Færslur: 2013 Janúar

06.01.2013 12:46

Frumtamninganámskeiði lokið

Það voru kampakátir þáttakendur sem luku frumtamninganámskeiðinu í dag.  

 

Þau sem tóku þátt voru sammála um að mjög vel hefði tekist til og er það ekki síst frábærum kennara að þakka.  Við erum aldeilis heppin að hafa svona reynslubolta eins og Þóri Ísólfsson á svæðinu til að leiðbeina okkur og þetta námskeið verður vonandi árviss viðburður héðan í frá.   Nokkrar myndir eru komnar inn frá námskeiðinu, þær má sjá hér

04.01.2013 19:38

Járninganámskeið!

Járninganámskeið fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna verður haldið helgina 11.-13.janúar 2013, ef næg þáttaka fæst. 

Kennari: Kristján E. Gíslason járningameistari. 

Námskeiðið hefst með fyrirlestri á föstudagskvöldinu, kl.20 í kaffistofu Þytsheima.  Verkleg kennsla fer svo fram á laugardegi og sunnudegi, gert er ráð fyrir 2.klst á mann í verklegu. Einnig mun hann vera með sýnikennslu/kynningu á heitjárningum.

Þáttakendur mæta með sinn hest, en einnig verða lappir í boði fyrir byrjendur og þá sem það vilja. wink  Skeifur og fjaðrir eru innifaldar. 

Verð: 22.000kr. 

Skráning og/eða nánari upplýsingar hjá Öldu í síma: 847 8842 og hjá Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is fyrir miðvikudaginn 9.janúar.

Fræðslunefnd Þyts

04.01.2013 11:02

Þrettándagleði

 

Þrettándagleði

Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00

Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.
Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.

Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.

Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is
 Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.

Flettingar í dag: 884
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 954818
Samtals gestir: 49969
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 16:10:26