Færslur: 2023 Maí

30.05.2023 08:26

Gæðingamót Þyts 2023

Gæðingamót Þyts verður haldið 10. og 11. júní nk á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga. Mótanefnd ætlar að hafa mótið opið mót. 

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

· A-flokk gæðinga

· B-flokk gæðinga

· C - flokk gæðinga (bls 47 í reglunum)

· Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu) Ungmennaflokkur 

· Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)

· Börn (10-13 ára á keppnisárinu)

· Skeið 100m

· Pollar (9 ára og yngri á árinu)

. Gæðingatölt

 

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti mánudaginn 5. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.

Kt: 550180-0499

Rnr: 0159 - 15 - 200343

  • 1
Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140762
Samtals gestir: 61904
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 03:03:47