Færslur: 2012 Mars

29.03.2012 14:35

Stóðhestaveislan




Hin árlega stórsýning stóðhestanna "Stóðhestaveislan" fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á laugardagskvöldið kemur, 31. mars og hefst kl. 20. Á fjórða tug stóðhesta mun koma fram ásamt mörgum knáum knöpum.

Forsala miða verður á stórsýningu Þyts annaðkvöld í sjoppunni og hjá Dóra Fúsa. Miðaverð er kr. 3.000 í forsölu, en kr. 3.500 við innganginn. Innifalið í miðaverðinu er stórglæsileg stóðhestabók, 370 blaðsíður að stærð þar sem kynntir eru 310 stóðhestar víðs vegar af landinu.

Hestarnir sem koma fram verða kynntir dagana fram að sýningu og hér fáum við fyrsta skammtinn:

Fursti frá Stóra-Hofi, sá mikli gæðingur, mun mæta til leiks ásamt afkvæmum sem spennandi verður að sjá. Fursti hlaut einmitt sinn hæsta dóm á Vindheimamelum og á því góðar minningar úr Skagafirðinum þar sem hann landaði m.a. 9.0 fyrir tölt, skeið og vilja/geðslag.

Heimahesturinn Kristall frá Varmalæk kemur fram, en hann er undan gæðingamóðurinni Kolbrúnu Hrafnsdóttur frá Sauðárkróki og Smárasyninum Kjarna frá Varmalæk. Þá mun fótaburðarhesturinn Stimpill frá Vatni láta sjá sig, en samkvæmt öruggum heimildum úr Dölunum hefur hann aldrei verið betri. Krákssonurinn Íslendingur frá Dalvík kemur líka á Krókinn en sá foli er stórættaður svo ekki sé meira sagt og á móðurmegin þau Þorra frá Þúfu og ofurhryssuna Söndru frá Bakka að afa og ömmu. Sannarlega spennandi blanda þar sem fróðlegt verður að berja augum.

Hringur frá Skarði kemur fram með sómaknapanum Heklu Katharínu Kristinsdóttur sem á síðasta ári sýndi hann í 9.0 fyrir skeið og vilja/geðslag meðal annars. Hringur var níundi í flokki 5v hesta á LM 2011, undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Móu frá Skarði.

Síðasti hesturinn sem við kynnum í þessu holli er svo Helgi frá Neðri-Hrepp, Keilissonur, undan Gustsdótturinni Glettu frá Neðri-Hrepp, en Gustur frá Hóli verður einmitt heiðurshestur sýningarinnar fyrir norðan og munu gleðja gesti með nærveru sinni.

Semsagt - spennandi sýning framundan! Tryggið ykkur miða með afslætti í forsölu - í fyrra var uppselt og mikil gleði :)

28.03.2012 22:59

Hestamenn athugið !!!



Dagana 2. - 7. apríl mun Anja Madsen frá Danmörku koma og hitta íslenska hestamenn, bæði frístunda hestamenn og atvinnumenn.
Anja  hefur verið með íslenska hesta í Danmörku síðastliðin 10 ár og hefur með mjög góðum árangri notað Aloe Vera  vörur frá Forever í hesthúsunum og langar hana að deila þeirri reynslu með okkur.

  

Í dag er Anja með 15 hesta á húsi og hefur á síðustu árum alið upp og selt nokkra hesta frá sér auk þess sem hún hefur sótt hesta hingað til lands. Anja hefur reynslu af mörgum algengustu vandamálunum sem fylgja því að vera með hesta, svo sem múkk, sár, sólbruna, maga og meltingarvandamál.
Frábært tækifæri fyrir alla áhugamenn um hesta til að fræðast um hvernig hægt er að nota náttúrulegar aloe vera vörur í daglegri umönnun hestanna og til að leysa ýmis vandamál sem upp kunna að koma. Allir velkomnir! Aðgangseyrir aðeins 500 kr.

2. apríl Hlíðarsmára  17, Kópavogi kl: 20:00
3. apríl í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi kl: 20:00
4.apríl Hlíðarsmára 17, Kópavogi kl: 20:00 takmarkaður sætafjöldi     Einungis fyrir dreifingaraðila.
5.apríl reiðhöllin Blönduósi kl. 20.30
6. apríl Mývatnssveit og Húsavík, nánar auglýst þegar nær dregur.
7. apríl Akureyri og nágrenni, nánar auglýst þegar nær dregur.

