Blogghistorik: 2012 Nästa sida

30.04.2012 20:41

Reiðmaðurinn

Reiðmaðurinn, spennandi valkostur fyrir þá hafa áhuga á því að auka við þekkingu sína.  Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er tilbúinn að koma með námið hingað norður ef næg þáttaka fæst (12-14 manns). Námið fer þannig fram að það er verkleg kennsla eina helgi í mánuði + bóklegt nám,  um er að ræða nám sem spannar yfir tvö ár (fjórar annir).Námið er mjög fjölbreytt og hentar mjög breiðum hópi hestamanna og þeir sem hafa stundað námið láta vel af því. Nánari upplýsingar um námið má sjá á vefsíðu landbúnaðarháskólans www.lbhi.is


Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Pálmi á netfangið palmiri@ismennt.is eða

í síma 8490752 sem fyrst.


Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í  reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. 

Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima. 

Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. 

Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, en að faglegri uppbyggingu námsins kemur Gunnar Reynisson, Þorvaldur Kristjánsson ásamt stundakennurum Reiðmannsins.

30.04.2012 14:38

Hólkar fyrir fána




Er einhver með í sínum fórum hólkana fyrir fána til að vera með á fætinum þegar verið er að reiða fána? Ef svo er vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu Evu í síma 868-2740

28.04.2012 19:54

Æskulýðssýning

 

Æskulýðssýning hestamannafélagsins verður haldin 1. maí nk. í reiðhöllinni Þytsheimum kl. 17:00.

Krakkar úr æskulýðsstarfinu sýna ýmis fjölbreytt og skemmtileg atriði á hestum.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis :)


27.04.2012 15:24

Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 2.maí nk. í félagshúsi Þyts og hefst kl. 21:00.

Dagskrá:

Málefni Þytsheima

Félagsjakkar

Önnur mál.


24.04.2012 21:17

Nýjir keppnisjakkar

Stjórn félagsins er þessa dagana að kanna áhuga félagsmanna á því að panta nýja keppnisjakka. Fram hefur komið áhugi á að breyta lit jakkanna úr grænum yfir í svartan. Ástæðan fyrir því er að erfitt er fá græna jakka þar sem panta þarf efnið í þá erlendis frá, ásamt því að þá þarf að panta fleiri jakka í einu.
Síðustu daga hefur stjórnin verið að hringja á heimili félagsmanna en ekki hefur tekist að ná í alla og því er fólk beðið um að deila þessari frétt sem víðast.
Jakkana verður hægt að máta á morgun, miðvikudaginn 25. Apríl eftir kl. 17.00 í Lindarbergi en einnig er hægt að hringja í síma 863-7786 ef fólk vill máta fyrr um daginn. Jafnframt verður hægt að máta jakkana fimmtudaginn 26. Apríl til kl. 19.00 á Lækjamóti hjá Vigdísi


 

Stjórn Þyts

20.04.2012 08:23

Nefndir félagsins


Ef það er einhver sem hefur áhuga á að starfa í einhverri af nefndum hestamannafélagsins, endilega hafið samband við einhvern úr stjórninni sem fyrst eða senda á email: thytur1@gmail.com

Stjórn Þyts

18.04.2012 13:40

Upptaka á söluhrossum.

Fyrirhugað er að stofna heimasíðu fyrir söluhross á Norðurlandi vestra. Hrossaræktarsamtökin á Norðurlandi vestra hafa samið við Elku Guðmundsdóttur um að sjá um og reka síðuna. www.icehorse.is

Elka verður stödd í Húnavatnssýslun sunnudaginn 22.apríl nk. til að taka upp söluhross á myndbönd og taka ljósmyndir.

Félagar í hrossaræktarsamtökunum geta mætt til myndatöku á eftirtöldum stöðum og tíma:

Blönduósi   kl. 10:00-14:00

Hvammstanga kl 15:00-19:00

Nánari upplýsingar gefa formenn samtakana Jóhann Albertsson s 869-7992 og Magnús Jósefsson s.897-3486

17.04.2012 14:05

Sláturhúsmót


Fyrirhuguðu Sláturhúsmóti sem átti að vera á föstudaginn nk, 20.04 fellur niður.

