07.04.2017 10:25

Kvennatölt Norðurlands

Líflands Kvennatölt Norðurlands, verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, fimmtudaginn 13. apríl (skírdag) kl 18:00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum óháð aldri:

1. Flokkur, T3 – hægt tölt, snúa við, hraðabreytingar, greitt tölt.

2. Flokkur, T7 – hægt tölt, snúa við, frjáls ferð á tölti.

3. Flokkur, T8 – Frjáls ferð á tölti, snúa við, frjáls ferð á tölti. (Flokkur: Minna vanar, í Sportfeng)

 

Tekið er við skráningum í gegnum www.skraning.sportfengur.com. Mótshaldari er Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Skráning er ekki tekin gild nema búið sé að greiða skráningargjaldið og senda kvittun því til staðfestingar á netfangið: saragisladottir@gmail.com.

Skráningarfrestur er til kl 22:00 þriðjudaginn 11. apríl nk.

Upplýsingar veita þær Sara í síma 899 8031 og Rósa María í síma 861 3460.

Rautt þema. Kvetjum við allar konur að mæta í einhverju rauðu, þar sem sérstök verðlaun verður fyrir flottasta parið og bestu útfærslu á þemu.

Kvennadeild hestamannafélagsins Skagfirðings.

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 3694803
Samtals gestir: 447550
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 19:09:17