Færslur: 2010 Nóvember

24.11.2010 21:52

Kort í Þytsheima

Frá og með 1. desember nk þurfa notendur að eiga kort í höllina sem gildir frá 1. desember 2010 til 10. september 2011. Stjórn reiðhallarinnar hefur ákveðið að halda gjaldskrá óbreyttri. Gjald Þytsfélaga er 20.000.- og má greiða inn á 1105-05-403351 kt. 550180-0499. Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727.

Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að stúkurnar séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.

Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.

Reykingar eru bannaðar og hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.

Heimasíða Þytsheima er: http://hvammstangahollin.bloggar.is/blogg/ þar sem stundartaflan mun verða sýnileg ásamt öðrum upplýsingum sem korthafar geta nálgast.

Verðskrá vegna notkunar á Hvammstangahöllinni er eftirfarandi:

Árskort fyrir meðlimi Þyts                                     20.000 kr
Árskort fyrir aðra                                                  25.000 kr
Dagpassi                                                              2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00        5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga                 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar                                5.000 kr

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30-20:00 á virkum dögum.
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi.
Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af árskorti í reiðhöll þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.



Stjórnin

24.11.2010 14:52

Hestafimleikar - skráning

Svo það sé ljóst, þá þurfa þeir sem ætla að vera í hestafimleikum að skrá sig á fundinum á morgunn, eða hjá einhverjum nefndarmanni. Svo verður haft samband við þá, sem skrá sig, og þeir boðaðir á fund um skipulag þeirra.
Vonandi er þetta klárt hjá öllum?

Æskulýðsnefndin

22.11.2010 20:49

Efni Æskulýðsnefndarfundarins

Fundur um vetrarstarfið hjá

Æskulýðsnefnd Þyts

 í Hvammstangahöllinni

fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00

 

 Mjög áríðandi er að þau börn og unglingar, sem ætla að vera með í sýningum, reiðþjálfun eða knapamerki í vetur mæti með foreldrum eða forráðamönnum. Við þurfum að vita hver þátttakan er til að skipuleggja starfið.

Mjög áríðandi er að þið tilkynnið strax á hverju þið hafið áhuga, því ekki er víst að hægt sé að bæta í hópana eftir að skráningu líkur.

Eins ef lítil þátttaka er munu námsskeið falla niður.

Það sem í boði verður er:

Reiðnámskeið fyrir byrjendur, reiðnámskeið fyrir lengra komna, Knapamerki 1, Knapamerki 2, reiðhallarsýningar, hestafimleikar, eru óskir um annað?.

Hvetjum alla krakka sem vilja byrja í starfinu, en eru ekki í Þyt, að mæta með foreldri eða forráðamann með sér.

Þeir sem ekki geta mætt á fundinn þurfa að hafa samband við einhvern í nefndinni eða í tölvupósti thyturaeska@gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta, nýir félagar velkomnir.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

Gréta Karls., Lillý, Alla Einars., Sigrún Eva, Írena, Guðný og Þórdís Ben.


ATHUGIÐ!!! Sérstakur fundur verður auglýstur til að fjalla um hestafimleikana. Þessi fundur er því ekki um skipulag hestafimleikanna.

16.11.2010 23:59

Vetrarstarf Æskulýðsnefndar

Fimmtudagskvöldið 25. nóvember n.k. kl. 20:00 verður fundur í Hvammstangahöllinni. Rætt um vetrarstarfið og áhugasvið kannað. Nánar auglýst síðar.

Æskulýðsnefnd Þyts

15.11.2010 15:25

Ráðstefnan Hrossarækt 2010

Ráðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.

Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.

 

Dagskrá:

13:00   Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt

13:05   Hrossaræktarárið 2010 - Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

13:30   Heiðursverðlaunahryssur 2010

13:45   Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)

13:55   Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins

14:05   Erindi:

-           Hreyfigreiningar á feti og tölti, Gunnar Reynisson, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri

-           Fóðurnýting og fóðurþarfir - er íslenski hesturinn einstakur? Sveinn Ragnarsson, Háskólanum á Hólum

-           Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu hnakks, Einar Reynisson, meistaranemi í hestafræðum, LBHÍ, Hvanneyri

15:10   Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2010     

15:30   Kaffihlé

16:00   Kynning á nýjum verðlaunagrip sem veittur verður á landsmótum til minningar um Þorkel Bjarnason, Sveinn Steinarsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

16:05   Umræður um erindin og ræktunarmál almennt

17:00   Ráðstefnuslit
 
 

Fagráð í hrossarækt

01.11.2010 19:54

Uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtakanna


Knapar ársins. Ninni, Gréta og Tryggvi.

