Færslur: 2010 Júlí

08.07.2010 21:38

Félagsferð Þyts



Stefnt er að félagsferð Þyts dagana 15. - 19. júlí ef næg þátttaka fæst.

Fimmtudagur 15. júlí: Hvammstangi - Gauksmýri
Föstudagur 16. júlí: Gauksmýri - Þverárhreppur
Laugardagur 17. júlí: Heiðargötur - Vatnsnes
Sunnudagur 18. júlí: Riðið í Hamarsrétt eða Hvammstanga.
Mánudagur 19. júlí: Etv riðið inn á Hvammstanga frá Hamarsrétt seinni partinn.

Aldurstakmark 18 ár.

Skráningu þarf að vera lokið mánudaginn 12. júlí kl. 20.00.
Skráning og upplýsingar hjá Öllu í síma 868-8080 eða hjá Þórdísi í síma 867-3346

07.07.2010 19:54

Hestaíþróttir á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi

 

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi nú um verslunarmannahelgina, 30 .7 - 1.8. Meðal keppnisgreina eru hestaíþróttir. Keppt verður í tveimur flokkum, barnaflokki ( 11 - 13. ára) og unglingaflokki (14 - 18 ára) í tölti og fjórgangi. Keppnin fer fram á svæði hestamannafélagins Skugga við Vindás, rétt ofan við Borgarnes.


Skráning hefst 12. júlí og lýkur 23. júlí og fer fram í gegn um heimasíðu mótsins, http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/.  Þar er einnig að finna meiri upplýsingar. Forkeppnin hefst kl. 11 föstudaginn 30. júlí  og síðan fara úrslit fram á laugardag. Þátttakendur  geta fengið hesta hýsta á mótsstað og eins verður unnt að halda þeim til beitar. Vona aðstandendur mótsins til þess að sem flestir mæti og taki þátt í því sem boðið verður upp á um helgina. Sérgreinastjóri hestaíþrótta gefur allar nánari upplýsingar, s: 898-4569 netfang  kristgis@simnet.is .
Kristján Gíslason sérgreinastjóri


03.07.2010 21:14

Blysfari frá Fremra-hálsi

Blysfari frá Fremra-Hálsi gerði það gott á kynbótasýningunni á Vindheimamelum sem kláraðist nú í dag. Blysfari er skrefmikill og hágengur 5 vetra alhliðahestur og fór í 8.31 í aðaleinkunn. Blysfari er undan Arði frá Brautarholti og 1.verðlauna hryssunni Frigg frá Fremra-Hálsi. Blysfari er hæst dæmda afkvæmi Arðs enn sem komið er. Ræktandi og eigandi Blysfara er Jón Benjamínsson. Geðslagið er frábært og hreyfingarnar einstakar.
 

 


Blysfari veriður í hólfi á Lækjamóti það sem eftir lifir sumars. ATH! FOLATOLLURINN ER FRÍR FYRIR 1.VERÐLAUNA HRYSSUR! - eins og pláss leyfir. Fyrir 1.verðlauna hryssur kostar 25 þúsund með vsk. Innifalið í því er hagagjald og ein sónarskoðun. Fyrir aðrar hryssur kostar folatollurinn 70 þúsund með hagagöngu og einni sónarskoðun plús vsk. Athugið að 1.verðlauna hryssur ganga fyrir.

Tekið verður á móti hryssum þriðjudaginn 6. júlí, eða eftir samkomulagi. Hesturinn verður settur í miðvikudaginn 7. júlí. Hægt verður að bæta við hryssum hjá Blysfara í sumar, eftir samkomulagi.

Upplýsingar og pantanir á laekjamot@laekjamot.is eða hjá Friðriki í síma 899-7222 eða Sonju í síma 866-8786


IS-2005.1.25-038 Blysfari frá Fremra-Hálsi

Aðaleinkunn: 8,31



Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,45


Höfuð: 7,5
   2) Skarpt/þurrt   H) Smá augu   K) Slök eyrnastaða  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur   7) Háar herðar   D) Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   8) Góð baklína  

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið  

Fótagerð: 7,5
   6) Þurrir fætur   J) Snoðnir fætur  

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: 1) Réttir  
   Framfætur: D) Fléttar  

Hófar: 9,0
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   7) Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip  

Brokk: 9,0
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta  

Skeið: 8,0
   4) Mikil fótahreyfing  

Stökk: 8,5
   2) Teygjugott   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0
   1) Taktgott  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,0


 

 

 

Flettingar í dag: 1096
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958681
Samtals gestir: 50224
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 10:38:14