Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 22:14

Lokaskráningardagur á morgun

Síðasta mótið í húnvetnsku liðakeppninni verður haldið á föstudagskvöldið nk. og hefst kl. 18.00. Keppt verður í barnafl, unglingafl, 2. flokki og 1. flokki. Skráning hjá Kollu á emeil: kolbruni@simnet.is og þarf að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudagskvöldsins nk. Fram þarf að koma nafn knapa, hests, litur, aldur, ætt, í hvaða liði viðkomandi er og upp á hvora hönd. Það verða tveir inn á í einu og prógrammið er: hægt tölt, brokk, fet, stökk og fegurðartölt.
Skráningargjaldið er 1.000.-  og aðgangseyrir er 500.-

Mótanefnd.

30.03.2009 20:09

Æfingar æfingar æfingar

Æfingar fyrir fjórganginn eru að hefjast á fullu.....
lið 2 verður með æfingu annað kvöld 31.mars kl. 20.30 og svo verður lið 1 þar á eftir (viljum ekki vera að setja tímasetningu) það er svo gott á milli þessara liða emoticon
svo verður lið 1 aftur á fimmtudaginn 2.apríl kl.20.00
kv. Liðstjórar

30.03.2009 18:46

Tilkynning frá liðstjóra liðs 1

vegna veikinda verð ég (Guðrún Ósk) frá alla vikuna, en Sigrún Þórðardóttir kemur í minn stað á meðan.  Síminn hjá henni er 6605826, svo þið ættuð að geta haft samband við hana ef eitthvað er.  Ég vonast til að geta komið og fylgst með ykkur á föstudag, þegar við tökum þetta í bakaríið

bestu kveðjur Guðrún Ósk emoticon

29.03.2009 00:46

Heimsmeistaramót 2009

 

Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum 2009 verður haldið 3.-9. Ágúst 2009 í Brunnadern í Sviss, á svæði umkringdu fjöllum. Nýjar brautir hafa nýlega verið byggðar. Þessi mynd sýnir hnýlega ér að ofan, byggðan hringvöll og samhliða nýjan skeiðvöll. Til vinstri við nýja hringvöllinn sést annar hringvöllur og skeiðbraut sem hægt er að nota við æfingar og upphitun. Aðstaða fyrir liðin verður staðsett vinstra megin á myndinni, aðal svæðið fyrir almenning er lengst til hægri á myndinni.

Reithof Neckertal, staðurinn þar sem Heimsmeistarakeppni íslenska hestsins 2009 fer fram, hefur unnið Toggenburger nýsköpunarverðlaunin 2008.

Þessi verðlaun eru veitt þriðja hvert ár til atvinnurekstrar á svæði Toggenburg í Sviss, þar sem bryddað er upp á nýjum hugmyndum, framleiðsluvöru eða lausnum.

Vel þekktir styrktaraðilar styrkja þennan atburð, svo sem Economic Agency í St. Gallen, Lions, Rotary, Kiwanis, Juniour Chamber og Business & Professional Women.

Það sem haft er að leiðarljósi þetta ár er "framsýni kveikir nýjungar". Hugtakið um Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Brunnadern hreif dómnefndina svo mikið að þeir stofnuðu Reithof Neckertal og hugmyndina um Heimsmeistarakeppnina 2009 ásamt alþjóðlegum fyrirtækjum.

Frekari upplýsingar varðandi Heimsmeistarakeppnina 2009 eru á www.islandspferde-wm.ch 

Listi yfir íþróttadómarana á Heimsmeistaramótinu 2009 í Brunnadern í Sviss hefur verið ákveðin. Yfirdómari er Einar Ragnarsson, vara yfirdómari er Claudia Clück. 11 dómarar hafa verið tilnefndir af meðlimum félaganna, 4 aðrir af valinni nefnd. 15. Dómarinn er Asa Ericsson, Christian Reischauer, Eve Petersen, Karin Hassing, Fi Pugh, Laura Pikhala Posti, Meike Löwe, Nicolai Thye, Per Kolnes, Rune Svendsen, Sophie Kovacs, Tómas Ragnarsson, Þorgeir Guðlaugsson, Uschi Heller Voigt og Will Covert.



heimild:
www.hestafrettir.is

28.03.2009 14:16

Grunnskólamót BREYTING!!!