Þá er stórri uppskeruhátíðarhelgi lokið hjá Þyt. Á laugardaginn var uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts haldin í félagsheimilinu Ásbyrgi kl. 13.00 og um kvöldið var uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu og Þyts haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga.

Tóta fór yfir árið, þar kom fram að  Þórir Ísólfsson var með reiðþjálfun fyrir krakkana, níu krakkar tóku þátt í Knapamerki 1, Senjoríturnar sem eru tíu stelpur fóru með atriði á Æskan og hesturinn í Reykjavík og fengu þær mikið hrós fyrir atriðið. 
Viðurkenningar voru veittar fyrir Fimleika á hesti, reiðþjálfun hjá Þóri, Knapamerki 1, þátttöku í sýningum á árinu og svo til Litlu snillinganna. Fengu krakkarnir einnig að gjöf höfuðleður og nasamúl, en þess má geta að verslunin Hestar og menn styrktu Æsulýðsnefndina vegna gjafanna. Ný Æskulýðsnefnd tók svo til starfa og mun hún starfa fram að næstu uppskeruhátíð en það eru þær Vigdís, Lillý Sigurjónsdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir, Irina Kamp, Aðalheiður Einarsdóttir, Þórdís Helga Benediktsdóttir og Guðný Helga Björnsdóttir. Formaður nefndarinnar er Gréta Brimrún Karlsdóttir.

Sigrún Kristín Þórðardóttir veitti viðurkenningar fyrir knapa ársins í öllum flokkum. Knapi ársins 2010 í barnaflokki er Viktor Jóhannes Kristófersson. Knapi ársins í unglingaflokki er Fríða Marý Halldórsdóttir. Knapi ársins í ungmennaflokki er Ninni Kullberg, knapi ársins í 2. flokki er Gréta Brimrún Karlsdóttir og knapi ársins í 1. flokki er Tryggvi Björnsson.

Veislustjóri kvöldsins var Elísa Ýr og um matinn sá Þórhallur Magnús Sverrisbörn emoticon

 

Ræktunarbú ársins 2010 er GRAFARKOT. Jóhann Albertsson veitti viðurkenningar fyrir hönd Hrossaræktarsamtakanna. Veitt eru verðlaun fyrir 3 hæðst dæmdu kynbótahross í öllum flokkum, ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara. En hæst dæmda hryssan var Skinna frá Grafarkoti með aðaleink. 8,28 og hæst dæmdi stóðhesturinn var Sikill frá Sigmundarstöðum með aðaleink 8,30.

Hryssur 4 vetra:
1. Sýn frá Grafarkoti, aðaleink. 8,12 Sýn er hæst dæmda hryssan á landinu á árinu 2010
2. Sæla frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07
3. Unun frá Vatnshömrum, aðaleink. 7,93

Hryssur 5. vetra:
1. Birta frá Sauðadalsá, aðaleink. 8,16
2. Kara frá Grafarkoti, aðaleink. 8,06
3. Bylting frá Bessastöðum, aðaleink. 8,00

Hryssur 6. vetra:
1. Brimkló frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,15
2. Fregn frá Vatnshömrum, aðaleink. 8,09
3. Hugsýn frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07

Hryssur 7. vetra og eldri:
1. Skinna frá Grafarkoti, aðaleink. 8,28
2. Brimrún frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,17
3. Valadís frá Síðu, aðaleink. 8,03

Stóðhestar 4. vetra:
1. Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 8,11
2. Eitill frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 7,91
3. Lykill frá Syðri-Völlum, aðaleink. 7,78

Stóðhestar 5. vetra
1. Rammur frá Höfðabakka, aðaleink. 7,87

Stóðhestar 6. vetra
1. Friður frá Miðhópi, aðaleink. 8,21
2. Kaleikur frá Grafarkoti, aðaleink. 8,03
3. Erfingi frá Grafarkoti, aðaleink. 7,92

Stóðhestar 7. vetra og eldri
1. Sikill frá Sigmundarstöðum, aðaleink. 8,30
2. Hugleikur frá Galtanesi, aðaleink. 8,19
3. Ábóti frá Síðu, aðaleink. 7,91

Hryssur með afkvæmum
1. Venus frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati
2. Brá frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati


Eftir allar verðlaunaafhendingar voru skemmtiatriði þar sem skemmtinefnd Þyts fór á kostum. Veislugestir eru enn að jafna sig eftir hláturinn, sumir hásir en aðrir með strengi í maganum. Svo var ball með Geirmundi.

Myndir af herlegheitunum eru komnar inn í myndaalbúmið hérna á síðunni.


  • 1
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965091
Samtals gestir: 50513
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 11:19:27