17.04.2012 08:47

Nú er allt að gerast!

 

Undirbúningur fyrir 20. Landsmót hestamanna er nú í fullum gangi en allt stefnir í að mótið verði hið glæsilegasta og að vel verði hægt að gera við gesti í sjón og leik. Nú hefur dagskrá keppnis- og sýningarhluta mótsins verið birt.

Áhugasamir geta því farið að skipuleggja dagana í brekkunni og merkja við þá dagskrárliði sem helst freista þeirra en allir sannir hestaáhugamenn ættu að finna eitthvað fyrir sinn snúð í dagskránni. Að venju er einnig hressandi skemmtidagskrá á mótinu og munu nánari upplýsingar um hana birtast á næstu dögum.

 

Þá viljum við einnig minna á að forsala aðgöngumiða er til 15.maí og það er því ekki seinna vænna að tryggja sér miða á góðu verði.

 

Skelltu þér á miða:

www.midasala.landsmot.is

 

Merktu við þitt uppáhald í dagskránni:

http://www.landsmot.is/static/files/Dagskra/Dagskra2012_islenska-.pdf

15.04.2012 10:09

Úrslit lokamótsins í Húnvetnsku liðakeppninni

  Fanney og Grettir frá Grafarkoti
 

Þá er Húnvetnsku liðakeppninni lokið árið 2012. Lið 3 vann keppnina með miklum yfirburðum og fékk 257 stig. Í öðru sæti varð lið 2 með 184,5 stig í þriðja sæti varð lið 1 með 140,5 stig og í fjórða sæti lið 4 með 122 stig. Komnar mjög margar myndir frá deginum inn í myndaalbúm.

Úrslit dagsins urðu:

1. flokkur
A-úrslit


1    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,39

2    Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,28

3    Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,89

4    James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,39

5    Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 5,89 

B-úrslit


5    Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,00

6-7    Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 5,83

6-7    Hlynur Þór Hjaltason / Ræll frá Hamraendum 5,83

8    Guðmundur Þór Elíasson / Fáni frá Lækjardal 5,72

9    Elvar Logi Friðriksson / Líf frá Sauðá 5,50 


2. flokkur
A-úrslit


1    Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti 6,17

2-3    Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 6,11

2-3    Jóhanna Friðriksdóttir / Rauðka frá Tóftum 6,11

4    Greta Brimrún Karlsdóttir / Hula frá Efri-Fitjum 6,00

5    Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,78

6    Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,50 

B-úrslit


5-6    Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,67

5-6    Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 5,67

7    Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,39

8    Halldór Pálsson / Fleygur frá frá Súluvöllum 5,28

9    Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir / Hrannar frá Galtanesi 5,00  

 

3. flokkur
A-úrslit


1    Jóhannes Geir Gunnarsson / Þróttur frá Húsavík 5,50 (eftir sætaröðun)

2    Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,50 (eftir sætaröðun)

3-4 Höskuldur B Erlingsson / Börkur frá Akurgerði 5,28

3-4    Kjartan Sveinsson / Tangó frá frá Síðu 5,28

5    Gunnlaugur Agnar Sigurðsson / Ganti frá Dalbæ 5,22 

B-úrslit



5    Höskuldur B Erlingsson / Börkur frá Akurgerði 5,28

6    Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum 5,00

7    Sigríður Alda Björnsdóttir / Skuggi frá Sauðadalsá 4,83

8    Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum 4,56

9-10    Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir / Ljómi frá Miðengi 4,44

9-10    Pétur H. Guðbjörnsson / Klerkur frá Keflavík 4,44

11    Hedvig Ahlsten / Leiknir frá frá Sauðá 4,39 
 

Unglingaflokkur
A-úrslit


1    Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 6,00

2    Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 5,89

3    Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 5,61

4    Eva Dögg Pálsdóttir / Sjón frá Grafarkoti 5,28

5    Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 4,89 

B-úrslit


5    Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 5,56

6 Viktoría Eik Elvarsdóttir / Máni frá Fremri-Hvestu 4,94

7    Fríða Björg Jónsdóttir / Blær frá Hvoli 4,89

8-9    Telma Rún Magnúsdóttir / Efling frá Hvoli 4,72

8-9    Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 4,72 


Einstaklingskeppnin:

