Færslur: 2008 Desember

30.12.2008 22:57

Þrettándagleði 2009

 
Blysför verður farin frá Pakkhúsi KVH

kl. 18:00 þriðjudaginn 6.janúar 2009.

Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en gangan hefst.

Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna, fram hjá sjúkrahúsinu og að nýrri reiðhöll félagsins.

Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.

Söngur, leikir, gleði og gaman.

Hver verður íþróttamaður USVH árið 2008?????

Eins og oft áður verða kakó, kaffi og vöfflur til sölu

Vonumst til að sjá sem flesta.

P.s. ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagskráin breyst. Það verður þá nánar auglýst á heimsíðu félagsins www.123.is/thytur

 

Ágætu íbúar vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.

 

23.12.2008 15:14

Jólakveðja frá Æskulýðsnefndinni

 


Æskulýðsnefnd Þyts óskar öllum börnum, unglingum, ungmennum, foreldrum/forráðamönnum,  sem og öðrum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við viljum þakka fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða og erum við full tilhlökkunar að takast á við það næsta. Hlökkum til að sjá sem flesta í starfinu á komandi ári. Njótið hátíðanna.

Jólakveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

23.12.2008 13:45

Innanhúsmót vetrarins 2009

Á heimasíðu Neista er komin dagskrá vetrarins.

Reiðhöllin Blönduósi:
6. febrúar - Tölt
20. febrúar - Fjórgangur
27. mars - Töltkeppni
3. apríl - Fimmgangur / tölt unglinga

Skagafjörður/Svaðastaðir:
Opin mót:
27. feb
11. mars
25. mars
8. apríl

KS meistaradeildin
18. febrúar
4. mars
18. mars
1. apríl

22.12.2008 13:42

Ógreind hrossasótt á Kjalarnesi


Upp er kominn ógreindur hrossasjúkdómur í Norðurgröf á Kjalarnesi. Fram kemur á vef hestamannafélagsins Harðar að sjúkdómnum fylgi hiti og niðurgangur og að einkennanna hafi orðið vart hjá fjölda hrossa í 40 hesta húsi. Einn hestur hefur þegar drepist úr sóttinni og stendur til að hann verði krufinn.

Nokkrir hestar úr umræddu hesthúsi voru fluttir í hesthúsahverfi Harðar áður en sjúkdómsins varð vart. Ákveðið verður á næstu klukkustundum hvort  hverfinu verður lokað  vegna þessa en þeim tilmælum er beint til hestamanna að flytja ekki hesta til eða frá hverfinu.

Einnig er því beint til þeirra sem eiga hesta á svæðinu að þeir skipti um föt í hesthúsinu og fari ekki með neitt sem hafi verið í beinni snertingu við hrossin, heyflutningatæki eða hestakerrur inn á svæðið eða út af því.

Komi í ljós að um langvarandi vanda sé að ræða verður komið á skipulagðri aðferð við að koma heyi inn á svæðið.

heimild: www.mbl.is

19.12.2008 11:38

Það eru að koma jól...

Það eru að koma jól og því flestir að fara að taka hrossin sín inn og auðvitað sumir löngu búnir að því. EN... Hvammstangahöllin er ekki ennþá tilbúin til notkunar en það eru búnir að vera nokkrir MJÖG duglegir aðilar sem hafa mætt í sjálfboðavinnu upp í höll undanfarnar vikur og unnið þar gott verk. Veggurinn sem skilur að áhorfendur og reiðsvæðið er langt kominn en það verður áframhaldandi vinna í dag eftir kl. 16.00 og næstu daga. Upplýsingar um vinnuna er hægt að fá hjá Tryggva í síma 660-5825 og hjá Kjartani í síma 897-9300.

14.12.2008 17:15

Vinna vinna



Á morgun mánudaginn 15.12 er vinnukvöld frá kl. 16.00 í höllinni. Nokkrir hörkuduglegir Þytsfélagar hafa verið alla helgina að vinna og vantar á morgun fleiri til að ná að klára vegginn fyrir jólemoticon 
LÁTTU SJÁ ÞIG, það verður tekið vel á móti þéremoticon

13.12.2008 01:10

Á morgun verður steypt...

Vinnudagur aftur upp í reiðhöll frá klukkan tíu. Ég tók nokkrar myndir af dugnaðarforkunum þegar ég kíkti við í kvöld, sjá hér.

11.12.2008 23:04

Vinnukvöld á morgun...

Vinnukvöld á morgun eða frá kl. 16.00 föstudaginn 12.12 í Hvammstangahöllinni. Verið er að reisa vegginn sem skilur að áhorfendendasvæðið og reiðsvæðið. Síðan verður áframhaldandi vinna á laugardaginn. Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn Hvammstangarhallarinnar!!!

