Færslur: 2012 Júní

26.06.2012 22:58

LM 2012 - Staðan á þriðjudegi...


FLOTTIR :)


Þá er allri forkeppni lokið á LM. Okkar fólki hefur gengið vel og tók Vigdís margar myndir sem settar voru inn í myndaalbúm hérna á heimasíðunni. Börn, unglingar og ungmenni stóðu sig öll vel þótt þau hafi ekki náð inn í milliriðla og voru félaginu til mikils sóma.

Kafteinn frá Kommu

Af þeim knöpum sem keppt hafa fyrir hönd Þyts á mótinu hafa þeir Tryggvi Björns og Kafteinn frá Kommu náð lengst en þeir eru komnir í milliriðil sem fer fram á fimmtudagsmorgun. Spennandi verður að fylgjast með þeim félögum.


Síðan var keppt í milliriðli í B-flokki í dag og komst Þytsfélaginn Ísólfur beint inn í A-úrslit á Freyði frá Leysingjastöðum. TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR !!!!

Hér má svo sjá nokkrar myndir af flotta fólkinu okkar og margar fleiri inn í myndaalbúminu hérna á síðunni :)







20.06.2012 22:46

Æfingatímar á LM

Æfingatímar á LM, hér fyrir neðan má sjá æfingatímana sem Þytsfélagar hafa fyrir mótið á vellinum.

Fimmtudagur 21. Júní

Frjálst frá kl. 08.00 - 11.00

Föstudagur 22. Júní

Þytur /Snæfaxi æfingatími frá kl. 16.00 - 16.30

Enginn frjáls tími.

Laugardagur 23. Júní

Þytur æfingatími frá kl. 11.00 - 11.30

Frjáls tími frá kl. 13.00 - 13.30

Sunnudagur 24. Júní

Frjálst/knapafundur 18.00 - 19.00

Neisti/Þytur frá kl. 21.00 - 21.30

Alla æfingatíma má síðan sjá hér.

19.06.2012 18:58

Firmakeppni Þyts 2012

Barnaflokkur


Dómarar þetta árið voru Rakel Runólfsdóttir og Sesselja Aníta Ellertsdóttir. Stóðu þær sig bæði fagmannlega og vel.


Þátttakandi í pollaflokki var aðeins einn í ár og virðist því sem Þytsfélagar verði að fara að halda sig betur að verki í barneignum.

Þátttakandi þessi var:
Linda Rún Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku


Úrslit í keppninni voru eftirfarandi:

Barnaflokkur
1. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku, keppti fyrir Steypustöðina
2. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir á Auði frá Grafarkoti, keppti fyrir Gistiheimili Hönnu Siggu
3. Karítas Aradóttir á Gyðju frá Miklagarði, keppti fyrir Urðun ehf.

Unglingaflokkur
1. Fríða Björg Jónsdóttir á Skugga frá Brekku, keppti fyrir Leirhús Grétu
2. Kristófer Smári Gunnarsson á Óttari frá Efri-Þverá, keppti fyrir Selasetrið
3. Helga Rún Jóhannsdóttir á Prins frá Hesti, keppti fyrir Melstaðarkirkju

Kvennaflokkur
1. Fanney Dögg Indriðadóttir á Drápu frá Grafarkoti, keppti fyrir Stóru-Ásgeirsá
2. Herdís Einarsdóttir á Ræmu frá Grafarkoti, keppti fyrir Búrfellsbúið
3. Gréta Brimrún Karlsdóttir á Dropa frá Áslandi, keppti fyrir Bessastaði

Karlaflokkur
1. Elvar Logi Friðriksson á Byr frá Grafarkoti, keppti fyrir Jón Böðvarsson Syðsta-Ósi
2. Jóhann Birgir Magnússon á Unun frá Vatnshömrum, keppti fyrir Lækjamót
3. Sverrir Sigurðsson á Rest frá Efri-Þverá, keppti fyrir Tvo Smiði

Viljum við þakka þeim fyrir sem styrktu okkur, öllum sem tóku þátt, sem og öðrum sem komu að keppninni.

Firmakeppnisnefnd

19.06.2012 12:24

Félagsjakkarnir komnir !!!

