Færslur: 2010 Janúar

15.01.2010 09:00

Vinna upp í reiðhöll

Það er vinna upp í reiðhöll alla helgina frá kl. 10.00, líka vinna í kvöld eins og hefur verið alla vikuna og frábært hvað nokkrir einstaklingar hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf. Fangavaktarlistinn er orðinn lengri, svo mikið er víst emoticon


Nánari uppýsingar hjá Gúnda í síma 893-8589 og Tryggva Rúnari í síma 660-5825

13.01.2010 22:39

Húnvetnska liðakeppnin

Mótanefnd liðakeppninnar fundaði nýverið með liðsstjórum allra liðanna og var farið yfir  reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem allir voru mjög sammála um. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 5. febrúar í Hvammstangahöllinni.


Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

5. febrúar
- Fjórgangur
19. febrúar - Smali á Blönduósi

12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt

Reglur keppninnar árið 2010:

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili. Keppendur verða að finna sitt lið og láta hjartað ráða för
J


1. flokkur,
ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.

Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur,
sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 6 stig
3. sæti - 5 stig
4. sæti - 4 stig
5. sæti - 3 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 2 stig
7.sæti - 1 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1993 og seinna)

1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. eða 2. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.


13.01.2010 22:31

60 ára afmælishátíð Þyts og formleg opnun reiðhallarinnar

Verður 27. febrúar nk kl. 15.00. Þeim Þytsfélögum sem vilja koma atriðum og hrossum á sýninguna er bent á að val inn á sýninguna verður væntanlega á tímabilinu 6. - 12. febrúar.

Nánar auglýst síðar.


Undirbúningsnefnd

11.01.2010 12:22

Það styttist...

Vinnan við stúkurnar gengur mjög vel og það styttist því í að hægt sé að fara að nota höllina.

Hægt er að kaupa árskort inn í höllina. Gjald einstaklings er 20.000.- og má greiða inn á 1105-05-403351 kt. 550180-0499. Fyrir aðra en félagsmenn er árgjald einstaklings 25.000.- Síðan verður í boði dagpassi og er verðið fyrir hann 2.000.- Síðan er hægt að leigja höllina í klukkutíma í senn og er höllin þá lokuð og kostar tíminn 5.000.- Panta verður hjá Halldóri Sigfússyni s. 891-6930.

Tveir umsjónarmenn verða til staðar þetta árið, annar sem sér um pantanir á tímum í höllina og að hafa yfirumsjón með korthöfum. Þessi umsjónaraðili er Halldór Sigfússon s. 891-6930. Hinn umsjónaraðilinn mun sjá um almennt viðhald og að fylgjast með að hlutirnir séu í standi á höllinni sjálfri. Ekki er kominn umsjónaraðili í þetta starf og mega áhugasamir hafa samband við Ragnar í síma 869-1727.


Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þegar stúkurnar verða komnar, þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að þær séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.


Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.


Reykingar eru bannaðar og lausir hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.

Heimasíða reiðhallarinnar er
http://hvammstangahollin.bloggar.is/  

Hér má síðan sjá
dagskrá vetrarins

11.01.2010 12:17

KS deildinKS-Deildin 2010 fer af stað með úrtöku um 6 laus sæti í deildinni  miðvikudagskvöldið 27 janúar en að venju fer keppnin fram í  Svaðastaðahöllinni. Mikil spenna er fyrir deildinni þennan veturinn enda hefur deildin með traustum stuðningi KS tryggt sér sess sem einn af stóru viðburðunum í vetrarhestamensku á Norðurlandi.
Keppt verður í 4-g og 5-g og gildir samanlagður árangur. Skráning fyrir föstudagskvöldið 22 janúar hjá Eyþóri í síma 842-5240.


Nú þegar eiga tryggt sæti í deildinni þau: Þórarinn Eymundsson, Mette Manseth, Ísólfur Líndal Þórisson, Bjarni Jónasson, Björn Jónsson, Magnús Bragi Magnússon, Ólafur Magnússon, Þorbjörn Mattíasson, Ragnar Stefánsson, Sölvi Sigurðsson, Stefán Friðgeirsson og Erlingur Ingvarsson.

