Færslur: 2021 Nóvember

15.11.2021 12:19

Kort í höllina.

2022

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 15.11 2021 til 10. september 2022. Verið er að taka upp gólfið og vinna í því, en í lagi er að fara inn í höllina á meðan ekki er verið að vinna í gólfinu. 

Gjald Þytsfélaga er 23.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 
 
Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 23.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.500 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:00 og 19-24:00 5.500 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.500 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.500 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.

Hér má sjá lista yfir korthafa, http://thytur.123.is/page/38176/ 
Hér má sjá dagskrá vikunnar: http://thytur.123.is/page/9905/ 

Stjórn reiðhallarinnar

06.11.2021 17:48

Uppskeruhátíð frestað

Ákveðið hefur verið að fresta uppskeruhátíðinni um óákveðinn tíma í ljósi sottvarnaraðgerða. 

Skemmtinefndin

03.11.2021 10:25

Keppnisárangur 2021

Þeir félagsmenn sem kepptu á árinu eru beðnir um að senda inn keppnisárangur sinn til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is fyrir nk laugardag, 6.nóv. 

Stjórn Þyts
  • 1
Flettingar í dag: 1274
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939163
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:42:24