28.03.2012 13:48

Stórsýning Þyts 2012

í Þytsheimum föstudaginn 30. mars kl. 20:00.



Fram koma atriði úr æskulýðsstarfinu, ræktunarbú, hestafimleikar, skemmtilegt atriði um samspil manns og hests, æfð hópatriði, grínatriði, gæðingamæður framtíðarinnar ofl.


Aðgangseyrir 1500 kr.

Frítt fyrir 12 ára og yngri

25.03.2012 21:32

Töltmót í Þytsheimum 9. apríl


Töltmót verður í Þytsheimum, mánudaginn 9. apríl nk. og hefst kl. 13.00. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Skráning á thytur1@gmail.com og skal lokið fyrir miðnætti laugardagsins 7.apríl. Fram þarf að koma kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og upp á hvora hönd skal riðið. Ekki verður snúið við eftir hæga töltið.

25.03.2012 21:20

Grunnskólamót - úrslit

Þriðja og síðasta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í dag í Reiðhöllinni á Blönduósi. Frábær þátttaka var, góð stemming og veður gott, þótt það hafi rignt í örstutta stund þá létu krakkarnir það ekki á sig fá. Frábært að sjá hvað krakkarnir eru orðnir liprir reiðmenn hvort sem það er í tölti, fjórgangi, þrautabraut, smala eða skeiði. 

Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.

Varmahlíðarskóli vann stigakeppnina 4. skiptið í röð (allaf unnið) og óskum við þeim innilega til hamingju með það. En við vorum rétt á eftir þeim, var mjótt á munum á öllum mótunum, svo þetta vera skemmtilega spennandi.


Stigakeppnin fór svo:
1. sæti Varmahlíðarskól með 105 stig
2. sæti Grunnskóli Húnaþings vestra  með 94 stig
3. sæti Húnavallaskóli með 78 stig
4. sæti Árskóli með 42 stig
5. sæti Blönduskóli með 39 stig
6. sæti Grunnskólinn Austan Vatna 21 stig

Einstaklingskeppnina unnu:
1.-3. bekk  - Björg Ingólfsdóttir  með 30 stig
4.-7. bekk  -  Ingunn Ingólfsdóttir   með 18 stig
8.-10 bekk  -   Ásdís Ósk Elvarsdóttir  með 27 stig

Innilega til hamingju með flottan árangur í vetur.
Hestamannaféagið Þytur og Æskulýðsnefnd Þyts vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæra daga á mótunum, án ykkar er þetta ekki framkvæmanlegt. 


Úrslit í dag urðu þessi:


Þrautabraut 1. - 3. bekkur
  
nr.    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur
1    Björg Ingólfsdóttir    Varmahlíðarskóli    3    Skipper frá Enni
2    Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir     Gr. Húnaþings vestra    2    Raggi frá Bala
3    Katrín Ösp Bergsdóttir     Gr. sk. Austan vatna    2    Von frá Hofsstaðaseli
4    Olga María Rúnarsdóttir    Húnavallaskóli    3    Fiðringur frá Hnausum
5    Júlía Kristín Pálsdóttir    Varmahlíðarskóli    3    Náð frá Flugumýri II
6    Iðunn Eik Sverrisdóttir    Húnavallaskóli    2    Fjóla frá Lækjarskógi
7    Bjartmar Dagur Bergþórsson     Blönduskóli    3    Fagrajörp
8    Einar Pétursson    Húnavallaskóli    2    Jarl frá Hjallalandi
9    Hlíðar Steinunnarson     Blönduskóli    3    Blíðfari