1. flokkur

(Ísak tók við bikarnum fyrir hönd Ísólfs)

1. Ísólfur L Þórisson 40 stig
2. Fanney Dögg Indriðadóttir 36 stig
3. Elvar Logi Friðriksson 29 stig

2. flokkur

(Ísak tók við bikarnum fyrir hönd Vigdísar)

1. Vigdís Gunnarsdóttir 25 stig
2. Kolbrún Stella Indriðadóttir 21 stig
3. Gréta B Karlsdóttir 19 stig

3. flokkur

(tvær ungar dömur tóku við bikurunum fyrir hönd Jóhannesar og Rúnars)

1. Rúnar Örn Guðmundsson 17 stig
2. Höskuldur Erlingsson 8,5 stig
3.Jóhannes Geir Gunnarsson 8 stig

Unglingaflokkur


1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 16 stig
2. Birna Olivia Ödqvist 11 stig
3. Helga Rún Jóhannsdóttir 9 stig

Sigurliðið að fagna :)


Spurningakeppnin fór þannig að lið 2 sigraði, í öðru sæti var lið 1, í þriðja sæti lið 3 og í fjórða sæti lið 4.


Mótanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem hefur komið að keppninni í vetur, bæði hópur af frábæru starfsfólki og rosalegur fjöldi af keppendum.

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar 
 

 

12.04.2012 23:13

Ráslistar fyrir töltið í Húnvetnsku


Hér fyrir neðan má sjá ráslista og dagskrá fyrir Húnvetnsku liðakeppnina á laugardaginn. Mótið hefst kl. 13.30. 

Dagskrá:

Unglingaflokkur
3. flokkur

2. flokkur

1. flokkur
b úrslit unglingaflokkur
b úrslit 3. flokkur
b úrslit 2. flokkur
b úrslit 1. flokkur

a úrslit unglingaflokkur

a úrslit 3. flokkur
a úrslit 2. flokkur

a úrslit 1. flokkur



Ráslistar:

