09.01.2018 14:37

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda


Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins.  Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins. Eysteinn Leifsson stjórnarmaður mun segja fundarmönnum frá starfi sínu sem hrossaútflytjandi og rifja upp hvað hesteigendur þurfa að hafa í huga þegar þeir selja hesta úr landi.

Stjórn býður alla þá sem vilja kynna sér félagið sérstaklega velkomna á fundina. Frekara fundarhald stjórnarinnar verður kynnt síðar.

 

Fundirnir á Norðurlandi verða á eftirtöldum stöðum :

Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki föstudaginn 12. jan kl 20:00.

Reiðhöllin á Akureyri laugardaginn 13. jan kl 14:00.

Gauksmýri í Húnaþingi Sunnudaginn 14. Jan kl 1500.

 

f.h stjórnar
Sveinn Steinarsson, formaður félagsins.

 

Flettingar í dag: 3285
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 969812
Samtals gestir: 50652
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:03:53