    Smali 4. - 7. bekkur               
              
    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Magnea Rut Gunnarsdóttir    Húnavallaskóli    7    Sigyn frá Litla Dal    36,34
2    Sólrún Tinna Grímsdóttir    Húnavallaskóli    6    Frosti frá Flögu    38,18
3    Ásdís Freyja Grímsdóttir    Húnavallaskóli  4  Kæla frá Bergsstöðum    38,75
4    Leon Paul Suska    Húnavallaskóli    7    Neisti frá Bolungarvík    39,21
5    Eysteinn Tjörvi Kristinsson    Gr. sk. Húnaþings     4    Raggi frá Bala    42,15
6    Lilja Maria Suska    Húnavallaskóli    5    Laufi frá Röðli    42,44
7    Ásdís Brynja Jónsdóttir    Húnavallaskóli    7    Ör frá Hvammi    47,96
8    Viktor J. Kristófersson  Gr. sk. Húnaþings  7    Flosi frá Litlu-Brekku    48,93
9    Karítas Aradóttir    Gr. sk. Húnaþings     7    Gyðja frá Miklagarði    56,4
10    Guðmar Freyr Magnússon     Árskóli    6    Frami frá Íbishóli     58,65
                


    Smali 8. - 10. bekkur              

    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Ásdís Ósk Elvarsdóttir    Varmahlíðarskóli 8  Tenór frá Syðra-Skörðugili    34,96
2    Ragna V. Vésteinsdóttir    Varmahlíðarskóli    9    Blesi frá Litlu-Tungu II    36,21
3    Rakel Ósk Ólafsdóttir    Gr.sk. Húnaþings v    10    Rós frá Grafarkoti    36,78
4    Anna B. Vagnsdóttir    Varmahlíðarskóli    8   Móalingur frá Leirubakka    36,85
5    Gunnar Freyr Gestsson Varmahlíðarskóli 10 Styrnir f Hallgeirseyjarhjáleigu    38,31
6    Friðrún Fanný Guðmundsdóttir    Húnavallaskóli    10    Kalli    38,37
7    Fríða Björg Jónsdóttir   Gr.sk. Húnaþings v    Ballaða frá Grafarkoti    38,75
8    Birna Olivia Agnarsdóttir   Gr.sk. Húnaþings v 10 Funi frá Fr.-Fitjum    43,9

9    Hanna Ægisdóttir    Húnavallaskóli    10    Perla frá Reykjum    44,31



    Skeið                
                   
nr.    Nafn    skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Þórdís Inga Pálsdóttir    Varmahlíðarskóli    8    Boði frá Flugumýri II    4,03
2    Kristófer Smári Gunnarsson  Gr.sk.Húnaþings v 9    Kofri frá Efri-Þverá    4,21
3    Haukur Marian Suska    Húnavallaskóli   10    Tinna frá Hvammi 2    4,34
4    Helga Rún Jóhannsdóttir Gr. sk. Húnaþings v 10  Hvirfill frá Bessastöðum    4,34
5    Eva Dögg Pálsdóttir  Gr. sk. Húnaþings vestra 8 Kapall frá Grafarkoti    4,46

   


Krakkarnir samankomin eftir mótið en einhverjir voru farnir heim eða að ganga frá hestunum. Í heildina voru milli 60-70 krakkar að taka þátt í hverju móti fyrir sig í vetur. Glæsilegur hópur sem við megum vera stolt af. Til hamingju með flottan árangur í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur næsta vetur.


Eins og í fyrra þá voru veðlaunapeningarnir gerðir í FabLab vinnustofunni á Sauðárkróki Þeir eru hannaðir og heimasmíðaðir úr plexigleri en hugmynda af þeim fékk
Kristín Brynja Ármannsdóttir




fyrir mótið í fyrra  þegar hún heimsótti verknámshús Fjörlbrautarskóla Norðurlands vestra þar sem FabLab vinnustofa er staðsett. Sigríður Ólafsdóttir í Viðidalstungu hannaði hestinn og Kristín vann síðan peninginn í tölvu og skar hann út í FabLab vinnustofunni.
Færum við þeim Kristínu og Sigríði bestu þakkir fyrir, aldeilis frábær hugmynd, skemmtileg og öðruvísi.

25.03.2012 21:06

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þyts haldinn í
Þytsheimum 26. mars 2012 kl. 20.30

Dagskrá:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar

3.     Lagðir fram reikningar félagsins

4.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5.     Árgjald

6.     Kosningar

a.     Kosning stjórnar

-         Þrír stjórnendur til tveggja ára

b.     Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

c.      Tveir skoðunarmenn til eins árs

d.     Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

e.     Sex  fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

f.       Fjórir fulltrúar á LH þing

7.     Önnur mál.

