01.01.2021 11:17

Barnastarfið í vetur !!!!

Hestamannafélagið Þytur auglýsir reiðnámskeið veturinn 2021

Æskulýðsnefndin ætlar að bjóða upp á eftirfarandi námskeið í vetur:

  • Reiðkennsla 1, kennt á þriðjudögum frá kl 16:30 - 17:10 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar.
  • Reiðkennsla 2, kennt á þriðjudögum frá kl 17:10 - 17:50 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar
  • Treck/hindrunarstökk kennt á miðvikudögum kl 16:30 og byrjar kennsla miðvikudaginn 20. janúar.

Einnig mun Þytur bjóða upp á knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5 ef næg þátttaka fæst. Þau námskeið
sem ekki næst næg þátttaka í munu falla niður. Knapamerkin verða kennd á mánudögum og
hefst kennsla mánudaginn 18. janúar.

Skráning er tölvupóstfangið thyturaeska@gmail.com. Koma þarf fram nafn nemanda, foreldris
og símanúmer. 

Frekari upplýsignar fást hjá Haffí í síma 8668768.
Flettingar í dag: 3060
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 960645
Samtals gestir: 50269
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:35:59