Færslur: 2019 Mars

12.03.2019 09:40

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum er framundan

Keppt verður í fimmgangi í þriðja móti Meistaradeildar KS í hestaíþróttum. Hér má sjá ráslistann, Þytsfélagar sem mæta til keppni eru Ísólfur Líndal Þórisson og Sabrína frá Fornusöndum, Elvar Logi Friðriksson og Eva frá Grafarkoti og Jóhann Magnússon og Mjölnir frá Bessastöðum
Keppni hefst klukkan 19:00, horfa má á beina útsendingu á netinu gegn vægu gjaldi ef smellt er
hér.

Nr. Knapi Hestur

1 Líney María Hjálmarsdóttir Nátthrafn frá Varmalæk

2 Fanndís Viðarsdóttir Bergsteinn frá Akureyri

3 Elvar Einarsson Roði frá Syðra-Skörðugili

4 Ísólfur Líndal Þórisson Sabrína frá Fornusöndum

5 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum

6 Anna Björk Ólafsdóttir Stjarni frá Laugavöllum

7 Guðmar Freyr Magnússon Sóta frá Steinnesi

8 Finnbogi Bjarnason Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli

9 Elvar Logi Friðriksson Eva frá Grafarkoti.

10 Arnar Bjarki Sigurðarson Snillingur frá Íbishóli

11 Konráð Valur Sveinsson Losti frá Ekru

12 Sigrún Rós Helgadóttir Halla frá Kverná

-15 mín hlé-

13 Viðar Bragason Þórir frá Björgum

14 Skapti Steinbjörnsson Hrafnista frá Hafsteinsstöðum

15 Sina Scholz Nói frá Saurbæ

16 Artemisia Bertus Herjann frá Nautabúi

17 Snorri Dal Engill frá Ytri-Bægisá I

18 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum

19 Magnús Bragi Magnússon Ljósvíkingur frá Steinnesi

20 Þórarinn Eymundsson Þráinn frá Flagbjarnarholti

21 Vignir Sigurðsson Salka frá Litlu-Brekku

22 Bjarni Jónasson Viðja frá Hvolsvelli

23 Pétur Örn Sveinsson Hlekkur frá Saurbæ

24 Gísli Gíslason Trymbill frá Stóra-Ási

08.03.2019 09:28

NORÐLENSKA MÓTARÖÐIN ÞRIÐJA MÓT, T7/T4

Ákveðið hefur verið að keppt verði í T7 og slaktaumatölti í Þytsheimum á Hvammstanga 16.mars og hefst kl. 13.00.

T3 og skeið í gegnum höllina á Sauðárkróki 30.mars.

Þriðja mót Norðlensku mótaraðarinnar verður laugardaginn 16. Mars í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 13. mars.
Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í T7 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, ungmennaflokk, unglingaflokki og barnaflokki, Slaktaumatölt meira vanir (skráist undir 1.fokkur í sportfeng) og minna vanir (skráist sem 2.flokkur í sportfeng). Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka ef ekki er næg þáttaka. Pollar skrá sig einnig til leiks.

Keppt verður í T7 í öllum flokkum, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt - snúið við - Frjáls ferð á tölti.
Slaktaumatölt T4 í meira vönum (1 flokk) og minna vönum (2 flokk), forkeppni riðin skv. stjórn þular: Frjáls hraði á tölti - Hægt tölt - snúið við - Tölt við slakan taum.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir ungmenni og unglinga. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í Pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.

Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Staðan eftir fyrstu tvö mótin er:

Þytur 134 stig
Skagfirðingur 80 stig
Neisti 68 stig


Börn
Dagbjört 24
Indriði Rökkvi 20
Linda 8
Sandra Björk 8
Embla Lind 7

Unglingar
Eysteinn 20
Rakel Gígja 19
Bryndís 14
Stefanía 12
Ásdís Freyja 10

Ungmenni

Ásdís Brynja 22
Anna Herdís 20
Herjólfur 10
Sólrún Tinna 8
Ásta Guðný 7

3 flokkur
Eva Lena 20
Ragnar Smári 18
Malin 17
Jóhannes 13
Ingunn Birna 12

2 flokkur
Sveinn Brynjar 18
Sandra María 12
Live Marie 10
Þóranna 10 
Sverrir Sig 9
Marie 9

1 flokkur
Haffí 16
Logi 14,5
Axel 12
Bergrún 12
Kolbrún Gr 10

06.03.2019 09:41

Úrslit í Norðlensku mótaröðinni F2/V5


Annað mótið í  Norðlensku mótaröðinni fór fram laugardaginn 2. mars á Sauðárkróki og voru yfir 60 skráningar í fjórgang V5 og fimmgang F2. Keppt var í 3.flokki, 2.flokki,1,flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. flokkur F2
A úrslit:
1.sæti Axel Ásbersson, Freyja frá Hjarðarholti 6,76
2.sæti Hallfríður Sigurbjörg Óládóttir Kvistur frá Reykjarvöllum 6,74
3.sæti Sigrún Rós Helgadóttir, Halla frá Kverná 6,71
4.sæti Elvar Logi Friðriksson Eva frá Grafarkoti 6,48
5.sæti Jóhann Magnússon, Mjölnir frá Bessastöðum 6,31
6.sæti Finnur Jóhannesson, Kolbrún frá Rauðalæk 6,00

