Færslur: 2014 Júlí

25.07.2014 12:18

Ágætu hrossaræktendur !!!

Viti frá Kagaðarhóli kemur í hólf á Þingeyrum laugardagskvöldið 26 júlí 2014

Þeir sem eiga pöntuð pláss vinsamlega komið með merarnar á laugardeginum - hægt er að bæta við merum

Nánari upplýsingar hjá Gunnari 895-4365


 

25.07.2014 10:50

Ábending til ferðafólks !!!

Ábending frá landeigendum, vakin er athygli á því að ÖLL hlið á reiðveginum eiga að vera lokuð.
Það hefur gerst oft i sumar að það "gleymist" að loka hliðum og hefur búfé komist út á þjóðveginn af þeim sökum.
Allir hestamenn sem er á ferðinni eru vinsamlegast beðnir að virða þetta.

10.07.2014 14:11

Íslandsmót 2014

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. - 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót - Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks ("læka" facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

08.07.2014 00:13

Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur fimmtu í tölti á Landsmóti

mynd: Vigdís Gunnarsdóttir

Þá er landsmóti lokið, veðrið setti aldeilis strik í reikninginn þetta árið og var bara ótrúlegt að sjá hvað knapar stóðu sig vel mv aðstæður. Hestakosturinn var auðvitað frábær og er eins og alltaf sé hægt að toppa hann milli móta. Einu úrslitin sem á eftir að segja frá hér á síðunni eru töltúrslitin en Ísólfur og Kristófer enduðu fimmtu í tölti á Landsmótinu með 7,5 í einkunn. Til hamingju Ísólfur.

5. Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
Hægt tölt: 7,5
Hraðabreytingar: 7,5
Yfirferð: 7,5
Aðaleinkunn: 7,5

05.07.2014 12:13

Hópreið á LM

Unga fólkið okkar tók þátt í hópreiðinni. Voru auðvitað flottust :)

 

 

Myndband af krökkunum má sjá hér.

 

05.07.2014 11:54

Meira af LM

mynd: Vigdís Gunnarsdóttir

 

Eftir milliriðla og b-úrslit er staðan þannig að Helga Una og Vág frá Höfðabakka enduðu í 9 sæti í tölti í gærkvöldi í b-úrslitunum með 7,72 í einkunn.  Ísólfur og Gandálfur voru einnig í b-úrslitum í gær í A-flokki en hættu keppni. Í b-flokki í  b-úrslitum hlaut Kristófer 8, 60 og 14.sæti.  Í kvöld keppa svo Ísólfur og Kristófer í A-úrslitum í tölti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

01.07.2014 22:10

Forkeppni lokið á LM


Ingvar Óli í barnaflokki

Við getum verið stolt af okkar fólki á landsmótinu, forkeppni lokið og öllum gengið nokkuð vel. Yngra fólkinu okkar gekk öllum mjög vel mv aðstæður, hross og reynslu. Ísólfur er með 3 hesta í milliriðli, 2 í B-flokki, þá Freyði og Kristófer og Gandálf í A-flokki. Eina sýningin sem mistókst var að Blær frá Miðsitju skeiðaði ekki. En veðrið hefur verið mjög vont, rok og rigning og bara ótrúlegt hvað hefur gengið eins og aðstæðurnar eru. Fleiri myndir koma inn á síðuna næstu daga.

Í barnaflokki stóð Ingvar Óli sig best á hryssunni Væntingu frá Fremri-Fitjum þau fengu einkunnina 8,20 og urðu í 39. sæti.
Hér er árangur barnanna:
39 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 8,2
54 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Æra frá Grafarkoti 8,052
59 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti 7,992

Í unglingaflokki stóð Eva hæst af Þytsfélögunum og aðeins 2 kommum frá milliriðl, enduðu í 35, sæti með einkunnina 8,36
Árangur unglinga:
35 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 8,358
46-48 Edda Felicia Agnarsdóttir / Alvara frá Dalbæ 8,292
65 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,218

Í ungmennaflokki voru Birna og Jafet mjög nálægt milliriðli, fengu 8,35 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá árangur ungmennanna:
36 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,348
64-68 Helga Rún Jóhannsdóttir / Mynd frá Bessastöðum 8,172
72 Kristófer Smári Gunnarsson / Frosti frá Höfðabakka 8,160

Árangur í B-flokki:

24 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,558
27 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,546
38-39 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,514 

Árangur í A-flokki:
Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur L Þórisson 8,48
Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon  8,38
Blær frá MIðsitju / Viðar Ingólfsson 7,44 ( skeiðaði ekki)



Gandálfur frá Selfossi


  • 1
Flettingar í dag: 1731
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 962559
Samtals gestir: 50319
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:11:01