Færslur: 2011 Maí

11.05.2011 20:00

Folalda- og ungfolasýning

Folalda- og ungfolasýning var haldin í Þytsheimum á Hvammstanga 1.maí sl. Fresta þurfti sýningu þessari fyrr í vetur og sökum þéttrar dagskrár hestamanna í Húnavatnssýslum var ekki hægt að halda hana fyrr. Þátttaka var því ekki eins góð og mörg undanfarin ár þar sem sauðburður var byrjaður hjá mörgum bændum. Engu að síður komu fram mörg álitleg tryppi og álitleg stóðhestefni.

Dómari var Eyþór Einarsson og gaf hann tryppunum stig bæði fyrir byggingu og hæfileika.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Folöld ( veturgömul )

Hryssur:


1. Salka frá Hólabaki , rauð. Faðir Seifur frá Hólabaki . Móðir Elding frá Hólabaki.

Eigandi Björn Magnússon. Bygging: 70 hæfileikar 76 Aðaleinkun 74 stig.

2. Snilld frá Syðri-Völlum, jörp. Faðir Kraftur frá Efri-Þverá. Móðir Rakel frá Sigmundarstöðum. Eigandi Ingunn Reynisdóttir. Bygging: 73 hæfileikar 71 Aðaleinkun 72 stig.

3. Arabella frá Skagaströnd, rauðblesótt. Faðir Hnolli frá Fellskot. i Móðir Sól frá L-Kambi. Eigandi Þorlákur Sveinsson. Bygging: 75 hæfileikar 69 Aðaleinkun 71 stig.

Hestar:


1. Hávarður frá Syðri-Völlum, brúnn. Faðir Dofri frá Steinnesi Móðir Hending frá Sigmundarstöðum. Eigandi Gunnar Reynisson. Bygging: 76 hæfileikar 78 Aðaleinkun 77 stig.

2. Henrý fra Kjalarlandi, rauðskjóttur. Álfur frá Selfossi Móðir Regína frá Flugumýri. Eigandi Hall og Vilhjálmur. Bygging: 67 hæfileikar 84 Aðaleinkun 77 stig.

3. Herjan frá Syðri-Völlum, jörp. Dofri frá Steinnesi Móðir Venus frá Sigmundarstöðum. Eigandi Ingunn Reynisdóttir. Bygging: 68 hæfileikar 80 Aðaleinkun 75 stig.

2ja vetra stóðhestar:


1. Davíð frá Hólabaki, brúnn. Faðir Auður frá Lundum Móðir Dreyra Hólabaki. Eigandi Björn Magnússon. Bygging: 79 hæfileikar 86 Aðaleinkun 83 stig.

2. Hástígur frá tóru-Ásgeirsá, bleikálóttur. Faðir Meyvant frá Feti Móðir Píla frá Stóru-Ásgeirsá. Eigandi Elías Guðmundsson. Bygging: 71 hæfileikar 80 Aðaleinkun 76 stig.

3j vetra stóðhestur.


1. Kjalar frá Hólabaki, rauður. Faðir Kaspar frá Kommu Móðir Sandra frá Hólabaki. Eigandi Björn Magnússon. Bygging: 76 hæfileikar808 Aðaleinkun 78 stig.




09.05.2011 23:26

Landsmót UMFÍ 50 +

Almennur kynningafundur á Landsmóti UMFÍ 50+ verður haldinn miðvikudaginn 11. maí næstkomandi í Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan 20:30. Fundurinn er opinn öllum íbúum Húnaþings vestra.

Þeir sem stunda verslun og ferðaþjónustu eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.

08.05.2011 22:02

Íþróttamót Skugga


Íþróttamót Skugga var haldið laugardaginn 7. maí. Þytsfélagar stóðu sig vel á mótinu og má sjá úrslit mótsins hér.

08.05.2011 12:04

Æskan og hesturinn



Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og voru til fyrirmyndar í öllu sem þau gerðu. Þytur var í fimm atriðum, fánareið, disney fjör, munsturreið og tvö atriði með fimleikum á hesti, og var öllum atriðum fagnað. Æskulýðsnefnd Þyts á heiður skilið fyrir alla vinnuna sem þau lögðu í að þjálfa krakkana fyrir sýninguna. Félögin sem tóku þátt í þessari sýningu voru Neisti, Léttir, Hringur, Léttfeti, Svaði, Stígandi, Glæsir og Þytur.



www.nordanatt.is

08.05.2011 12:00

Trausti




Tréhesturinn er kominn með nafn og heitir TRAUSTI tillaga frá ÍSÓLFUI LINDAL, hér á myndinni að ofan sést að hann er efnilegur í fimleikunum og hlýtur að fara að æfa þá næsta vetur :)

07.05.2011 10:48

Grettir frá Grafarkoti



F: Dynur frá Hvammi
M: Ótta frá Grafarkoti

Verður til afnota í Grafarkoti í allt sumar, verð 60.000 + vsk. Upplýsingar í síma 860-2056 Indriði eða 848-8320 Hedda.

06.05.2011 22:36

Stóðhestar




Eitill frá Stóru-Ásgeirsá
F: Huginn frá Haga
M: Gleði frá Stóru-Ásgeirsá

Eitill verður í allt sumar á Stóru-Ásgeirsá. Hann slasaðist á framfæti og verður því ekki sýndur í sumar.
Kostar kr 40.000.- undir hann með öllu.



Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá
F: Huginn frá Haga
M: Eldspýta frá Stóru-Ásgeirsá

Eldfari verður hjá mér eftir Landsmót og kostar kr 80.000.- undir hann með öllu.
__________________________________________________

Elías Guðmundsson
Stóru-Ásgeirsá
531 Hvammstanga
Simi +354 4512568
        +354 8949019

03.05.2011 23:49

Dagssetningar móta sumarið 2011



Úrtaka og Gæðingamót Þyts 11. og 12. júní
Firmakeppni Þyts 17. júní
Landsmót UMFÍ 50 + 24. - 26. júní
Landsmót 26. júní - 3. júlí
Íþróttamót Þyts 20. - 21. ágúst



Fleiri mót sjá hér.
Flettingar í dag: 1710
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939599
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:13:50