19.01.2009 14:53

Viðtalið

  Myndin er af Hrímu frá Hofi en hún er geld og komin á járn og er spræk þótt hún sé búin að vera í folaldseign síðan 2002 og búin að eignast 7 folöld

Þriðji viðmælandi minn er Tryggvi Björnsson. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni Hörpu Hermannsdóttur. Fjölskyldan er orðin mjög stór en Tryggvi á fjóra syni, svo það stefnir í að Tryggvi hafi fullt af vinnumönnum eftir nokkur ár.

Tryggvi rekur hestamiðstöðina Hrímahesta ehf. Árið 2004 byggði Tryggvi stórt hesthús á Blönduósi þar sem starfssemin hefur farið vaxandi ár frá ári. Núna vinnur hjá honum Ninni Kullberg frá Finnlandi.  Í dag eru á húsi 25 hross og þarf af 12 stóðhestar, eða þeir Akkur frá Brautarholti  8,57, Bragi frá Kópavogi 8,16, Frontur frá Fremra-Hálsi 7,95, Gígur frá Hólabaki 7,90, Glampi frá Stóra Sandfelli, Hróður frá Blönduósi, Kafteinn frá Kommu, Penni frá Glæsibæ 8,00, Sólmundur frá Úlfsstöðum 7,97 svo einhverjir séu nefndir.

 Kafteinn frá Kommu

Ég ákvað að spjalla við Tryggva og heyra stemmninguna á Blönduósi.



Af þínum hrossum, hvaða hrossum ertu spenntastur yfir að temja? Kafteinn frá Kommu fer mjög vel af stað í tamningu,  eins er hryssa sem ég á og heitir Hildur frá Blönduósi undan Adam frá Ásmundastöðum og Hlökk frá Hólum, Hlökk er móðir Hryms og Hrímu frá Hofi.  


Ertu ekki með einhver spennandi hross í tamningu?
  Saga frá Þóreyjarnúpi fer mjög vel af  stað og eins Penni frá Glæsibæ sem er Parkerssonur sem fór í fyrstu verðlaun í fyrra 4v. og margt fleira.


Undan hvaða stóðhestum eignuðust þið folöld síðastliðið vor?
  Álf frá Selfossi, Akk frá Brautarholti, Gára frá Auðsholtshjálegu og fleirum..


Undan hvaða stóðhestum eignist þið folöld á næsta ári?
  Álfi frá Selfossi, Hugin frá Haga, Kerúlf frá Kollaleiru, Hróð frá Refsstöðum, Gretti frá Grafarkoti, Akk frá Brautarholti og Hróð frá Blönduósi


Ertu búinn að selja mörg hross á þessu og síðasta ári?
 
  Á milli 20 og 30 hross á síðasta ári.


Eru allir fjölskyldumeðlimir jafn áhugasamir í hestamennskunni?
 Ég og Aron erum mest
í þessu en Kristófer er alltaf klár í hestaferðirnar.  Hermann sá yngsti heldur að hann sé hestur. Og Anton er að fá smá áhuga. 


Las á vef LHhesta.is að þú og Magnús í Steinnesi hafið keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi og að þú verðir með hann í keppnisbrautinni á komandi tímabili. Stefnir þú með hann í úrtökuna fyrir KS-deildina þann 28. jan nk?
  Í KS deildina stefni ég ekki þetta árið. En með Braga er stefnan að mæta í tölt, fimmgang og A flokk þegar við erum klárir í slaginn og svo á einhver ísmót vonandi. 


Á heimasíðu Hrímahesta,
www.hrima.is, sá ég að komið er hlutafélag um stóðhest fæddan 2008, Kapal frá Kommu, sem er undan Álfi frá Selfossi og Kjarnorku frá Kommu. Um hann eru 60 hlutir. Hver er sagan á bakvið þennan stóðhest og hvers vegna telur þú að þessir aðilar hafi keypt hlut í honum?  Það voru nokkrir aðilar sem hvöttu mig í þetta og voru vibrögðin frábær en það komust færri að en vildu. Ég held að menn sjái þarna spennandi ætt eins og bræður hans sanna þeir Kappi og Kaspar frá Kommu.


Í vetur verður haldin skemmtileg liðakeppni hérna í Húnaþingi vestra, og heyrst hefur að þú munir keppa með liði 3 sem eru Víðdælingar og Fitjárdalur, er eitthvað til í því?
  Já ég verð í þessu liði  enda á ég ekki heima í neinu öðru liði og held ég að ég sé einn mesti Víðdælingurinn í hópnum,  það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá mínu liði, reyndar sé ég ekkert lið sem getur  unnið okkur.

 
Hildur frá Blönduósi                                        Kapall frá Kommu

Flettingar í dag: 2118
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937446
Samtals gestir: 49496
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:59:29