08.01.2010 08:46

Fundur verður haldinn hjá æskulýðsnefnd Þyts laugardaginn 9. janúar 2010 kl.15.00 í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi

 

Aðalefni fundarins verður starf vetrarins, skráningar í reiðþjálfun og þátttaka í sýningum.

Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að vera með í starfinu mæti á fundinn eða hafi samband við nefndarmenn. Hvetjum alla krakka sem vilja byrja í starfinu en eru ekki í Þyt að mæta með foreldri eða forráðamann með sér

Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra/forráðamenn.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir (Tóta) s:869-0353 sigurbjorg.thorunn@gmail.com

Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir s: 896-1345 lillysig@simnet.is

Sigrún Eva Þórisdóttir s:868-2740 sigeva74@hotmail.com

Þórarinn Óli Rafnsson (Tóti) s:858-9231 kiddytoti@internet.is

06.01.2010 21:32

ÞrettándagleðinÞrettándagleðin var hin besta skemmtun. Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiddu gönguna, fram hjá sjúkrahúsinu þar sem nokkur lög voru sungin. Síðan var farið upp að reiðhöllinni, þar söng og spilaði Mundi fyrir gesti, teymt var undir krökkunum og hægt var að kaupa vöfflur með rjóma og kakó. Með í för voru bráðskemmtilegir jólasveinar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Einnig voru Grýla, Leppalúði og fullt af álfum með í för.

Myndir komnar inn í
myndaalbúmið.

04.01.2010 15:17

Fangavaktin ??

Sést hefur til tveggja skuggalegra manna uppí reiðhöll síðan fyrir jól, í fyrstu var talið að þarna leyndust tveir pólverjar sem hefðu óvart komið með gámnum sem flutti höllina til landsins. En þegar betur var að gáð reyndist svo ekki vera, heldur reyndust þetta vera þeir mætu menn Pétur Guðbjörnsson og Tryggvi Rúnar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort þeir séu hreinlega fluttir í höllina, já eða séu að afplána dóm með þegnskylduvinnu en þá hafi glæpurinn heldur betur verið alvarlegur enda fengu þeir rétt að skjótast í mat um klukkan 18 á aðfangadag en voru svo mættir skömmu síðar.

 

 

 

 

Framkvæmdir í höllinni hafa gengið vonum framar og er það bæði þessum ágætu mönnum og fullt af öðrum harðduglegum félagsmönnum að þakka. Því ljóst er að þetta byggir sig ekki sjálft. Vinnu verður haldið áfram alla næstu daga fyrir utan miðvikudaginn 6.jan en þá fer fram þrettándagleði  við höllina.

03.01.2010 22:58

Vinnan gengur vonum framar


Þá er þessari RISA vinnuhelgi upp í höll lokið. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Búið er að bæta við nokkrum myndum inn í myndaalbúmið fyrir þá sem komust ekki. En þetta gengur rosalega vel, um helgina var klárað að tvöfalda gifsið undir stúkunum, unnið var í austari stúkunni og gert allt klárt þannig að hægt er að setja spónarplöturnar á.

Áframhaldandi vinna er á morgun frá kl. 17.00. Upplýsingar hjá Tryggva í síma 660-5825.

takk takk

Stjórn Hvammstangahallarinnar

Fleiri flottar myndir á Hvammstangablogginu og hér í myndaalbúminu á síðunni.

02.01.2010 21:38

Þrettándagleðin

Þrettándagleði Þyts

 
Blysför verður farin frá Pakkhúsi KVH

kl. 18:00 miðvikudaginn 6.janúar 2010.

Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en gangan hefst.

Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna, fram hjá sjúkrahúsinu, dvalarheimilinu og að reiðhöll félagsins.

Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.

Söngur, leikir, gleði og gaman.

Eins og oft áður verða kakó, kaffi og vöfflur til sölu

Vonumst til að sjá sem flesta hvort sem það er gangandi eða á hestum.

P.s. ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagskráin breyst. Það verður þá nánar auglýst á heimsíðu félagsins www.123.is/thytur

 

Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum og mikið verður um börn á hestbaki.

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108778
Samtals gestir: 495749
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 19:11:25