10.12.2008 21:00

Lokadagurinn

Síðasti dagurinn til að panta dagatalið 2009 á e-meil sigeva74@hotmail.com á verðinu 1.800.- emoticon 
Myndirnar í dagatalinu eru myndir sem félagsmenn hafa sent okkur og í ár fengum við um 60 myndir og auðvitað allar mjög fallegar og var því valið mjög erfitt!!

08.12.2008 22:43

Steinnes ræktunarbú ársins í Austursýslunni...

 Kiljan frá Steinnesi

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Neista fór fram um helgina. Knapar, hross og ræktunarbú fengu eftirfarandi viðurkenningar:
Ólafur Magnússon er knapi ársins 2008, fyrir góða frammistöðu á mótum ársins (víðsvegar um landið) fyrir hönd Hestamanna.fél. Neista. Ægir Sigurgeirsson, fékk Viðurkenningu fyrir vel unnin störf á Ís-landsmótinu í þágu Hestamanna.fél. Neista. Þórólfur Óli Aadnegard, fékk viðurkenningu fyrir mikla og óeigingjarna vinnu við skeiðvöllinn í þágu Hestamanna.fél. Neista
 
Hæst dæmdu kynbótahrossin í eigu félagsmanna í Samtökum hrossabænda A-Hún.
 
HRYSSUR.
4 vetra
.  Kantata frá Hofi  8,44 fyrir sköpulag og 8,14 fyrir hæfileika aðaleink. 8,26.  F. Kormákur frá Flugumýri  M. Varpa frá Hofi.  Ræktendur og eigendur. Jón og Eline Hofi. Sýnandi var Agnar Þór Magnússon.
5 vetra.  Fjallanótt frá Skagaströnd.  8,04 fyrir sköpulag,  7,77 fyrir hæfil.  Aðaleink. 7,88. F. Kjalar frá Skagaströnd.  M. Þota frá Skagaströnd.   Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson.  Sýnandi   Elvar Einarsson.
6  vetra.  Katla frá Steinnesi.  7,94 fyrir sköpulag. 8,25 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,13.  F.  Gammur frá Steinnesi  M. Kylja frá  Steinnesi.  Ræktandi og eigandi.  Magnús  Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Bjarni Jónasson.
7 vetra og eldri.   Trópí frá Hnjúki   7,72 fyrir sköpulag 8,64 fyrir hæfil. Aðaleink.  8,26.  F.  Oddur frá Selfossi  M. Löpp frá  Syðra-Skörðugili  Eig. Jóhanna Guðrún  Magnúsdóttir  Hnjúki Sýnandi.  Bjarni  Jónasson.
 
STÓÐHESTAR.
4.vetra
.  Kiljan frá Steinnesi.   8,08 fyrir sköpulag.  8,60 fyrir hæfil.  Aðaleink. 8,39  F. Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi.  Ræktandi og eigandi.  Magnús Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Agnar Þór Magnússon.
5 vetra.  Kvistur frá Skagaströnd.  8,26 fyrir sköpul.  8,79 fyrir hæfil.   Aðaleink.  8,58.  F.  Hróður frá Refsstöðum     M. Sunna frá Akranesi.  Ræktandi og eigandi.  Sveinn Ingi Grímsson. Sýnandi Erlingur Erlingsson.
6 vetra  Enginn sýndur.
7 vetra og eldri.  Njörður frá Útnyrðingsstöðum  8,05 fyrir sköpul. 7,94 fyrir hæfil.  Aðaleink. 7,98.  F,  Gustur frá Hóli  M. Þruma frá Brekkugerði.  RæktandiStefán Sveinsson , eigandi Hreinn Magnússon Leysingjastöðum.  Sýnandi   Þórir Ísólfsson.
 
 
Hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi.
 
Sölufélagsbikarinn:
Krafla frá Brekku   7,96 fyrir sköpul.  8,35 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,20  F. Gustur frá Hóli  M. Katla frá Brekku.  Ræktandi Anna Bryndís Tryggvadóttir, eigandi  Magnús  Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Tryggvi Björnsson.
 
Búnaðarbankabikarinn:
Tryggvi-Geir frá Steinnesi  7,93 fyrir sköpul.  8,17 fyrir hæfil.  Aðaleink.  8,07.  F.  Parker frá Sólheimum  M.  Dimma frá Sigríðarstöðum  Ræktandi Magnús Jósefsson Steinnesi, eigendur Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson  Sýnandi Tryggvi Björnsson.
 