24.03.2012 07:36

Grunnskólamót - ráslistar

Þriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sunnudaginn 25. mars kl: 13:00. 

Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,  500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst (með peningum - ekki kort).  

Ráslistar:








23.03.2012 23:36

Ís-landsmótið á Svínavatni A-flokkur úrslit

Hér má sjá video af úrslitunum í A-flokki.





Úrslit A-flokkur

1. Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,54
2. Páll Bjarki Pálsson Seiður frá Flugumýri 2 8,47
3. Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,46
4. Sæmundur Þ Sæmundarson Mirra frá Vindheimum 8,43
5. Elvar Eylert Einarsson Starkaður frá Stóru Gröf Ytri 8,40
6. Vignir Sigurðsson Spói frá Litlu- Brekku 8,34
7. Sverrir Sigurðsson Rammur frá Höfðabakka 8,28
8. Friðgeir Ingi Jóhannsson Ljúfur frá Hofi 8,21

23.03.2012 17:28

Ís-landsmótið á Svínavatni tölt úrslit

Hér má sjá video af úrslitunum í tölti á Ís-landsmótinu í Svínavatni 2012.





1. Barbara Wenzl Dalur frá Háleggstöðum 7,23
2. Arnar Bjarki Sigurðarson Rán frá Neistastöðum 7,00
3. Líney María Hjálmarsdóttir Kristall frá Varmalæk 6,93
4. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey 6,87
5. Sölvi Sigurðarson Kolvakur frá Syðri- Hofdölum 6,77
6. Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu 6,73
7. Hekla Katharína Kristinsd Hrymur frá Skarði 6,67
8. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 4,67

 

23.03.2012 09:24

Ís-landsmótið á Svínavatni B-flokkur

Hér má sjá video af úrslitunum í B-flokki á Ís-landsmótinu í Svínavatni 2012.



1.Barbara Wenzl - Dalur frá Háleggsstöðum - 8,76
2.Tryggvi Björnsson - Stimpill frá Vatni - 8,73
3.Hörður Óli Sæmundarson - Andri frá Vatnsleysu - 8,70
4.Arnar Bjarki Sigurðsson - Kaspar frá Kommu - 8,67
5.Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum - 8,64
6.Þórarinn Ragnarsson - Hrafnhetta frá Steinnesi - 8,59
7.Anna Kristín Friðriksdóttir - Glaður frá Grund - 8,51
8.Elvar Einarsson - Hlekkur frá Lækjarmóti - 8,49
9.Stefán Birgir Stefánsson - Gangster frá Árgerði - 8,40

22.03.2012 09:06

Úrslit KS deildarinnar í tölti

 Tryggvi og Stórval frá Lundi

Töltið í KS deildinni var í gærkvöldi. Þrír Þytsfélagar í úrslitum. Tryggvi Björnsson komst beint í A-úrslit á Stórval frá Lundi og enduðu þeir fimmtu með einkunnina 7,00. Í b-úrslitum voru Fanney Dögg og Ísólfur. Fanney og Grettir frá Grafarkoti enduðu í 6-7 sæti með einkunnina 7,17 og Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum enduðu 9. með einkunnina 7,06. Til hamingju með þetta knapar !!!


Fanney og Grettir                                                 Ísólfur og Freyðir

A úrslit

1. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum        7,89
2. Bjarni Jónasson Roði frá Garði                          7,67
3. Sölvi Sigurðarson Glaður frá Grund                    7,61
4. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri - Ey   7,33
5. Tryggvi Björnsson Stórval frá Lundi              7,0

B-úrslit                       

5. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey            7,22
6-7. Elvar Einarsson Lárus frá Syðra Skörðugili            7,17
6-7. Fanney Dögg Indriðad Grettir frá Grafarkoti     7,17
8. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk             7,11
9. Ísólfur L Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum   7,06
10. Erlingur Ingvarsson Skrugga frá Kýrholti                 6,78



Stigakeppni knapa

Bjarni Jónasson 22 stig

Sölvi Sigurðarson 21 stig

Ólafur Magnússon 18 stig

Ísólfur Líndal Þórisson 17 stig

Fleiri myndir sem Sigga tók í gærkvöldi




20.03.2012 10:36

Síðasta Grunnskólamótið í ár

Þriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi


sunnudaginn 25. mars kl: 13:00.

