Færslur: 2019 Maí

30.05.2019 22:46

Vinnukvöld

 
 
 

Jæja duglegu Þytsmenn og Þytskonur, já og Þytskrakkar (um að gera að nota þá líka)

Það er komið að vinnukvöldi á reiðvellinum okkar, miðvikudaginn 5. júní n.k. mæting um sjöleytið eða eftir kvöldmatinn!

Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að koma og gera gagn :-) 

Stjórnin! 

30.05.2019 20:31

Opna íþróttamót Þyts 2019

mynd frá mótinu 2006

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 8. - 9. Júni 2019. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 5. júni inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Jónínu Lilju í síma 846-5284.

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1 flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2 flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið

Mótanefnd

10.05.2019 08:22

Keppnisaðstoð


Jónína Lilja Pálmadótir vill bjóða fólki sem ætlar að keppa á íþróttamótinu 8.- 9. júni (einnig þeim sem ætla ekki að keppa) uppá kennslu/aðstoð.  Kennt verður í reiðhöllinni og á hringvellinum 2 inná í einu í 30 mín. Mun aðstoða hvern og einn við að stilla hestinum sínum sem best upp. 


Kennt verður á miðvikudögum dagana 15., 22. og 29. maí og síðan 5 júni, þannig þetta eru samtals 4 reiðtímar. 

Hvet alla sem vilja aðstoð með hestinn sinn hvort sem hann ætlar að keppa eða ekki að nýta sér þetta.
Verð fyrir hvern þáttakanda er 12.000 

Skráning á netfangið joli@mail.holar.is eða í síma: 846-5284 


01.05.2019 09:16

Mót sumarsins


Í sumar verða haldin fjögur mót. Íþróttamót Þyts verður haldið 8. - 9. júní, gæðingamótið verður 13. - 14. júlí, þá verða kappreiðar haldnar sem hluti af dagskrá Elds í Húnaþingi og svo verður grill og gleði eftir þær og að lokum verður haldið létt gæðingamót á beinni braut í ágúst, dagsetning á því verður auglýst þegar nær dregur. 

Stjórn Þyts
  • 1
Flettingar í dag: 1797
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939686
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:09