Grunnskólamót breyting!!!!!!

Fyrirhugað grunnskóla sem halda átti á Hvammstanga 4.apríl verður haldið í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi  sama dag eða 4.apríl kl. 14.00

Skráningar verða að hafa borist fyrir kl. 17.00  miðvikudaginn 1.apríl 2009 á thyturaeska@gmail.com  (nýtt e-mail æskulýðsnefndarinnar) og fram þarf að koma nafn og aldur knapa og hests, litur og upp á hvora hönd á að ríða. Skráningargjald er 500.- krónur og greiðist á keppnisstað.

Keppt verður í sömu greinum og á mótinu á Sauðárkróki

1.-3.bekkur -       Fegurðarreið

4.-7.bekkur -       Tölt

                            Þrígangur

                            Smali

8.-10.bekkur -      Tölt

                            Fjórgangur

                            Smali

                            Skeið

Þannig Grunnskólamót reiðhöllinni Arnargerði 4.apríl 2009

28.03.2009 13:34

Vinna inn í Hvammstangahöll

Efnið er komið til að gera klósettin inn í Hvammstangahöllinni. Það á að reyna að koma þeim upp fyrir næstu helgi en þá er bæði fjórgangur Húnvetnsku liðakeppninnar og Grunnskólamótið. Þeir sem mögulega sjá sér fært að koma og hjálpa hafið samband við Tryggva í síma 660-5825

Stjórn Hvammstangahallarinnar

28.03.2009 00:51

Ræktun Norðurlands 2009



Reiðhöllinni Svaðastöðum 28. mars kl. 20:00. Skagfirsk, Húnversk og Eyfirsk ræktunarbú. Ungir, efnilegir og gamalreyndir stóðhestar. Ungar, efnilegar og hátt dæmdar hryssur.

Sýningarstjóri: Eyþór Jónasson
Sýninganefnd: Eyþór Jónasson, Ingimar Ingimarsson og Stefán Reynisson
Starfsmaður sýningarinnar: Steinunn Anna Halldórsdóttir
Þulur: Guðmundur Sveinsson
 

Dagskrá:

Týr og Bragi                  
Klárhryssur
Klárhestar
Möðrufell
Klárhestar
Alhliðahestar
Hágangur frá Narfastöðum
Alhliðahryssur
Steinnes
Klárhryssur
Alhliðahestar
Gustur frá Hóli
Stóra-Ásgeirsá
Fróði frá Staðartungu
Hlé 20 mín
Ómur og Styrnir
Klárhestar
Grafarkot
Alhliðahestar
Klárhryssur
Þoka frá Hólum
Alhliðahestar
Alhliðahryssur
Vatnsleysa
Alhliðahryssur
Huginn frá Haga
Glóðafeykir frá Halakoti

Meira um sýninguna sjá hér

28.03.2009 00:50

Dagskrá sýningarinnar á Blönduósi

1.             Fánareið

2.             Frumkvöðulinn

3.             Strumparnir

4.             Frumtamning

5.             Klárhestar

6.             Kardimommubærinn

7.             Ræktunarbúið Hof í Vatnsdal

8.             Rappararnir

9.             Mömmurnar

10.         Alhliða hryssur

11.         AH deildin

 

Hlé

 

12.         6  -  60

13.         Villtur dans

14.         Systkinin í Stekkjardal

15.         Ídýfurnar

16.         Klárhryssur

17.         Knapamerki 3

18.         Ægir og Maur

19.         Selma og viðhaldið

20.         Gáski

21.         Gæðingafimi

26.03.2009 12:39

ÆFING hjá LIÐI 1

Fyrsti æfingartíminn í höllinni verður í kvöld(fimmtudag) klukkan 20.00 verum nú dugleg og mætum og höfum gaman saman :)
Stefnt er svo að því að taka höllina frá tvö kvöld í næstu viku.

