Blogghistorik: 2018 Visa kommentarer

30.07.2018 08:29

Opna íþróttamót Þyts 2018

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 11. - 12. ágúst 2018.

Mótanefnd ákvað að hafa lokadag skráningar snemma til að kanna þátttöku og áskilur sér rétt til fella mótið niður ef þátttaka verður þannig að mótið standi ekki undir sér. Einnig áskilur mótanefnd sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Lokadagur skráningar er fimmtudagurinn 2. ágúst og skráning er í mótakerfi Sportfengs.

Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. Fyrir börn og unglinga 1.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Greinar: 
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur 
4-gangur V2 og tölt T3 2. flokkur 
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu) 
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu) 
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu) (V2 í Sportfeng)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir. 
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T2 1.flokkur
T7 og V5 (v2 annað í Sportfeng)
gæðingaskeið 
100 metra skeið

Mótanefnd

22.07.2018 10:23

Tveir Íslandsmeistarar

 

Þytsfélagar eru að standa sig mjög vel á Íslandsmótinu í Reykjavík, við eignuðumst tvo ÍSLANDSMEISTARA :) 

Guðmar Hólm varð Íslandsmeistari í fimi barna á Daníel frá Vatnsleysu með einkunnina 6,81, aldeilis glæsilegt hjá þeim félögum. Hann keppti einnig á Kóral frá Lækjarbotnum og náði þriðju bestu einkunninni á honum 6,67. Guðmar vann sér einnig rétt til að keppa í b-úrslitum í tölti og fjórgangi á Daníel frá Vatnsleysu og einnig í a-úrslitum í tölti og fjórgangi á Nútíð frá Leysingjastöðum sem hann valdi til að keppa á í a-úrslitunum og gerði sér lítið fyrir og vann fjórgang barna með einkunnina 6,67 og er því orðinn þrefaldur Íslandsmeistari. Hann varð svo í 6.sæti í tölti barna með einkunnina 6,28 og samanlagður sigurvegari. 

 

Eysteinn Tjörvi varð í 4. sæti í fimi unglinga á Þokka frá Litla Moshvoli og Bryndís í 5.sæti á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. 

Eysteinn Tjörvi gerði sér svo lítið fyrir varð Íslandsmeistari í 100 metra skeiði unglinga á Viljari frá Skjólbrekku á tímanum 7,8 sek. Frábær árangur hjá þessum flottu knöpum. 

 

Jói Magg náði líka frábærum árangri í 100 metra skeiði og varð í 2.sæti á Fröken frá Bessastöðum á tímanum 7,49 sek. á eftir heimsmeistaranum Konráði Val og Kjarki frá Árbæjarhjáleigu sem hlupu á 7,42 sek. 

 

Helga Una og Álfrún frá Egilsstaðakoti voru einnig í a-úrslitum í fimmgangi og höfnuðu í 3-5.sæti með einkunnina 7,19 og hún varð í 3.sæti á Lyftingu frá Þykkvabæ I í T2 með einkunnina 7,38. 

 

Til hamingju öll - ÁFRAM ÞYTUR 

 
 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 1262
Antal unika besökare idag: 17
Antal sidvisningar igår: 4666
Antal unika besökare igår: 49
Totalt antal sidvisningar: 936590
Antal unika besökare totalt: 49492
Uppdaterat antal: 28.3.2024 12:00:47