B úrslit:
6. sæti Axel Ásbergsson og Freyja frá Hjarðarholti 6,69 
7. sæti Herdís Einarsdóttir og Trúboði frá Grafarkoti 6,381
8. sæti Jósef Gunnar Magnússon og Kvika frá Steinnesi 6
9. sæti Ann Kathrin Berner og Stimpill frá Hestheimum 5,905
10. sæti Þorsteinn Björn Einarsson og Fossbrekka frá Brekkum 5,786

2. flokkur F2
A-úrslit:
1.sæti Sandra María Stefánsdóttir, Mánadís frá Litla-dal 6,33
2.sæti Liva Marie Hvarregaard, Harka frá Holtsenda 5,88
3.sæti Jóhann Albertsson, Sinfónía frá Gauksmýri 5,69
4.sæti Þóranna Másdóttir, Ganti frá Dalbæ 5,62
5.sæti Sveinn Brynjar Friðriksson, Sæla frá Grafarkoti 5,55
6.sæti Magnús Ásgeir Elíasson, Lómur frá Stóru-Ásgeirsá 5,52

B úrslit:
6. sæti Liva Marie Hvarregaard N og Harka frá Holtsenda 2 5,71
7. sæti Sandy Carson og Svöl frá Austurkoti 5,24
8. sæti Martta Uusitalo og Dalrós frá Papafirði 5,07
9. sæti Halldór P. Sigurðsson og Tindur frá Þjórsárbakka 4,83
10. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir og Eik frá Hvammstanga 4,17
11. sæti Vibeke Thoresen og Þrymur frá Syðstu-Fossum 3,83

Ungmennaflokkur F2
A úrslit:
1.sæti Ásdís Brynja Jónsdóttir, konungur frá Hofi 6,00
2.sæti Herjólfur Hrafn Stefánsson Hnota frá Glæsibæ 5,29
3.sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir, Frægur frá Fremri-Fitjum 4,90
4.sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, Gráskinna frá Grafarkoti 4,86

3.Flokkur V5
A-Úrslit 
1.sæti Ingunn Birna Árnadóttir, Bragi frá Björgum 6,04
2.sæti Ragnar Smári Helgason, Stuðull frá Grafarkoti 5,96
3.sæti Eva-Lena Lohi, Kolla frá Hellnafelli 5,79
4.sæti Malin Person , Sæfríður frá Syðra-Kolugili 5,75
5.sæti Jóhannes Ingi Björnsson, Gróp frá Grafarkoti 5,42
6.sæti Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Freyja frá Víðidalstungu 4,42

Unglingaflokkur V5
A-Úrslit 
1.sæti Þórgunnur Þórarinsdóttir, Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,71
2.sæti Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson, Þokki frá Litla-Moshvol 6,58
3.sæti Stefanía Sigfúsdóttir, Ljómi frá Tungu 6,33
4.sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Grámann frá Grafarkoti 6,29
5.sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir, Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 6,08

B úrslit:
6. sæti Björg Ingólfsdóttir og Hrímnir frá Hvammi 2 6,08
7. sæti Ásdís Freyja Grímsdóttir og Pipar frá Reykjum 5,83
8. sæti Margrét Ásta Hreinsdóttir og Hrólfur frá Fornhaga II 5,62
9.sæti Hulda Siggerður Þórisdóttir og Frökk frá Hvammi 4,79
10. sæti Sara Líf Elvarsdóttir og Aggi frá Sauðárkróki 4,42
11. sæti Aldís Arna Óttarsdóttir og Þrándur frá Sauðárkróki 0,45

Barnaflokkur A-Úrslit V5
1.sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, Dropi frá Hvoli 6,33
2.sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson, Vídalín frá Grafarkoti 6,17
3.sæti Sandra Björk Hreinsdóttir, Demantur frá Hraukbæ 5,79
4.sæti Embla Lind Ragnarsdóttir, Sóldís frá Hléskógum 5,17
5.sæti Freyja siff Busk Friðriksdóttir, Karamella frá Varmalæk 4,17

Niðurstaða forkeppninnar er hægt að sjá í LH Kappa appinu.

06.03.2019 08:34

Firmakeppni Þyts 2019 - ATHUGIÐ BREYTT DAGSETNING



Hestamannafélagið Þytur heldur sína árlegu firmakeppni sunnudaginn 17. mars og áætlað er að keppnin hefjist klukkan 14:00 í Þytsheimum.

Keppt verður í 5 flokkum;  polla, barna, unglinga, karla og kvennaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki nema í pollaflokki þar fá allir keppendur viðurkenningu fyrir þátttöku.

GAMAN VÆRI AÐ SJÁ SEM FLSTA KEPPENDUR Í BÚNINGUM.

Búningaverðlaun verða veitt í barna, unglinga, karla og kvennaflokki.

Boðið verður upp á pylsur, bakkelsi, kaffi, kakó og djús á staðnum .

Eins og fyrri ár verður skráning keppenda í firmakeppnina á staðnum og því gott að mæta stundvíslega.

Firmakeppnisnefnd

Flettingar í dag: 2116
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 940005
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:02:43