19.10.2017 15:35

 

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2017
 
Verður haldin laugardagskvöldið 28.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Þórhallur Sverris- og Sigrúnarson sér um matinn af sinni alkunnu snilld. 

Grillað lambafille Naut & Bernes. Stökkar kartöflur og alskonar framandi meðlæti.


Miðasala mun verða með breyttu sniði í ár.  Miðar verða seldir í félagshúsi Þyts þriðjudaginn 24. október milli klukkan 16 og 18. Miðaverð á uppskeruhátíðina er 7.500 kr. 

Ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Reiðmönnum syndanna, sem hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið gudrunstei@hunathing.is.  Þá miða verður hægt að borga við innganginn.

Allar pantanir þurfa að berast fyrir miðnætti 24. október.

Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
 

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir - Grafarkot – Gröf - Lækjamót – Syðra Kolugil

 

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.


 

Sjáumst nefndin

Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958065
Samtals gestir: 50184
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 04:51:09