Félagsjakkarnir, bindin og barmmerkin eru mætt á svæðið og er hægt að nálgast þau hjá Kollu. Áður en búningurinn er afhentur þarf að millifæra upphæðina inn á reikning Þyts nr. 0159-26-001081 kt. 550180-0499. Jakkarnir kosta 30.000 kr., bindin 2.500 kr. og merkin 2.300 kr. og heildarupphæðin er því 34.800 kr.

15.06.2012 15:55

Firmakeppni Þyts 2012



Firmakeppni Þyts verður haldinn sunnudaginn 17. Júní 2012 á Hvammstanga og hefst kl. 17:00. Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.
Vonumst til að sjá sem flesta þar sem þetta er fjáröflun fyrir félagið.

Firmakeppnisnefnd

14.06.2012 19:51

Þolreið á landsmóti



Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní.

13.06.2012 23:28

Byr og Grettir frá Grafarkoti

Grettir frá Grafarkoti

F: Dynur frá Hvammi
M: Ótta frá Grafarkoti

Verður til afnota í Grafarkoti í allt sumar, verð 60.000 + vsk. Upplýsingar í síma 860-2056 Indriði eða 848-8320 Hedda.


Byr frá Grafarkoti




Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson

Mál (cm):

140 130 136 62 141 37 47 42 6.6 29.5 18.5

Hófa mál:

V.fr. 9,3 V.a. 9,1

Aðaleinkunn: 7,79

Sköpulag: 7,88
Kostir: 7,73


Höfuð: 7,5
6) Fínleg eyru 7) Vel borin eyru F) Krummanef

Háls/herðar/bógar: 7,5
D) Djúpur

Bak og lend: 8,0
3) Vöðvafyllt bak

Samræmi: 8,5
4) Fótahátt 5) Sívalvaxið

Fótagerð: 7,5
G) Lítil sinaskil

Réttleiki: 8,0
Afturfætur: 1) Réttir

Hófar: 8,5
4) Þykkir hælar 7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta D) Ójafnt

Brokk: 8,5
4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta 6) Svifmikið

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
1) Ferðmikið 2) Teygjugott 4) Hátt 5) Takthreint

Vilji og geðslag: 8,5
2) Ásækni 5) Vakandi

Fegurð í reið: 8,5
2) Mikil reising 4) Mikill fótaburður

Fet: 7,0
B) Skrefstutt

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,5


Byr er bráðefnilegur fjórgangshestur . Gjald 40,000 +vsk Upplýsingar í síma 860-2056 Indriði eða 848-8320 Hedda.

11.06.2012 20:30

Þjóðbúninga- og hestamannamessa

Frá messureið til Breiðabólsstaðarkirkju í júlí 2011.


Þjóðbúninga- og hestamannamessa verður haldin í Staðarbakkakirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk. kl. 11. Messan er sameiginleg fyrir Breiðabólsstaðar- og Melstaðarprestaköll og sóknarprestar beggja prestakalla þjóna í messunni. Félagar úr kór Melstaðar- og Staðarbakkasókna og kirkjukór Hvammstanga leiða sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.

Hestamenn leggja upp frá reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga kl. 9 árdegis og halda fram að Ósi og þaðan sem leið liggur Miðfjarðarárbakka fram að Staðarbakka. Hestarnir eru geymdir í gerði við fjárhúsin á meðan sungin er messa og messukaffi drukkið sunnan undir kirkjuvegg. Eftir messu fara allir aftur á bak og halda sömu leið út á Hvammstanga endurnærðir á sál og líkama.


10.06.2012 16:09

Úrslit úrtöku og gæðingamóts Þyts

Úrtöku fyrir landsmót og gæðingamóti Þyts lauk í dag um kaffileytið á A-flokki gæðinga. Í gær var keppti í forkeppni í öllum greinum, skeiði og endað á úrslitum í tölti. Í dag voru síðan bara riðin úrslit. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin og feitletruðu hrossin og knapar eru þau sem komin eru inn á landsmót.


Knapi mótsins var Karítas Aradóttir.


Glæsilegasti hestur mótsins var Kafteinn frá Kommu.


Hæst dæmda hryssa mótsins var Sif frá Söguey.


