25.04.2017 10:15

Kjerúlf frá Kollaleiru í Gröf í Víðidal í sumar!

Stóðhesturinn Kjerúlf frá Kollaleiru verður á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún í hólfi á fyrra gangmáli í Gröf í Víðidal í sumar.

 

Kjerúlf er með 1.verðlaun fyrir afkvæmi og vakti afkvæmahópur hans á LM2016 athygli fyrir vasklega framgöngu.

Afkvæmadómur: Kjerúlf gefur hross í tæpu meðallagi að stærð með svipgott höfuð og vel opin augu. Afkvæmin hafa sterka yfirlínu í hálsi og baki. Hálsinn er reistur og mjúkur en djúpur við háar herðar. Bakið er breitt og lendin öflug en stundum afturdregin. Afkvæmin eru hlutfallarétt en fótahæð jafnan í meðallagi. Fætur hafa öflugar sinar en ekki mikil sinaskil og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin hafa úrvals tölt, takthreint, rúmt og jafnvægisgott með góðri fótlyftu. Brokkið er skrefmikið og rúmt, stökkið ferðmikið en fet jafnan undir meðallagi. Afkvæmin eru ásækin í vilja, hafa þjála lund og fara vel í reið með háum fótaburði. 

Verð fyrir félagsmenn í Hrossaræktarsamtökum V-Hún og Sambandi hrossabænda í A-Hún: 130.000 kr með öllu (vsk, hagagöngu og einni sónarskoðun).

Verð fyrir utanfélagsmenn: 145.000 kr með öllu

Pantanir og nánari upplýsingar: Sonja Líndal s. 8668786 eða sonjalindal@gmail.com eða senda skilaboð á Facebook.

Landsmót 2011 - Vindheimamelar

Dagsetning móts: 26.06.2011 - 03.07.2011 - Mótsnúmer: 99 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2003.1.76-452 Kjerúlf frá Kollaleiru

Sýnandi:  Leó Geir Arnarson

Mál (cm):

142   132   136   64   145   38   48   42   6.7   30   19  

Hófa mál:

V.fr. 9,5   V.a. 9,5  

Aðaleinkunn: 8,44

 

Sköpulag: 8,14

Kostir: 8,64


Höfuð: 8,0
   3) Svipgott   

Háls/herðar/bógar: 7,5
   6) Skásettir bógar   7) Háar herðar   D) Djúpur   

Bak og lend: 8,0
   7) Öflug lend   

Samræmi: 8,5
   1) Hlutfallarétt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 8,5
   4) Öflugar sinar   

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,5
   4) Þykkir hælar   

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   

Brokk: 9,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   5) Há fótlyfta   

Skeið: 7,5

Stökk: 8,5
   1) Ferðmikið   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 9,0
   1) Fjör   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður   

Fet: 7,0
   C) Framtakslítið   

Hægt tölt: 9,0

Hægt stökk: 8,0

 

 

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 3694803
Samtals gestir: 447550
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 19:09:17