 

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut
4 - 10. bekkur smali
8. - 10. bekkur skeið



Skráningar þurfa að hafa borist fyrir
miðnætti miðvikudaginn 21. mars  á
 netfangið:
   thyturaeska@gmail.com
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa

nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.

Braut fyrir 1.-3. bekk


Braut fyrir 4.-7. bekk og 8.-10. bekk


Reglur keppninnar eru:

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald  er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.       


Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.



19.03.2012 21:33

Meistaradeild Norðurlands - tölt

Rásröð fyrir tölt í KS deildinni á Miðvikudaginn 21.mars.

Ráslisti
1. Mette Mannseth Lukka frá Kálfsstöðum
2. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk
3. Elvar Einarsson Lárus frá Syðra Skörðugili
4. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey
5. Hörður Óli Sæmundarson Albert frá Vatnsleysu
6. Erlingur Ingvarsson Skrugga frá kýrholti
7. Tryggvi Björnsson Stórval frá Lundi
8. Fanney Dögg Indriðad Grettir frá Grafarkoti

9. Sveinn B Friðriksson Synd frá Varmalæk
10. Magnús B Magnússon Óskasteinn frá Íbishóli
11. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum
12. Viðar Bragason Björg frá Björgum
13. Ísólfur L Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum
14. Bjarni Jónasson Roði frá Garði
15. Elvar Logi Friðriksson Brúney frá Grafarkoti
16. Sölvi Sigurðarson Óði Blesi frá Lundi
17. Þorsteinn Björnsson Hvinur frá Hvoli
18. Þorbjörn H Matthíasson Von frá Syðra Kolugili

Keppnin hefst kl. 20 í Svaðastaðahöllinni. Aðgangseyrir krónur 1500.

Eftir tvær keppnisgreinar af fimm er staðan á tólf efstu þessi:

  •             Sæti   Knapar  Heild.stig
  • 1          Ísólfur Líndal                         16
  • 2          Sölvi Sigurðarson                   14
  • 3          Bjarni Jónasson                      14
  • 4          Mette Mannseth                     12
  • 5          Baldvin Ari Guðlaugsson        9
  • 6          Ólafur Magnússon                   8
  • 7          Þorbjörn H Matthíasson           5
  • 8          Fanney D Indriðadóttir            4
  • 9          Viðar Bragason                        4
  • 10        Þórarinn Eymundsson              3
  • 11        Tryggvi Björnsson                    2
  • 12        Þorsteinn Björnsson                 1



Stjórn MN

19.03.2012 11:17

Úrslit Grunnskólamóts

Í gær fór fram annað grunnskólamótið af þremur í vetur. Að þessu sinni var það í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Þátttakan var mikil og stóðu krakkarnir héðan sig öll með stakri prýði. Myndir koma innan tíðar í albúmið okkar.



Fegurðarreið 1. - 3. Bekkur Úrslit
  • 1. Björg Ingólfsdóttir 3 Varmahlíðarskóli Hnokki f. Dýrfinnustöðum                      7,0
  • 2. Jón Hjálmar Ingimarsson 3 Varmahlíðarskóli Flæsa f. Fjalli                            6,5
  • 3. Hafdís María Skúladóttir Grsk. Húnaþings vestra Funi f. Fremri Fitjum   5,8
  • 4. Júlía Kristín Pálsdóttir Varmahlíðarskóli  Valur f.Ólafsvík                                 5,5
  • 5. Einar Pétursson 2 Húnavallaskóli Jarl f. Hjallalandi                                        5,0
  • 6. Viktoría Lind Björnsdóttir 2 Árskóla Fáni f. Hvítárholti                                     4,5


Tvígangur 4. - 7. Bekkur A-Úrslit

  • 1. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi                            6,38
  • 2. Ingunn Ingólfsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Embla f.Dýrfinnustöðum                      6,13
  • 3.-4. Helgi Fannar Gestsson 7 Varmahlíðarskóli Stirnir f. Hallgeirseyjarhjáleigu    6,0
  • 3.-4. Lilja Maria Suska 5 Húnavallaskóla Feykir f. Stekkjardal                            6,0
  • 5. Freydís Þóra Bergsdóttir 4 Grsk. austan vatna Gola f. Ytra-Vallholti                5,88



