Færslur: 2008 Júní

29.06.2008 20:49

Frá Æskulýðsnefnd

Fyrirhugað er að fara á Æskulýðsmót Norðurlands á Melgerðismelum 18.-20. júlí. Mótið hefst föstudaginn 18. júlí kl.18.00 á ratleik og síðan mun skemmtunin halda áfram (sjá auglýsingu að neðan). Þátttakendur taki með sér hest og gott væri ef foreldrar/forráðamenn tækju með sér hest til að fylgja í reiðtúra og aðrar þrautir. Ekkert þátttökugjald er, en grill verður á laugardagskvöldinu sem þátttakendur þurfa að greiða fyrir. Þátttakendur sjá sér sjálfir fyrir gistingu og öðru uppihaldi, en frítt er á tjaldstæðið á staðnum. Einnig verður frí aðstaða fyrir hesta. Þátttakendur verða að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna.  

Þátttaka tilkynnist fyrir 12.júlí 2008 til Öllu á adalheidursveina@simnet.is eða í síma 868-8080.  Þá verður hægt að skoða hvernig farið verður með hestana norður. Nánari upplýsingar verða einnig hjá Öllu.




Kveðja Æskulýðsnefnd

26.06.2008 11:49

Knapafundur, áríðandi tilkynning frá mótstjórn LM

Mótsstjórn boðar alla knapa sem þátt taka í Landsmóti á knapafund, nk. sunnudag, 29. júní, kl. 17:00. Áríðandi er að allir knapar mæti en á fundinum verður farið yfir helstu atriði er varða mótið, reglur og tilhögun. Fundurinn verður haldinn í stóra veitingatjaldinu sem nú þegar er risið á Gaddstaðaflötum. Þess má geta að ekki er ólíklegt að tækjakostur LM verði prufukeyrður um þetta leyti þannig að áhugamenn um fótbolta ættu að njóta góðs af því beint eftir að fundi lýkur. 

Mótsstjórn LM 2008

24.06.2008 16:46

Peysurnar koma á morgun

Það tókst að fá peysurnar fyrir LM en þær koma á morgun. Get afgreitt þær á fimmtudaginn (tími og staðsetning ekki alveg komið á hreint) gegn staðgreiðslu eða staðfestingu á millifærslu inn á 1105-26-1081 kt. 550180-0499 og verðið á þeim er 8.750.-

22.06.2008 14:11

Úrslit gæðingamótsins

 A-flokkur
Jæja þá er gæðingamótið afstaðið og hér koma úrslitin:
4 börn tóku þátt í pollaflokki, tvö 8 ára og tvö 9 ára. Rosalega gaman að sjá þau og fengu þau viðurkenningu að keppni lokinni.

Unghrossakeppni:
Unghrossakeppnin var með aðeins öðru sniði en í fyrra. Hún var hugsuð þannig að hrossið njóti sín sem best. Dæmt var eftir þjálni og ganghæfileikum.
Óheimilt var að sýna skeið, en annars hafði knapinn frjálsar hendur á sýningu sinni. Riðnir voru 2 hringir/ ca. 3 mínútur. Heimilt var að sýna fimiæfingar, kúnstir eða bara hvað sem er.
1. Heron frá Seljabrekku 5 vetra og Jóhann Magnússon
2. Tjáning frá Grafarkoti 4 vetra og Fanney Dögg Indriðadóttir
3. Viska frá Höfðabakka 5 vetra og Þórhallur Magnús Sverrisson

Barnaflokkur:
1. Róbert Arnar og Kjarnorka, eink. 8,20
2. Eva Dögg Pálsdóttir og Bronco frá Hvoli, eink. 7,97
3. Fanndís Ósk Pálsdóttir og Djarfur frá Sigmundarstöðum, eink. 7,96
4. Eydís Anna og Dropi frá Hvoli, eink. 7,93
5. Jónína Ósk Sigsteinsdóttir og Setning frá Lækjarmóti, eink. 7,67
6. Lilja Karen Kjartansdóttir og Fía frá Hólabaki, eink. 4,12

Unglingaflokkur:
1. Aðalheiður Einarsdóttir og Moli frá Reykjum, eink. 8,29
2. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum, eink. 8,24
3. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Kremi frá Galtanesi, eink. 8,07
4. Fríða Marý Halldórsdóttir og Krapi frá Efri-Þverá, eink. 8,05
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum, eink. 8,02

Ungmennaflokkur:
1. Helga Rós Níelsdóttir og Glaðværð frá Fremri-Fitjum, eink. 8,39
2. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Orka frá Höfðabakka, eink.

B-flokkur
1. Dama frá Höfðabakka og Þórhallur Magnús Sverrisson, eink. 8,29
2. Hrannar frá Galtanesi og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, eink. 8,23
3. Ugla frá Grafarkoti og Kolbrún Stella Indriðadóttir, eink. 8,22
4. Svarti-Pétur frá Gröf og Herdís Einarsdóttir, eink. 8,16
5. Spes frá Grafarkoti og Fanney Dögg Indriðadóttir, eink. 8,13
6. Taktur frá Höfðabakka og Sverrir Sigurðsson, eink. 7,87

A-flokkur
1. Eldur frá Sauðadalsá og Fanney Dögg Indriðadóttir, eink. 8,382
2. Lávarður frá Þóreyjarnúpi og Jóhann B Magnússon, eink. 8,381
3. Hending frá Sigmundarstöðum og Pálmi Geir Ríharðsson, eink. 8,32
4. Venus frá Tunguhálsi II og Helga Una Björnsdóttir, eink. 8,31
5. Stakur frá Sólheimum I og Reynir Aðalsteinsson, eink. 8,29

