02.04.2018 21:47

Fjórða og lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar!!!

Fjórða og lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður laugardaginn 7. apríl, og verður að vera búið að skrá á miðnætti fimmtudaginn 5. apríl. 

Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.

Ef vallaraðstæður leyfa verður keppt í 100 m. skeiði úti á skeiðvelli.

En keppt verður í  tölti T3 í 1., 2. og unglingaflokki og T7 í barna og 3. flokki. 

 

Mótið mun hefjast fyrir hádegi, en nánari tímasetning verður auglýst síðar.

 

Áður hefur verið auglýst að sameiginlegt lokamót verði með Skagfirðingum og Eyfirðingum 14. apríl en því miður er því lokamóti aflýst.

 

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk. 

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í Pollaflokk fer fram á staðnum.

Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

kt: 550180-0499 

Rnr: 0159-15-200343

 

Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

Mótsnefnd

SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

Regulator Complete ÍS gefur verðlaun til allra keppenda í 1. sæti í fullorðinsflokkum á öllum mótum Húnvetnsku liðakeppninnar.

 

Flettingar í dag: 506
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961334
Samtals gestir: 50292
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:44:40