20.02.2020 10:54

Framlengjum skráningarfrest til kl. 20.00 í kvöld

FRAMLENGJUM SKRÁNINGARFREST TIL KL. 20.00 Í KVÖLD, fimmtudagsins 20.02.



Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 22. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 19. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til leiks.

Í 1., 2., og unglingaflokki verður keppt í V3, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt -Hægt- til
milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Í 3.flokk og barnaflokk verður keppt í V5, forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjaldið er 3.000 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og 500 fyrir börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Flettingar í dag: 509
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965295
Samtals gestir: 50517
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:00:08