Endilega verið í bandi við mig ef það er eitthvað. síminn minn er 8483639 og email gudrunstei@hotmail.com

Bestu kveðjur
Guðrún Ósk liðstjóri liðs EITT

26.03.2009 08:28

Gamlar eigur hestamannafélagsins

Við viljum biðja ykkur kæru félagar sem hafið í fórum ykkar gamla farandbikara, fundagerðarbækur eða annað í eigu hestamannafélagins Þyts hafi samband við Ingvar í síma 848 0003 eða 451 2779. En honum var falið að safna saman heimildum um félagið og eigum þess.

26.03.2009 08:25

Stórsýning austur - húnvetnskra hestamanna

Í Reiðhöllinni Arnargerði laugardaginn 28. mars kl. 14:00.

 

 

Í ár höldum við 10. sýninguna en Reiðhöllin er 9 ára um þessar mundir. Að þessu sinni er sýningin borin uppi af almennum hestamönnum og konum á öllum aldri og u.þ.b. 50 börnum/unglingum.  Markmiðið er að sýna þá miklu breidd sem er í iðkendahópnum hér í héraðinu og hvaða ánægju og skemmtun menn geta haft af návist við hesta og menn þegar færi gefst frá hinu daglega amstri.

 

Auk þess heimsækir Sigurbjörn Bárðarson okkur en hann kom einmitt fram á fyrstu sýningunni.

 

 

Miðaverð er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri en kr. 500 fyrir 12 ár og yngri.

25.03.2009 22:52

Fjórgangur - Húnvetnska liðakeppnin



Síðasta mótið í húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 3. apríl nk. og hefst kl. 18.00. Keppt verður í barnafl, unglingafl, 2. flokki og 1. flokki. Skráning hjá Kollu á emeil:
kolbruni@simnet.is og þarf að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudagskvöldsins 31. mars. Fram þarf að koma nafn knapa, hests, litur, aldur, ætt, í hvaða liði viðkomandi er og upp á hvora hönd.

Liðakeppnin stendur þannig fyrir lokamótið:

1. sæti er Lið 3 með 100,5 stig
2. sæti er Lið 2 með 83,5 stig
3. sæti er Lið 1 með 52,5 stig
4. sæti er Lið 4 með 41,5 stig

25.03.2009 11:13

Sýning hjá æskulýðsnefnd Þyts

Æskulýðsnefnd Þyts hefur ákveðið að halda sýningu þann 8. apríl næstkomandi í Hvammstangahöllinni klukkan 20.30. Allir að taka kvöldið frá ;)
Vonumst til að sjá sem flesta. Nánar auglýst síðar.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts


svo eru komnar inn myndir frá grunnskólamótinu endilega skoðið..... og ef einhverjir liggja á góðum myndum tengdum æskulýðsstarfinu endilega sendið mér þær :) á thyturaeska@gmail.com.... sem er nýtt netfang fyrir allt tengt æskulýðsstarfinu :)

22.03.2009 12:47

Úrslit úr grunnskólamótinu

Jæja þá er fyrsta grunnskólamótið búið og fóru alls 8 börn og unglingar frá okkur á mótið sem haldið var á Sauðárkróki. Mótið gekk rosalega vel í alla staði og var hin frábærasta skemmtun og stóðu okkar krakkar sig mjög vel. Og viljum við í æskulýðsnefndinni óska öllum knöpunum innilega til hamingju með frábæran árangur við erum stollt af ykkur :)
hér koma svo úrslitin


Fegurðarreið 1.-3.bekkur








Nafn

Skóli

bekkur

Hestur

eink í keppni og röð í úrsl

sæti




Ingunn Ingólfsdóttir

VARMAHL

3.b

Hágangur frá Narfastöðum

8,5 og 1 inn

1




Hólmar Björn Birgiss

AUS

2.b

Tangó frá Reykjum

7,5 og 5 inn

2

AUS= grunnskóli austan vatna

Inga Þórey Þórarinsd

HVT


Funi frá Fremri Fitjum

8,0 og 2-3 inn

3




Guðmar Freyr Magnúss

ÁRS

3.b

???