Barnaflokkur:


1    Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,33

2    Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 8,26

3    Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Næmni frá Grafarkoti 8,14 


Unglingaflokkur:


1    Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,37

2    Aron  Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 8,28

3    Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 8,20

4    Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 8,18

5    Eydís Anna Kristófersdóttir / Spyrna frá Syðri Reykjum 8,09 


Ungmennaflokkur:


1    Jóhannes Geir Gunnarsson / Nepja frá Efri-Fitjum 8,35 
2    Fríða Marý Halldórsdóttir / Geisli frá Efri-Þverá 8,25
3    Jónína Lilja Pálmadóttir / Greipur frá Syðri-Völlum 8,21 
4    Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Glófaxi frá Kópavogi 8,08 


B-flokkur


1    Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,55

2    Grettir frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,53

3    Sveipur frá Miðhópi / Tryggvi Björnsson 8,49

4    Dröfn frá Höfðabakka / Sverrir Sigurðsson 8,37

5    Brúney frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,36 


A-flokkur

1    Kafteinn frá Kommu / Tryggvi Björnsson 8,60

2    Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,44

3    Álfrún frá Víðidalstungu II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,38

4    Hera frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,23

5    Svipur frá Syðri-Völlum / Ingunn Reynisdóttir 8,17 


Tölt 1. flokkur


1    Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,50

2    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33  

3   Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,33  

4     Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 6,33

5    Þórhallur Magnús Sverrisson / Rest frá Efri-Þverá 5,94 


100 m skeið



1  James Bóas Faulkner og Flugar frá Barkarstöðum tími  8,90

2  Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum tími 8,90

3  Jóhann Magnússon og Hera frá Bessastöðum tími 9,62

4  Magnús Ásgeir Elíasson og Daði frá Stóru-Ásgeirsá tími 10,15

Forkeppni B-flokkur:

1 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,42
2 Kvaran frá Lækjamóti / Ísólfur Líndal Þórisson 8,41
3 Sif frá Söguey / Tryggvi Björnsson 8,34
4 Brúney frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,27
5 Sveipur frá Miðhópi / Tryggvi Björnsson 8,26
6-7 Dröfn frá Höfðabakka / Sverrir Sigurðsson 8,25
6-7 Grettir frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,25
8 Vottur frá Grafarkoti / Kolbrún Stella Indriðadóttir 8,17
9 Vág frá Höfðabakka / Þórhallur Magnús Sverrisson 7,67

Forkeppni A-flokkur:

1 Kafteinn frá Kommu / Tryggvi Björnsson 8,36
2 Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,34
3 Álfrún frá Víðidalstungu II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,28
4 Unun frá Vatnshömrum / Jóhann Magnússon 8,15
5 Hera frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,12
6 Skyggnir frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,07
7 Svipur frá Syðri-Völlum / Ingunn Reynisdóttir 8,06
8 Diljá frá Höfðabakka / Sverrir Sigurðsson 8,04
9 Daði frá Stóru-Ásgeirsá / Magnús Ásgeir Elíasson 7,97
10 Kveikur frá Sigmundarstöðum / Sigríður Ása Guðmundsdóttir 7,94
11 Alúð frá Lækjamóti / Ísólfur Líndal Þórisson 7,73
12 Lykill frá Syðri-Völlum / Pálmi Geir Ríkharðsson 7,56

