kvittun á netfangið kristgis@simnet.is

Keppnisgreinar og flokkar eru:

Barnaflokkur - Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimi A

Unglingaflokkur - Tölt T3, Tölt T4 (skráð T2), Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Gæðingaskeið PP1, Fimi A

Ungmennaflokkur - Tölt T3, Tölt T4 (skráð T2), Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Gæðingaskeið PP1, Fimi A2

100 m. skeið (flugskeið)

Skráningarfrestur er til miðnættis 5. júlí en opið er fyrir skráningu frá 22. júní.

Í Borgarnesi er í boði fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir alla fjölskylduna og eins verða kvöldvökur fyrir keppendur á svæðinu þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þessa daga sem mótið stendur.

Sjáumst í Borgarnesi 14. - 17. júlí.

Framkvæmdanefnd.

Flettingar í dag: 790
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 954724
Samtals gestir: 49963
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 13:37:19