19.10.2018 12:43
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra.
Verður haldin hátíðlega laugardaginn 27. október 2018 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Frábær matur að hætti Þórhalls Magnúsar Sverrissonar
og skemmtun sem endar svo með dúndrandi dansiballi með strákunum úr Kókos og Hrafnhildi Ýr.
Húsið opnar kl. 19:30 og hátíðin hefst kl. 20:00 Miðaverð er 7500 kr.
Einnig verður selt sér inn á dansleikinn fyrir litlar 2500 kr.
Miðasala fer fram dagana 22.-24. okt. í Söluskálanum (sjoppunni) einungis hægt að borga með reiðufé.
Hægt verður að borga fyrir ósótta miða við inngang Félagsheimilisins á hátíðinni sjálfri.
Þau bú sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins eru:
Efri-Fitjar - Efri-Þverá - Grafarkot - Höfðabakki - Lækjamót - Víðidalstunga II
Takið daginn frá og fögnum árinu saman :)
Nefndin