1. flokkur


Holl Hönd Knapi Hestur Lið

1 H Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2

1 H Sverrir Sigurðsson Vág frá Höfðabakka 1

2 H Guðmundur Þór Elíasson Silfra frá Stóradal 3

2 H James Bóas Faulkner Flugar frá Barkarstöðum 3

3 V Helga Rós Níelsdóttir Frægur frá Fremri-Fitjum 1

3 V Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum II 3

4 H Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti 2

4 H Þóranna Másdóttir Carmen frá Hrísum 2

5 V Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili 3

5 V Herdís Einarsdóttir Brúney frá Grafarkoti 2

6 V Hlynur Þór Hjaltason Ræll frá Hamraendum 1

6 V Elvar Logi Friðriksson Líf frá Sauðá 3

7 H Sverrir Sigurðsson Dröfn frá Höfðabakka 1

7 H Pálmi Geir Ríkharðsson Greipur frá Syðri-Völlum 2

8 V Jón Kristófer Sigmarsson Árdís frá Steinnesi 4

8 V Helga Rós Níelsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum 1

9 H Guðmundur Þór Elíasson Fáni frá Lækjardal 3

9 H Ísólfur Líndal Þórisson Kvaran frá Lækjamóti 3

10 H James Bóas Faulkner Vígtýr frá Lækjamóti 3



2.flokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið

1 V Jónína Lilja Pálmadóttir Svipur frá Syðri-Völlum 2

1 V Harpa Birgisdóttir Heilladís frá Sveinsstöðum 4

2 V Halldór Pálsson Fleygur frá frá Súluvöllum 2

2 V Vigdís Gunnarsdóttir Návist frá Lækjamóti 3

3 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Gæska frá Grafarkoti 2

3 H Sigríður Lárusdóttir Ræll frá Gauksmýri 2

4 V Agnar Logi Eiríksson Njörður frá Blönduósi 4

4 V Greta Brimrún Karlsdóttir Hula frá Efri-Fitjum 3

5 H Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi 4

5 H Þorgeir Jóhannesson Bassi frá Áslandi 1

6 V Sigurður Rúnar Pálsson Brynjar frá Flugumýri II 3

6 V Jóhanna Friðriksdóttir Rauðka frá Tóftum 3

7 V Ingveldur Ása Konráðsdóttir Æsir frá Böðvarshólum 2

7 V Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Heikir frá Galtanesi 1

8 V Þórður Pálsson Áfangi frá Sauðanesi 4

8 V Jóhann Albertsson Stúdent frá Gauksmýri 2

9 H Ragnar Smári Helgason Kóði frá Grafarkoti 2

9 H Harpa Rún Ásmundsdóttir Spói frá Skíðbakka I 4

10 V Vigdís Gunnarsdóttir Sögn frá Lækjamóti 3

10 V Malin Person Vorrós frá Syðra-Kolugili 3

11 V Halldór Pálsson Goði frá frá Súluvölum 2

11 V Harpa Birgisdóttir Dynur frá Sveinsstöðum 4

12 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti 2

12 H Halldór Sigfússon Seiður frá Breið 1

13 H Jónína Lilja Pálmadóttir Fold frá Brekku 2

13 H Anna-Lena Aldenhoff Maríuerla frá frá Gauksmýri



3.flokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið

1 H Hanifé Muller Ofsi frá frá Enni 4

1 H Gunnar Þorgeirsson Birta frá Efri-Fitjum 3

2 H Höskuldur B Erlingsson Börkur frá Akurgerði 4

2 H Sóley Elsa Magnúsdóttir Snærós frá Hvammstanga 1

3 V Lena Kamp Goði frá frá Ey

3 V Kjartan Sveinsson Tangó  frá frá Síðu 1

4 V Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Freyr frá Litlu-Ásgeirsá 1

4 V Steinbjörn Tryggvason Þráður frá Síðu 1

5 H Sigríður Alda Björnsdóttir Skuggi frá Sauðadalsá 2

5 H Pétur H. Guðbjörnsson Klerkur frá Keflavík 1

6 V Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Sverta frá Ósabakka 2 1

6 V Lena-Marie Pettersson Fjöður frá Grund 1

7 H Gunnlaugur Agnar Sigurðsson Ganti frá Dalbæ 2

7 H Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Konráð frá Syðri-Völlum 2

8 V Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Hrannar frá Galtanesi 1

8 V Helena Halldórsdóttir Garpur frá Efri-Þverá 1

9 H Hedvig Ahlsten Leiknir  frá frá Sauðá 2

9 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi 4

10 H Jón Benedikts Sigurðsson Dama frá Böðvarshólum 2

10 H Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3

11 V Sigtryggur Sigurvaldason Máni frá Helguhvammi II 3



Unglingaflokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið

1 V Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Demantur frá Blönduósi 4

1 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti 3

2 H Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði 1

2 H Harpa Hrönn Hilmarsdóttir Garpur frá Haga 4

3 V Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Næmni frá Grafarkoti 3

3 V Fríða Björg Jónsdóttir Blær frá Hvoli 1

4 V Helga Rún Jóhannsdóttir Oddviti frá Bessastöðum 2

4 V Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku 3

5 V Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 1

5 V Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi 4

6 V Telma Rún Magnúsdóttir Efling frá Hvoli 1

6 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Fremri-Hvestu 3

7 V Birna Olivia Ödqvist Jafet frá Lækjamóti 3

7 V Ásdís Freyja Grímsdóttir Djákni frá Bakka 4

8 V Hákon Ari Grímsson Gleði frá Sveinsstöðum 4

8 V Fríða Lilja Guðmundsdóttir Funi frá Fremri-Fitjum 1

9 H Eva Dögg Pálsdóttir Sjón frá Grafarkoti 2

9 H Sólrún Tinna Grímsdóttir Gjá frá Hæl 4

10 V Fanndís Ósk Pálsdóttir Nn frá Breiðabólsstað 1

10 V Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Neisti frá Skeggsstöðum 4




Eftir mótið verður til sölu grillað kjöt og meðlæti svo engar áhyggjur þarf að hafa af kvöldmat :)

 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

11.04.2012 09:53

10.04.2012 19:48

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Húnvetninga

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Húnvetninga verður haldinn á Gauksmýri fimmtudaginn 12.apríl nk og hefst kl.20:30.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Einnig verður kynnt sameiginlegt markaðsátak hrossaræktarsamtaka á Norðurlandi vestra.