8,0 og 2-3 inn

4

ÁRS=árskóli


Aron Ingi Halldórss

AUS

3.b

Blakkur frá Sauðárkróki

7,6 og 4 inn

5













Þrígangur 4.-7.bekkur









Gunnar Freyr Gestsson

VAR

7.b

Aþena frá Miðsitju

5,8 og 1 inn

1




Jón Ægir Skagfjörð

BLÖ

5.b

Perla

5,3 og 3-4 inn

2




Helgi Fannar Gestson

VAR

4.b

Vissa frá Borgarhóli

5,2 og 5 inn

3




Rósanna Valdimarsd

VAR

7.b

Vakning frá Krítarhóli

5,5 og 2 inn

4




Helga Rún Jóhannsdóttir

HVT

7.b

Andrea frá Vatni

5,3 og 3-4 inn

5




Fanndís ÓSk Pálsd

HVT

7.b

Ljómi frá Reykjarhóli

5,0 komst ei í úrsl














Tölt 4.-7.bekkur









Ásdís Ósk Elvarsdóttir

VAR

5.b

Smáralind frá S-Skörðugili

voru ei fl,fóru beint í úrsl

1




Ragna Vigdís Vésteinsd

VAR

6.b

Glóa frá Hofstaðaseli


2




Lilja Karen Kjartansd

HVT

6.b

Fía frá Hólabaki


3




Hákon Ari Grímsson

HÚN

7.b

Rifa frá Efri Mýrum


4













Fjórgangur 8.-10.bekkur








Rakel Rún Garðarsdóttir

HVT

10.b

Lander frá Bergstöðum

6,0 og 1 inn

1




Lydía Ýr Gunnarsdóttir

ÁRS

8.b

Tengill frá Hofsósi

5,0 og 4 inn

2




Harpa Birgisdóttir

hHÚN

10.b

Kládíus frá Kollaleiru

5,3 og 2-3 inn

3




Jón Helgi Sigurgeirsson

VAR

8.b

Náttar frá Reykjavík

5,3 og 2-3 inn

4




Bryndís Rún Baldursd

ÁRS

8.b

Pels frá Vatnsleysu

4,6 og 5 inn

5













Tölt 8.-10.bekkur









Katarína Ingimarsd

VAR

8.b

Jonny be good f/hala

6,3 og 1 inn

1




Steindóra Ólöf Haraldsd

ÁRS

9.b

Prins frá Garði

6,2 og 2 inn

2




Finnur Ingi Sölvason

SIGL

9.b

Skuggi frá Skíðbakka

6,0 og 3 inn

3




Agnar Logi Eiríksson

BLÖ

10.b

Njörður frá Blönduósi

5,3 og 4 inn

4




Eydís Anna Kristófersd

HVT

8.b

Virðing frá N-Þverá

5,2 og 5 inn

5













Smali 4.-7.bekkur




Stig og refsistig





Sverrir Þórarinss

VAR

6.b

Ylur frá Súlunesi

32,36 og 14 refsistig

1




Rakel Ósk Ólafsdóttir

HVT

7.b

Rós frá Grafarkoti

35,82 og 14 refsistig

2




Haukur Marían S.Haukss

HÚN

7.b

Skvísa frá Fremri Fitjum

35,62 og 14 refsistig

3




Vésteinn Karl Vésteinss

VAR

4.b

Syrpa frá Hofsstaðaseli

36,72 og 14 refsistig

4




Viktoría Eik Elvarsd

VAR

4.b

Kátína frá S-Skörðugili

37,? Og ?? Refsistig

5




Anna Herdís Sigurbjartsd

HVT

4.b

Prins frá Gröf















Skeið 8.-10.bekkur









Eydís Anna Kristófersd

HVT

8.b

Frostrós

tími,en skráði hann ekki

1




Steindóra Ólöf Haraldsd

ÁRS

9.b

Gneisti frá Sauðárkróki

tími,en skráði hann ekki

2




Stefán Logi Grímsson

HÚN

9.b

Kæla frá Bergsstöðum

tími,en skráði hann ekki

3




Finnur Ingi Sölvason

SIGL

9.b

Goði frá Fjalli

tími,en skráði hann ekki

4




 

eins og sjá má frábær árangur hjá krökkunum og skólinn hjá okkur í öðru sæti eftir fyrstu keppni...