100. Skeið
1. Reynir Aðalsteinsson og Viðar frá Kvistum
2. Halldór P. Sigurðsson og Frostrós frá Efri-Þverá
3. Herdís Einarsdóttir og Kapall frá Grafarkoti

150. skeið
1. Reynir Aðalsteinsson og Stakur frá Sólheimum
2. Reynir Aðalsteinsson og Viðar frá Kvistum
3. Helga Una Björnsdóttir og Þokki frá Blönduósi

250m stökk
1. Helga Una Björnsdóttir og Kormákur
2. Helga Rós Níelsdóttir og Natan
3. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Siggi Lögga

Glæsilegasti hestur mótsins er valinn af dómurum og var að þessu sinni hryssan Glaðværð frá Fremri-Fitjum. Hæst dæmda hryssa mótsins var síðan Venus frá Tunguhálsi II með 8,26 í einkunn. En sú einkunn kemur úr forkeppni.

Myndir koma bráðlega...


20.06.2008 19:29

Dagskrá fyrir gæðingamótið

Gæðingamótið hefst kl 13:00 laugardaginn 21. júní 2008
Dagskrá:
A-flokkur
Pollaflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur
Hlé
150m skeið
Unghross
Stökk
100m skeið

Sunnudagur, mótið hefst kl. 10:00
Úrslit barnaflokkur
Úrslit unglingaflokkur
Úrslit ungmennaflokkur
Úrslit B-flokkur
Hlé
Úrslit A-flokkur

Með fyrirvara um breytingar.

Unghrossakeppni:
Unghrossakeppnin er með aðeins öðru sniði en í fyrra. Hún er hugsuð þannig að hrossið njóti sín sem best. Dæmt er eftir þjálni og ganghæfileikum.
Óheimilt er að sýna skeið, en annars hefur knapinn frjálsar hendur á sýningu sinni. Riðnir eru 2 hringir/ ca. 3 mínútur. Heimilt er að sýna fimiæfingar, kúnstir eða bara hvað sem er.

P.s. Muna að koma með farandsbikara síðan í fyrra.

13.06.2008 13:53

Gæðingamót Þyts

Gæðingamót Þyts verður haldið helgina 21. og 22. júní. Keppnisgreinar A og B flokkur, börn, unglingar, ungmenni, pollaflokkur (9 ára og yngri, 2 hringir frjálst, má teyma undir).

Á laugardagskvöldinu verður unghrossakeppni ( 4 og 5. vetra), 100 m flugskeið, 150 m  skeið og stökkkeppni, í þessar greinar er skráningin 1.000 kr.

Engin skráningargjöld eru hjá pollum, börnum og unglingum. Aðrir borga 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningum þriðjudaginn 17.  og miðvikudaginn 18. júní á netfangið
fanneyd@visir.is.

Nánari upplýsingar koma í næstu viku.

Mótanefnd Þyts

 Aðalstyrktaraðili Þyts

08.06.2008 22:36

Úrslit úrtökunnar

Þá er það komið í ljós hvaða knapar og hestar keppa fyrir Þyt á landsmótinu. En þeir eru eftirfarandi:

A- flokkur
1. Johnny frá Hala og Svavar Örn Hreiðarsson eink. 8,52
2. Eldur frá Sauðadalsá og Fanney Dögg Indriðadóttir eink. 8,41
Varahestur:
3. Venus frá Tunguhálsi II og Helga Una Björnsdóttir eink. 8,31

B-flokkur
1. Skáti frá Skáney og Ísólfur Líndal Þórisson eink. 8,49
2. Akkur frá Brautarholti og Tryggvi Björnsson eink. 8,46
Varahestur:
3. Grettir frá Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir eink. 8,30

Ungmennaflokkur
1. Helga Una Björnsdóttir og Gammur frá Steinnesi eink. 8,19
2. Helga Rós Níelsdóttir og Villimey frá Snjallsteinshöfða 1 eink. 7,88

Unglingaflokkur
1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum eink. 8,13
2. Aðalheiður Einarsdóttir og Moli frá Reykjum eink. 7,97
Varahestur:
3. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum eink. 7,96

Barnaflokkur
1. Róbert Arnar Sigurðsson og Kjarnorka frá Fremri-Fitjum eink. 7,44
2. Eydís Anna Kristófersdóttir og Dropi frá Hvoli eink. gerði ógilt





07.06.2008 21:47

Ráslistar fyrir úrtöku


Jæja gott fólk, ráslistarnir eru komnir á síðuna fyrir morgundaginn.
Hér er slóð sem þið getið kíkt á;

Ráslistar

07.06.2008 21:42

Dagskrá úrtöku Þyts og Neista

Á morgun kl. 13.00 hefst úrtaka Þyts og Neista á Kirkjuhvammsvelli.

Dagskráin er eftirfarandi:
B-flokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Hlé
A-flokkur

01.06.2008 21:55

Frá Mannvirkjanefnd

Vinnukvöld upp á velli þriðjudagskvöldið og miðvikudagskvöldið nk. frá kl. 19.30. Allir að taka með sér sleggju, járnkall eða hamar. Við erum að fara að setja á löngu brautina og síðan þarf að skipta um glugga í húsinu og fl. og fl.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta því það er hellingur sem þarf að gera.
Frekari upplýsingar hjá Tryggva í síma 660-5825
Nefndin
  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 907864
Samtals gestir: 48698
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:24:33