 
Fengsbikarinn

Hæst dæmda kynbóta hross í eigu félagsmanns með 8.58 í aðaleinkunn var Kvistur frá Skagaströnd. Eigandi Sveinn Ingi Grímsson.
 
 
Ræktunarbú  ársins 2008 er Steinnes

heimild: www.feykir.is

05.12.2008 00:22

Viðtal við Bessastaðahjónin



Þá er komið að viðtalinu, næstu viðmælendur mínir eru hjónin Guðný og Jói á Bessastöðum. Ég las á heimasíðu hjónanna að búið er nú rekið af fjórða ættlið frá hjónunum Birni Jónssyni og Kristínu Bjarnadóttur, en það er Guðný sem tók við rekstri búsins árið 1995 ásamt manni sínum Jóhanni Birgi Magnússyni frá Kúskerpi í Skagafirði. Þannig að Bessastaðabúið er búið að vera lengi rekið af sömu fjölskyldunni eða frá árinu 1900. Í dag er þar rekið kúabú og stunduð hrossarækt og skógrækt. Ég spurði Bessastaðabændur nokkurra spurninga um hrossaræktina.

 

Hvað verða mörg hross á járnum í vetur hjá ykkur? Eru það allt hross sem þið eigið eða takið þið í tamningu?
Það verða 18 hross á járnum í vetur og eigum við helminginn af þeim. Fastir kúnnar sem við erum með hross fyrir eiga hin hrossin, þau eru frá Þóreyjarnúpi, Syðsta-Ósi, Vatni og Seljabrekku. Við setjum upplýsingar um öll hrossin sem við erum með á heimasíðuna okkar, www.bessastadir.is.

Af ykkar hrossum, hvaða hrossum eru þið spenntust yfir að temja? Þau eru öll býsna spennandi, en mest spennt erum við yfir Byltingu á 4. v., undan Millu frá Árgerði og Trú frá Auðsholtshjáleigu.  Einnig er spennandi Fregn 5 v. undan Gyðju Otursdóttur og Huginn frá Haga. Svo eigum við bróður Byltingar undan Krafti frá Bringu, 5 v. sem er spennandi.

Eru allir fjölskyldumeðlimir jafn áhugasamir í hestamennskunni? Hestamennskan á sýnar hæðir og lægðir innan fjölskyldunnar, en að meðaltali er áhuginn mikill. Jói er eini karlpeningurinn sem er verulega áhugasamur í hestamennskunni, en áhuginn hjá kvenpeningnum er býsna jafn.

Undan hvaða stóðhestum eignuðust þið folöld síðastliðið vor? Hryssu undan Andvara frá Ey, hest undan Stimpli frá Vatni, hryssu undan Krafti frá Efri-Þverá, hryssu undan Gretti frá Grafarkoti.

Undan hvaða stóðhestum eignist þið folöld á næsta ári? Ómi frá Kvistum, Álfi frá Selfossi, Ágústínusi frá Melaleiti.

Eru þið búin að selja mörg hross á árinu? Allt sem var til sölu seldist og rúmlega það. Við höfum svo haft nokkra milligöngu með sölu á hrossum.

Teljið þið að það hafi áhrif á íslenska hrossarækt hvað það seljast margir stóðhestar til Danmerkur þessa dagana? Stærstu áhrifin er auðvitað þau að þetta skapar tekjur inn í greinina. Þessir hestar hefðu örugglega ekki verið til sölu ef eigendunum hefði fundist notkun þeirra viðunandi hér heima. Eigendurnir hafa þannig ekki séð nógu mikinn rekstrarhagnað í þeim til að eiga þá, m.v. verðið sem þeim bauðst fyrir þá. Þetta hafa því ekki verið nógu góðir hestar til að halda þeim í landinu. Að okkar mati eru þeir nógu góðir, en þeir voru ekki að njóta vinsælda. Um leið og svona góð hross koma á erlenda grund og fólk kynnist gæðunum, eykst eftirspurnin eftir góðum hrossum. Við höfum reynslu af því að erlendir hestamenn vilja hross fædd á Íslandi. Belgískur vinur okkar, sálfræðingur og hestamaður, segir að frelsið í augum íslensku hrossanna sé það sama og frelsið í augum íslensku stúlknanna, sem geri hvort tveggja eftirsóknarvert.  

Að lokum viljum við taka fram að það er mjög mikið hagsmunamál fyrir íslenska hrossarækt að unnt sé að koma í veg fyrir að hross fædd á Íslandi veikist af exemi þegar þau koma á erlenda grund.



Fleiri myndir frá Bessastöðum má sjá hér.

  • 1
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 907976
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:08:06