17.09.2019 14:50

Sumarexem - Þróunarvinna með forvarnarbóluefni að komast á lokastig


Rannsókn á sumarexemi og þróun á bóluefni til forvarnar hefur staðið yfir í fjölda mörg ár eins og þekkt er, en nú er komið að prófun bóluefnisins við raunverulegar aðstæður. Í það verkefni þarf 27 þæga og trausta hesta á aldrinum 6-12 vetra sem munu verða meðhöndlaðir (bólusettir) á Keldum og hefst það ferli í desember á þessu ári, en hestarnir verða síðan fluttir til Sviss í mars 2020. Félag hrossabænda mun hafa umsjón með að finna hross í verkefnið og munu fulltrúar þess um land allt leita til hesteigenda. Miðað er við að greitt verði 200.000 kr. með vsk fyrir hvert hross og að kaupverðið verði greitt 15. mars á næsta ári þegar stefnt er að útflutningi hrossanna.

Þeir hestar sem ætlunin er að flytja út fá hlutverk í reiðskólum en þegar hafa aðilar í Bern gefið kost á sér að koma að rannsókninni með því að fóstra hrossin gegn því að eignast þá í lokin.  Þessi samvinna er mikilvæg og í raun lykilþáttur til að verkefnið klárist en alltaf hefur legið fyrir að mikill kostnaður myndi liggja í uppihaldi og umsjón hrossanna til loka
rannsóknarinnar sem mun taka þrjú ár. Það eru miklir hagsmunir í húfi að þetta verkefni klárist; í fyrsta lagi gagnvart velferð þeirra hrossa sem flutt eru erlendis, og eins eru markaðslegir hagsmunir gagnvart útflutningi á Íslenska hestinum verulegir fyrir alla þá fjölmörgu hagsmunaaðila sem tengjast hestinum.

Tengiliðir eru í öllum landshlutum og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband.

Tengiliðir á Norðurlandi: Vignir Sigurðsson netfang litlabrekka@litlabrekka.is sími  896-1838 og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir netfang heidrun@saubaer.is  sími 849-5654.
Tengiliðir á Vesturlandi: Eysteinn Leifsson exporthestar@gmail.com  sími 896-5777 og Gunnar Halldórsson gunnar.arnbjorg@gmail.com  sími 898-8134. Tengiliðir á Suðurlandi Erlendur Árnason skidbakki@gmail.com  sími 897-8551 og  Sveinn Steinarsson, netfang sveinnst@bondi.is  sími 892-1661. 
Tengiliður á Austurlandi Einar Ben netfang gleraugun@simnet.is sími 896-5513.

Hrossin þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur:

1. Þægir, tamdir hestar á aldrinum 6-12 vetra sem hægt verður að nota án mikils frekari undirbúnings í reiðskóla eða í svipuð verkefni.
2. Ekki eru gerðar strangar kröfur til ganglags. Klárgengir hestar geta nýst vel í reiðskóla og sömuleiðis skeiðlagnir hestar en auðvitað er æskilegt að þeir búi yfir tölti (eða að hægt verði að styrkja það með þjálfun).

Hestarnir verða prófaðir af fulltrúum Félags hrossabænda áður en þeir verða valdir í verkefnið. Þeir munu undirgangast læknisskoðun með röntgenmyndatöku af hæklum sem kostuð er af verkefninu. Endanlegt val á hestum mun liggja fyrir í nóvember 2019 og verða þeir í framhaldinu fluttir að Keldum til bólusetninga og mun verkefnið kosta og  annast flutninginn.

Þegar kaupin liggja fyrir skal stefna að því að koma hrossunum á Keldur í síðasta lagi 25. nóvember og mun verkefnið kosta og  annast flutninginn.

Eysteinn Leifsson hefur umsjón með vali á hrossunum og eiga tengiliðir að hafa samband við hann; netfang: exporthestar@gmail.com og í síma 896-5777.

Flettingar í dag: 4274
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 970801
Samtals gestir: 50683
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:46:21