08.06.2012 21:26

Ráslistar Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM

Hér fyrir neðan má sjá ráslista fyrir mótið á morgun, mótið byrjar  kl. 10.00

A-flokkur

1 Hera frá Bessastöðum Jóhann Magnússon

2 Álfrún frá Víðidalstungu II Ísólfur Líndal Þórisson

3 Sváfnir frá Söguey Tryggvi Björnsson

4 Dimma frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson

5 Skyggnir frá Bessastöðum Jóhann Magnússon

6 Lykill frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson

7 Svipur frá Syðri-Völlum Ingunn Reynisdóttir

8 Kveikur frá Sigmundarstöðum Sigríður Ása Guðmundsdóttir

9 Unun frá Vatnshömrum Jóhann Magnússon

10 Harpa frá Margrétarhofi Elvar Logi Friðriksson

11 Diljá frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson

12 Alúð frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson

13 Kafteinn frá Kommu Tryggvi Björnsson

14 Frabín frá Fornusöndum Jóhann Magnússon

15 Daði frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson

B - flokkur

1 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Ísólfur Líndal Þórisson

2 Elding frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson

3 Sveipur frá Miðhópi Tryggvi Björnsson

4 Vág frá Höfðabakka Þórhallur Magnús Sverrisson

5 Vottur frá Grafarkoti Kolbrún Stella Indriðadóttir

6 Dröfn frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson

7 Grettir frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir

8 Brúney frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir

9 Kvaran frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson

10 María Una frá Litlu-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson

11 Sif frá Söguey Tryggvi Björnsson

Barnaflokkur

1 Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði

2 Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku

3 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Næmni frá Grafarkoti


Unglingaflokkur

1 Helga Rún Jóhannsdóttir Oddviti frá Bessastöðum

2 Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá

3 Eydís Anna Kristófersdóttir Rauðey frá Syðri-Reykjum

4 Róbert Arnar Sigurðsson Amon frá Miklagarði

5 Fríða Björg Jónsdóttir Skuggi frá Brekku, Fljótsdal

6 Birna Olivia Ödqvist Jafet frá Lækjamóti

7 Aron  Orri Tryggvason Stúdent frá Gauksmýri

8 Helga Rún Jóhannsdóttir Prins frá Hesti

9 Kristófer Smári Gunnarsson Arfur frá Höfðabakka


Ungmennaflokkur

1 Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík

2 Jónína Lilja Pálmadóttir Greipur frá Syðri-Völlum

3 Fríða Marý Halldórsdóttir Geisli frá Efri-Þverá

4 Rakel Rún Garðarsdóttir Hrókur frá Stangarholti

5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir Glófaxi frá Kópavogi

6 Jóhannes Geir Gunnarsson Nepja frá Efri-Fitjum


Tölt

1 Þórhallur Magnús Sverrisson Rest frá Efri-Þverá

2 Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum II

3 Vigdís Gunnarsdóttir Sögn frá Lækjamóti

4 James Bóas Faulkner Vígtýr frá Lækjamóti

5 Sverrir Sigurðsson Dröfn frá Höfðabakka

6 Herdís Einarsdóttir Brúney frá Grafarkoti

7 Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði

8 Sigríður Ása Guðmundsdóttir Kveikur frá Sigmundarstöðum
9 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti

10 Þórhallur Magnús Sverrisson Vág frá Höfðabakka

11 Ísólfur Líndal Þórisson Kvaran frá Lækjamóti

12 Þorgeir Jóhannesson Bassi frá Áslandi


100 m skeið

1 Jóhann Magnússon

2 James Bóas Faulkner

3 Jóhann Magnússon

4 Magnús Ásgeir Elíasson


07.06.2012 13:12

Sveipur frá Miðhópi


Sveipur mun í sumar taka á móti hryssum í Áslandi í Fitjárdal í Húnaþingi vestra.
Faðir Sveips er Huginn frá Haga I og móðir Þrenna frá Þverá í Skíðadal.
Sveipur er með 8,31 fyrir sköpulag og 8,11 fyrir hæfileika. Þar af hefur hann 9 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Sveipur var ekki sýndur á skeiði.

Verð pr. folatoll er 56.500 með girðingargjaldi, hagagöngu og virðisaukaskatti.
Fangskoðun er ekki innifalin.

Upplýsingar veitir Þorgeir Jóhannesson í síma 849-6682 og 451-4088


 

 

07.06.2012 11:58

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót



Mótið hefst kl. 10:00 laugardaginn 9. júní.

Dagskrá laugardag:
Tölt forkeppni
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Hádegishlé
A-flokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur 1.flokkur
Kaffihlé
100 metra skeið
Tölt úrslit

Sunnudagur mótið hefst kl 13:00

Úrslit:
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
B-flokkur 1. flokkur
Ungmennaflokkur
A-flokkur

03.06.2012 19:45

Blær frá Miðsitju


 

Blær tekur á móti hryssum í Gröf í Víðidal eftir landsmót, Blær er með 8,65 fyrir hæfileika og 8,48 í aðaleinkunn.

Faðir hans er Arður frá Brautarholti og móðir hans er Björk frá Hólum.


Verð pr folatoll er 90.000 með girðingargjaldi, hagagöngu og virðisaukaskatti.


Upplýsingar hjá Tryggva í síma 898-1057.



  • 1
Flettingar í dag: 1797
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939686
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:09