15.11.2017 21:34

Námskeið í vetur

 

Í vetur verða eftirfarandi námskeið í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni:
• Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir. 
• Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni
• Knapamerki 2 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1
• Knapamerki 3 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1 og 2
Lagt verður upp með 10-12 skipti

 


Kennsla heft þriðju vikuna í janúar 2018

Helgarnámskeið
Í vetur ætlum við að bjóða upp á nýjung sem verður helgarnámskeið í Trec og hindrunarstökki en það hentar vel fyrir þá sem vilja byggja upp gott samband við hestinn sinn í gengum þrautir og leiki. Trec verður kennt í febrúar og hindrunarstökk í mars.

Ef einhverjum börnum langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta.
Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com

Skráningarfrestur er til 15. desember. Einnig ef það eru fleiri reiðkennarar sem hafa áhuga á að koma að starfinu, mega endilega hafa samband við nefndina. 

Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4111448
Samtals gestir: 496450
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 04:51:00