08.03.2019 09:28

NORÐLENSKA MÓTARÖÐIN ÞRIÐJA MÓT, T7/T4

Ákveðið hefur verið að keppt verði í T7 og slaktaumatölti í Þytsheimum á Hvammstanga 16.mars og hefst kl. 13.00.

T3 og skeið í gegnum höllina á Sauðárkróki 30.mars.

Þriðja mót Norðlensku mótaraðarinnar verður laugardaginn 16. Mars í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 13. mars.
Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í T7 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, ungmennaflokk, unglingaflokki og barnaflokki, Slaktaumatölt meira vanir (skráist undir 1.fokkur í sportfeng) og minna vanir (skráist sem 2.flokkur í sportfeng). Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka ef ekki er næg þáttaka. Pollar skrá sig einnig til leiks.

Keppt verður í T7 í öllum flokkum, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt - snúið við - Frjáls ferð á tölti.
Slaktaumatölt T4 í meira vönum (1 flokk) og minna vönum (2 flokk), forkeppni riðin skv. stjórn þular: Frjáls hraði á tölti - Hægt tölt - snúið við - Tölt við slakan taum.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir ungmenni og unglinga. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í Pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.

Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Staðan eftir fyrstu tvö mótin er:

Þytur 134 stig
Skagfirðingur 80 stig
Neisti 68 stig


Börn
Dagbjört 24
Indriði Rökkvi 20
Linda 8
Sandra Björk 8
Embla Lind 7

Unglingar
Eysteinn 20
Rakel Gígja 19
Bryndís 14
Stefanía 12
Ásdís Freyja 10

Ungmenni

Ásdís Brynja 22
Anna Herdís 20
Herjólfur 10
Sólrún Tinna 8
Ásta Guðný 7

3 flokkur
Eva Lena 20
Ragnar Smári 18
Malin 17
Jóhannes 13
Ingunn Birna 12

2 flokkur
Sveinn Brynjar 18
Sandra María 12
Live Marie 10
Þóranna 10 
Sverrir Sig 9
Marie 9

1 flokkur
Haffí 16
Logi 14,5
Axel 12
Bergrún 12
Kolbrún Gr 10

Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 969
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 956497
Samtals gestir: 50107
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 08:21:06