Til hamingju aftur krakkar!!!

það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með næsta móti og hvetjum við alla til að koma og styðja krakkana 4. apríl


20.03.2009 23:49

Lið 2 sigurvegarar kvöldsins í Smalanum

Mjög skemmtileg og spennandi Smalakeppni er að baki, alls voru skráðir til leiks 70 keppendur. Lið 2 náði flestum stigum í kvöld eða 36 stigum en fast á hæla þeirra kom lið 3 með 34 stig og þá lið 1 með 32 stig. Lið 4 náði 16 stigum.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Unglingaflokkur:
1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Stúdent frá Sólheimum I, liði 1
2. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri, liði 2
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Auður frá Grafarkoti, liði 3
4. Stefán Logi Grímsson og Kæla frá Bergsstöðum, liði 4
5. Rakel Ósk Ólafsdóttir og Rós frá Grafarkoti, liði 1

2. flokkur
1. James B Faulkner og Karítas frá Lækjamóti, liði 3, 300 stig/tími 37,59 sek
2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, liði 1, 280 stig/tími 41,67 sek
3. Stefán J Grétarsson og Hóseas, liði 1, 256 stig/tími 41,81 sek
4. Sofia Birgitta Krantz og Snót frá Bjargshóli, liði 2, 250 stig/tími 43,05 sek
5. Halldór Jón Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum, liði 2, 246 stig/tími 42,71 sek
6. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, liði 1, 240 stig/tími 43,77 sek
7. Rúnar Örn Guðmundsson og Dynjandi frá Húnsstöðum, liði 4, 220 stig/tími 44,89 sek
8. Þórarinn Óli Rafnsson og Funi, liði 1, 196 stig/tími 46,95 stig
9. Lena Petterson og Sjöfn frá Höfðabakka, liði 1, 188 stig/tími 44,59 sek
10. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi, liði 4, 186 stig/tími 53,77 sek

1. flokkur
1. Ragnar Stefánsson og Vafi frá Hlíðskógum, liði 4, 286 stig/tími 39,5 sek
2. Elvar Logi Friðriksson og Hvinur frá Sólheimum, liði 3, 266 stig/tími 40,35 sek
3. Matthildur Hjálmarsdóttir og Gáta frá Bergsstöðum, liði 2, 256 stig/tími 41,90 sek
4. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum, liði 2 250 stig/tími 42,71 sek
5. Magnús Á Elíasson og Hera frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3 246 stig/tími 42,21 sek
6. Fanney Dögg Indriðadóttir og Eldur frá Sauðadalsá, liði 3 240 stig/tími 44,89 sek
7. Aðalsteinn Reynisson og Olver frá Syðri-Völlum, liði 2, 220 stig/tími 47,44 sek
8. Eðvarð Ingi Friðriksson og Edda frá Þorkelshóli, liði 3, 216 stig/tími 45,67 sek
9. Herdís Einarsdóttir og Stika frá Grafarkoti, liði 2, 182 stig/tími 53,67 sek
10. Halldór P Sigurðsson og Von frá Dalvík, liði 1, 172 stig/tími 55,66 sek.


LIÐAKEPPNIN stendur þá þannig eftir 3. mótið:

1. sæti er Lið 3 með 100,5 stig
2. sæti er Lið 2 með 83,5 stig
3. sæti er Lið 1 með 52,5 stig
4. sæti er Lið 4 með 41,5 stig



Mótanefnd þakkar öllu starfsfólki mótsins kærlega fyrir aðstoðina. Allt gekk upp og var móti slitið 22.30




Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 966642
Samtals gestir: 50602
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:04:48