05.12.2023 09:38

Félagshesthús Þyts

 

Hestamannafélagið Þytur ætlar að bjóða börnum og unglingum sem ekki hafa  aðgengi að hesti að leigja hest í vetur.   Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur og við rennum því blint í sjóinn með hversu margir hefðu áhuga á þessu.  Reikna má með að þeir sem hafi áhuga þurfi að deila hesti og greiða þarf einhvert gjald fyrir hvert skipt sem farið er á bak. Gjaldið verður ekki mikið og þeir sem vilja vera með þurfa líka að taka þátt í umhirðu hestanna.  Umsjónaraðili myndi leiðbeina og hafa yfirumsjón með bæði hestum og knöpum. Byrjum fljótlega eftir áramót.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að senda póst til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is  með uppl. um nafn barns eða unglings og aldur og nöfn foreldra.

 

Kveðja stjórn Þyts.

14.11.2023 08:37

Knapar ársins 2023 hjá Þyt

Á Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún voru veittar viðurkenningar til knapa ársins í hverjum flokki. 

 

Knapi ársins í unglingaflokki var Guðmar Hólm Ísólfsson.

 

Knapi ársins í ungmennaflokki var Eysteinn Kristinsson

 

Knapi ársins í 2. flokki var Ásta Guðný Unnsteinsdóttir

 

Knapi ársins í 1. flokki var Birna Olivia Agnarsdóttir

 

Knapi ársins í meistaraflokki var Jóhann Magnússon.

 

09.11.2023 19:53

Reiðmaðurinn í höllinni um helgina

                                                                        
 

Um helgina verður höllin mikið upptekin en í gangi verður kennsluhelgi í Reiðmanninum. 

Föstudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 15.00 - 19.40

Laugardagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

Sunnudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

 

Þær helgar sem verða uppteknar í vetur eru: 

8. - 10. desember, 12. - 14. janúar, 16. - 18. febrúar, 15. - 17. mars og 12. - 14. apríl 

01.11.2023 09:32

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 
 

Stjórn og æskulýðsnefnd hafa ákveðið að bíða með uppskeruhátíð barna og unglinga fram á veturinn og tengja hátíðina við viðburð í reiðhöllinni, með því viljum við gefa hátíðinni meira vægi og gera meira úr henni en bara hittast og drekka kaffi og borða. Gerum hátíðina veglegri, skemmtilegri og eftirminnilegri fyrir börnin og unglingana.

06.10.2023 10:22

Keppnisárangur 2023

                                                                                              
                                                                                                                    Mynd: Facebook Guðmar
 

 

 

Keppendur eru beðnir að senda keppnisárangur ársins vegna knapaverðlauna á palmiri@ismennt.is 

11.09.2023 10:48

4. nóvember - takið kvöldið frá !!!

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 4. nóvember

 

Skemmtinefndin

22.08.2023 14:45

Íþróttamóti aflýst

Vegna fárra skráninga er búið að fresta íþróttamóti Þyts sem átti að vera um helgina. Endurgreiðsla á skráningargjöldum fara í gegnum Kolbrúnu Grétarsdóttur í síma 

16.08.2023 08:16

Opið íþróttamót Þyts 2023

KOMA SVO !!!!!

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 25. og 26. ágúst nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti mánudaginn 21. ágúst nk inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add

Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. Fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 4.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.


Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Fanney í síma 865-8174, Kollu í síma 863-7786 eða Pálma í síma 849-0752

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1. flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
gæðingaskeið
100 metra skeið

07.07.2023 08:30

Orkan með sérkjör fyrir hestamenn !!

Orkan og Landssamband Hestamannafélag vilja minna hestamenn á samning sem að Landssamband hestamannafélaga gerði við Orkuna. Þar geta félagar nýtt 13 kr afslátt af eldsneyti ásamt fleiri flottum afsláttum sem dæmi. 15% afsláttur hjá Löður,  15% afslátt af smurþjónustu, hjólbörðum og vinnu. 

Hægt er að sækja um nýjan lykil á auknum afslætti með því að skanna QR kóðan sem er á myndinni hér í viðhengi eða notað þessa slóð https://www.orkan.is/orkukort-og-lyklar/saekja-um-orkulykil/?orkuhopur=LH. Einnig er hægt að fá lykilinn í veskið í símanum. Þeir sem eru nú þegar með lykil hjá Orkunni geta sent tölvupóst á orkan@orkan.is til að uppfæra afsláttinn sinn. 

Minnum einnig á sumargjöfina frá Orkunni sem er 26. kr í 4 vikur gildir til 31.08.23

 

04.07.2023 21:27

Íþróttamóti Þyts frestað

Vegna manneklu og fárra skráninga er búið að fresta íþróttamóti Þyts sem átti að vera um helgina. Endurgreiðsla á skráningargjöldum fara í gegnum Kolbrúnu Grétarsdóttur.

Ljóst er að þær tímasetningar sem stjórn lagði upp með hafa, í ljósi afar dræmrar skráningar, ekki hentað fólki. Því er hér með leitað eftir nýjum tillögum að dagsetningum sem gætu hentað fleiri keppendum. 

 

01.07.2023 20:12

Félagsgjöld Þyts 2023

Kæru félagar, við vorum að breyta um kerfi og rukkum nú árgjöld félagsins í gegnum Sportabler Þannig að rukkanir sem koma í heimabankann ykkar frá Greiðslumiðlun ehf eru félagsgjöldin ! Ef einhverjar vitleysur koma upp vinsamlegast hafið samband við gjaldgera félagsins, Kolbrúnu Grétars í síma 894-4966 eða kollagr69@gmail.com

 

Kveðja Stjórnin

27.06.2023 12:09

Opið íþróttamót Þyts 2023

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 8. og 9 júlí nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti mánudaginn 3. júlí nk inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add

Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. Fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 4.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.


Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Ástu í síma 893-8435, Kollu í síma 863-7786 eða Pálma í síma 849-0752

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1. flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
gæðingaskeið
100 metra skeið

08.06.2023 08:46

Reiðmaðurinn !!

Nú styttist í 10 júní en þá verður lokað fyrir frekari umsóknir þetta árið í Reiðmanninn. Örfá laus pláss eru á annað og þriðja ár.

Öllum umsóknum verður svarað sem fyrst eftir 10 júní.

 

 

Nýjung er að Reiðmaðurinn lll er komin með 9 einingar á framhaldsskólastigi.

Reiðmaðurinn l er metinn til 18 eininga og Reiðmaðurinn ll til 19 eininga.

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.

Nánari upplýsingar er að finna: https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn-iii/

06.06.2023 10:58

Gæðingamóti frestað

Gæðingamóti Þyts hefur verið frestað vegna dræmrar þátttöku, tökum stöðuna með félagsmönnum á fundi fljótlega. 

Endurgreiðsla á skráningargjöldum fara í gegnum Kolbrúnu Grétarsdóttur.

 

 

Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874839
Samtals gestir: 47848
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:23:47