Félagar mætum sem flest. Nýir félagar velkomnir.

 

                                                                              Stjórn HSVH.

10.04.2012 14:00

Lokaskráningardagur á morgun 11.04


Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og 3. flokki og unglingaflokki í tölti T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt). Mótið verður laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 13.30 og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 11. apríl. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt. Ekki verður snúið við. Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.  
Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

09.04.2012 17:45

Úrslit Þytsheimatölts 2012

Skemmtilegt mót var haldið í dag í Þytsheimum. Keppt var í tölti T7 í barnaflokki og tölti T3 í unglingaflokki, 3., 2. og 1. flokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur eink fork/úrslit:


1. sæti Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Næmni frá Grafarkoti: 6,00/6,50
2. sæti Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði: 5,3/6,25
3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Fjöður frá Grund: 6,0/6,00
4. sæti Telma Rún Magnúsdóttir og Hrafn frá Hvoli: 4,8/5,25
5. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Sesar frá Súluvöllum ytri 3,8/4,50
6-7. sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Búi frá Akranesi: 2,8/4,25
6.-7. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Þokki frá Hvoli: 3,0/4,25

Unglingaflokkur eink fork/úrslit:


1. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir og Jafet frá Lækjamóti: 5,7/6,17
2. sæti Fríða Björg Jónsdóttir og Blær frá Hvoli 5,3/5,83
3. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Kasper frá Grafarkoti 5,2/5,33

3. flokkur eink fork/úrslit:


1. sæti Gunnlaugur Agnar Sigurðsson og Ganti frá Dalbæ 5,5/5,5
2. sæti Helena Halldórsdóttir og Garpur frá Efri-Þverá: 4,2/5,33
3. sæti Þórdís Helga Benediktsdóttir og Skuggi frá Sauðadalsá 4,8/5,00
4. sæti Aðalheiður Einarsdóttir og Hrafn frá Fornusöndum 4,2/4,83
5. sæti Irina Kamp og Glóð frá Þórukoti 4,7/4,67

2.flokkur eink fork/úrslit:
A-úrslit


1. sæti Gréta B Karlsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,00/7,00
2. sæti Vigdís Gunnarsdóttir og Návist frá Lækjamóti 6,00/6,83
3. sæti Þorgeir Jóhannesson og Bassi frá Áslandi 6,00/6,67
4.-5. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gæska frá Grafarkoti 5,80/6,33
4.-5. sæti Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti 6,00/6,33
6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Vág frá Höfðabakka 5,70/6,17

B-úrslit


6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Vág frá Höfðabakka 5,70/6,83
7. sæti Halldór Pálsson og Fleygur frá Súluvöllum 5,3/6,67
8. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum 5,7/6,50
9. sæti Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri 5,3/6,33
10. sæti Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Æsir frá Böðvarshólum 5,5/6,17
11. sæti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Hrannar frá Galtanesi 5,7/6,00

1.flokkur eink fork/úrslit:


1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Framtíð frá Leysingjastöðum II: 6,50/7,17
2. sæti Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti: 6,50/7,00
3. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Greipur frá Syðri-Völlum 6,30/6,83
4. sæti Elvar Logi Friðriksson og Líf frá Sauðá 6,20/6,50
5. sæti Þóranna Másdóttir og Carmen frá Hrísum 5,70/6,33
6. sæti James Bóas Faulkner og Tígur frá Hólum 5,70/6,17


Mótanefnd þakkar starfsfólki og keppendum fyrir skemmtilegan dag í Þytsheimum :) 

Myndir komnar inn í myndaalbúm.


Antal sidvisningar idag: 3098
Antal unika besökare idag: 123
Antal sidvisningar igår: 1500
Antal unika besökare igår: 92
Totalt antal sidvisningar: 960683
Antal unika besökare totalt: 50269
Uppdaterat antal: 19.4.2024 22:57:03