Færslur: 2024 Janúar

24.01.2024 16:09

Sértilboð fyrir hestamannafélög

Rúnar frá Hrímni kemur á sunnudaginn næsta 28.01, kl 19:30 -22:00 og verður með kynningu og mátun - því miður er þetta eina lausa dagsetningin sem hann getur komið. Vonandi geta sem flestir mætt ??

 

 
 
 

 

 

19.01.2024 06:56

Fyrsta mót vetrarins !!!

Fyrsta mót vetrarins verður föstudaginn 2. febrúar nk kl. 18.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 31. janúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í gæðingatölti í öllum flokkum. 

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Keppt verður í  1. flokki, 2. flokki, 3. flokki,  unglingaflokki og í barnaflokki  Þeir sem skrá sig í 3 flokk, skrá sig í gæðingatölt ungmennaflokkur.

Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

 

Styrktaraðilar Gæðingatöltsins eru Kolla Gr og Jói Eyri seaside houses 

 

 

Næstu mót eru svo:

Laugardagur 24. febrúar - keppt í V3 í 1., 2. flokki og unglingaflokki, V5 í 3. flokki og þrígangi í barnaflokki. Síðan verður T2 opinn flokkur

Laugardagur 23. mars - Tölt T3 í 1. 2 og unglingaflokki, T7 í 3ja flokki og barnaflokki. Síðan verður fimmgangur opinn flokkur

Laugardagur 30. mars (páskadagur daginn eftir) - Smali

18.01.2024 12:41

Vinnudagur á laugardaginn í höllinni

Vinnudagur í höllinni nk laugardag frá kl. 10.00, stefnt er að því að pússa og mála inni á kaffistofunni og útveggina í reiðhöllinni. Einnig er einhver smíðavinna sem þarf að fara í og klára að þrífa og gera fínt.

Ef einhverjir eiga, bakka, sköft eða aðrar málningagræjur má endilega taka þær með. 

Eins og áður, ef þú kemst bara í stuttan tíma er það bara allt í góðu. Margar hendur vinna létt verk !!!

 

 

17.01.2024 08:53

Krakkahópur Heiðu

 

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka 8 - 13 ára. 

Kennari er Heiða Heiler.

Þetta eru samtals 10 skipti

Verð: 8.500 kr.

Heiða er ekki með hesta sjálf í vetur. 

Áhugasamir mega hafa samband á email: heidaheiler@hotmail.com

16.01.2024 12:10

Almennur félagsfundur Þyts - fundargerð

Almennur félagsfundur haldinn í Þytsheimum 11. janúar 2024 kl. 20:00.
Mættir 17 félagsmenn.


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Byrjaði á að þakka þeim fyrir sem tóku þátt í að þrífa og taka til í reiðhöllinni síðustu
daga.


Búið er að setja upp mótor við hurðina, verið að vinna í að finna hvaða
aðgangsstýring er best. Rafvirki er að vinna í að laga tengla í kaffistofunni í
reiðhöllinni og lýsingu.


Greindi frá verkefninu Félagshesthús sem félagið er að hleypa af stokkunum í vetur.
7 börn eru skráð. Búið er að fá stíur í hesthúsinu hjá Láru og Gunnari, verkefnið
kostar nokkuð og börnin greiða mjög lágt þátttökugjald. Búið að sækja um styrki á
nokkrum stöðum.


Nefndi að námskeiðið Reiðmaðurinn væri í gangi og mikil stemning þar.
Sagði að Heiða myndi hjálpa krökkunum í Félagshesthúsinu af stað. Bað um að fólk í
hesthúsahverfinu myndi vera duglegt við að líta til með þessu nýja unga hestafólki.
Jessie verður með knapamerki fyrir yngra starfið.


Fanney fór yfir innanhúsmótaröðina, búið er að setja dagssetningar inn á Þytssíðuna.
Endað verður á smalakeppni, en mikil steming var á mótinu í fyrra.
Þórdís nefndi að gott væri að félagsmenn væru duglegir við að hjálpa til við mótin.

Nína nefndi að það væru hér kassar með fullt af flottum búningum. Það þyrfti að finna
tækifæri til að nota þessa búninga.


Hvatt var til þess að vera með þorrablót. Formaður tók undir það, stungið var upp á
föstudeginum 26. janúar. Hvatti hann þá sem myndu mæta að auglýsa það.
Nína sagðist ætla að vera í sjoppunni á fyrsta mótinu og brutust út mikil fagnaðarlæti
við þær fréttir. Spannst upp umræða um hversu erfitt væri að fá fólk til að vinna fyrir
félagið, fólk þarf að athuga að það er ekki bara hægt að þiggja, það þarf líka að gefa
af sér til að félagsstarf geti verið blómlegt.


Fundi slitið kl 21:10

09.01.2024 13:05

Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur í Þytsheimum fimmtudaginn 11.01 kl. 20:00

05.01.2024 10:17

Hallarþrif

 

Ætlum við að byrja þrif í reiðhöllinni sunnudaginn kl. 10.30, margar hendur vinna létt verk. Ef þú kemst bara í hálftíma, þá er það bara frábært !!!

04.01.2024 09:56

Mótaröð Þyts 2024

                                                                 
 

Innanhúsmótanefnd hefur sett upp drög að dagsetningum fyrir mót vetrarins. Dagsetningarnar voru auglýstar inn á facebookhópnum Áfram Þytur og eftir ábendingar er niðurstaðan þessi: 

Föstudagskvöld 2. febrúar

Laugardagur 24. febrúar

Föstudagskvöld 1. mars

Laugardagur 30. mars (páskadagur daginn eftir)

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140585
Samtals gestir: 61892
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 01:38:16