22.07.2018 10:23

Tveir Íslandsmeistarar

 

Þytsfélagar eru að standa sig mjög vel á Íslandsmótinu í Reykjavík, við eignuðumst tvo ÍSLANDSMEISTARA :) 

Guðmar Hólm varð Íslandsmeistari í fimi barna á Daníel frá Vatnsleysu með einkunnina 6,81, aldeilis glæsilegt hjá þeim félögum. Hann keppti einnig á Kóral frá Lækjarbotnum og náði þriðju bestu einkunninni á honum 6,67. Guðmar vann sér einnig rétt til að keppa í b-úrslitum í tölti og fjórgangi á Daníel frá Vatnsleysu og einnig í a-úrslitum í tölti og fjórgangi á Nútíð frá Leysingjastöðum sem hann valdi til að keppa á í a-úrslitunum og gerði sér lítið fyrir og vann fjórgang barna með einkunnina 6,67 og er því orðinn þrefaldur Íslandsmeistari. Hann varð svo í 6.sæti í tölti barna með einkunnina 6,28 og samanlagður sigurvegari. 

 

Eysteinn Tjörvi varð í 4. sæti í fimi unglinga á Þokka frá Litla Moshvoli og Bryndís í 5.sæti á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. 

Eysteinn Tjörvi gerði sér svo lítið fyrir varð Íslandsmeistari í 100 metra skeiði unglinga á Viljari frá Skjólbrekku á tímanum 7,8 sek. Frábær árangur hjá þessum flottu knöpum. 

 

Jói Magg náði líka frábærum árangri í 100 metra skeiði og varð í 2.sæti á Fröken frá Bessastöðum á tímanum 7,49 sek. á eftir heimsmeistaranum Konráði Val og Kjarki frá Árbæjarhjáleigu sem hlupu á 7,42 sek. 

 

Helga Una og Álfrún frá Egilsstaðakoti voru einnig í a-úrslitum í fimmgangi og höfnuðu í 3-5.sæti með einkunnina 7,19 og hún varð í 3.sæti á Lyftingu frá Þykkvabæ I í T2 með einkunnina 7,38. 

 

Til hamingju öll - ÁFRAM ÞYTUR 

 
 
Flettingar í dag: 913
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958498
Samtals gestir: 50211
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:07:56