Tvígangur 4. - 7. Bekkur B-Úrslit

  • 5. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi                            6,4
  • 6.-7. Sæþór Már Hinriksson 6 Varmahlíðarskóli Roka f. Syðstu-Grund                 5,9
  • 6.-7. Guðný Rúna Vésteinsdóttir 4 Varmahlíðarskóli Snjall f. Hofsstaðaseli          5.9
  • 8.-10. Ása Sóley Ásgeirsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Jarpblesa f. Djúpadal               5.6
  • 8.-10. Lara Margrét Jónsdóttir 5 Húnavallaskóla Örvar f. Steinnesi                       5,6
  • 8.-10. Magnús Eyþór Magnússon 4 Árskóla Ágúst f. Skáney                             5,6
  • 11. Magnea Rut Gunnarsdóttir 7 Húnavallaskóla Fróði f. Litladal                         5,25
  • 12. Ásdís Brynja Jónsdóttir 7 Húnavallaskóla Kalsi f. Hofi                                  4,2

 

Þrígangur 4. - 7. Bekkur A-úrslit

  • 1. Viktoría Eik Elvarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Máni f. Fremri-Hvestu                      6,7
  • 2. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum                        6,5
  • 3. Viktor Jóhannes Kristófersson 7 Grsk. Húnaþ. vestra Geisli f. Efri Þverá     6,4
  • 4. Sólrún Tinna Grímsdóttir 6 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli                                        6,2
  • 5. Karítas Aradóttir 6 Grsk. Húnaþ. vestra Gyðja f. Miklagarði                         6,0


Þrígangur 4. - 7. Bekkur B-úrslit

  • 5. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum                     6,33
  • 6. Anna Herdís Sigurbjörnsdóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Fjöður f. Grund      6,17
  • 7. Ásdís Freyja Grímsdóttir 4 Húnavallaskóli Neisti f. Bolungarvík                       6,0
  • 8.-9. Rakel Eir Ingimarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Sólfari f. Ytra-Skörðugili            5,92
  • 8.-9. Guðmar Freyr Magnússon 6 Árskóla Brenna f. Sjávarborg                          5,92


 

Fjórgangur 8. - 10. Bekkur A-úrslit

  • 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Ópera f. Brautarholti                     6,75
  • 2.-3. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Kjarval f. Blönduósi                     6,65
  • 2.-3. Rósanna Valdimarsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Kjarni f. Varmalæk                6,65
  • 4. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti      6,55
  • 5. Fanndís Ósk Pálsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Ræll f. Hamraendum       6,50



Fjórgangur 8. - 10. Bekkur B-úrslit

  • 5. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti       6,35
  • 6. Ragnheiður Petra Óladóttir 10 Árskóli Píla f. Kirkjuhóli                                    6,3
  • 7. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Glymur f. Hofsstaðaseli           6,2
  • 8. Hákon Ari Grímsson 10 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli                                          5,7
  • 9. Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir 8 Árskóla Fjóla f. Fagranesi                               5,55



Skeið 8. - 10. Bekkur úrslit

  • 1. Kristófer Smári Gunnarsson 10 Grsk. Húnaþ. vestra Kofr f. Efri Þverá      5,69 sek
  • 2. Helga Rún Jóhannsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Hvirfill f. Bessastöðum  6,12 sek
  • 3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Dreki frá Syðra-Skörðugili                6,19 sek
  • 4. Haukur Marian Suska 10 Húnavallaskóli Tinna f. Hvammi 2                              6,70 sek
  • 5. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Boði f. Flugumýri                              6,85 sek

19.03.2012 08:46

Pískur


Nýr pískur með bandi fyrir hönd gleymdist upp í reiðhöll í síðustu viku og var geymdur inn á ganginum hjá sjoppunni og er nú horfinn. Væntanlega hefur því einhver tekið pískinn í misgreipum, svo við viljum biðja alla að leita hjá sér og ef hann finnst að skila honum aftur upp í höll eða láta Tryggva Rúnar hafa hann.


Stjórn Þytsheima
Flettingar í dag: 867
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1830
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1400834
Samtals gestir: 73738
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 22:09:55