Færslur: 2022 Janúar

18.01.2022 16:45

Mót vetrarins !!!Mótanefnd vetrarmótanna var komin með drög að dagskrá vetrarins en vegna gildandi takmarkana innanlands sem gilda til og með 2. febrúar nk að þá verðum við að endurskoða dagskránna og ætlum við að sjá hver staðan verður eftir 2. febrúar áður en við auglýsum hana.

Mótanefnd. 


03.01.2022 15:39

Námskeið í vetur

Ef ástandið í samfélaginu leyfir þá ætlar Þytur að bjóða upp á eftirfarandi námskeið í vetur:

Reiðkennsla 1
Fyrir yngstu kynslóðina (minna vanir, undir 12 ára)
10 skipti, kennt á þriðjudögum frá kl 16:10 - 16:45. Kennsla hefst 18. janúar.

Heildarkostnaður 7.000 kr

 

Reiðkennsla 2 (aðeins meira vanir, 12 ára og eldri)

10 skipti, kennt á þriðjudögum frá kl 16:45 - 17:20. Kennsla hefst 18. janúar.

Heildarkostnaður 7.000 kr


Knapamerki - 1,2,3,4 og 5 (aldurstakmark 12 ára)

Knapamerki 1

2 bóklegir og 8 verklegir tímar (plús bóklegt & verklegt próf). Verklegir tímar verða bæði hópatímar og síðan sætisæfingar tveir og tveir saman.

Lágmarksþáttaka eru 4 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennsla 19. janúar

Heildarkostnaður: 35.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 1

·         Að undirbúa hest rétt fyrir reið

·         Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti

·         Geti farið á og af baki beggja megin

·         Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi

·         Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki

·         Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara

·         Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)

·         Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

 

 

Knapamerki 2

2 bóklegir og 11 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf). Verklegir tímar verða bæði hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Lágmarksþáttaka eru 4 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 19. Janúar.

Heildarkostnaður: 45.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 2

·         Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða

·         Riðið einfaldar gangskiptingar

·         Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli

·         Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu

·         Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald

·         Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað

·         Geta riðið á slökum taum

·         Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans

·         Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

 

 

Knapamerki 3

3 bóklegir og 14 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf). Verklegir tímar verða hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Lágmarksþáttaka eru 3 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og aðra hverju viku á mánudögum.

Heildarkostnaður: 55.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 3

·         Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta

·         Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu

·         Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni

·         Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum

·         Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma

·         Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt

·         Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni

·         Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

 

 

Knapamerki 4

4 bóklegir og 15 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf).

Kennt verður á miðvikudögum og aðra hverja viku á mánudögum (eða mögulega eftir samkomulagi). Verklegir tímar verða aðallega paratímar og einkatímar.

Lágmarksþáttaka eru 2 nemendur.

Heildarkostnaður 60.000 ISK (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 4

·         Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins

·         Hafa nákvæmt og næmt taumhald

·         Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi

·         Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki

·         Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni

·         Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi

·         Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

 

 

Knapamerki 5

2 bóklegir (mikið heimanám) og 18 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf).

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum (eða mögulega eftir samkomulagi).

Lágmarksþáttaka eru 2 nemendur.

Kostnaður: 60.000 ISK (próftökugjald ekki innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 5

·         Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins

·         Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins

·         Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið

·         Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum

·         Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki

·         Hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak

·         Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi

·         Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi

 

 

Líklegar dagsetningar fyrir próf (nema Knapamerki 5): Bóklegt 9.4. og verklegt 16.4.

Ef nemandi í knapamerki 3, 4 eða 5 treystir sér til að framkvæma prófin eftir færri tíma er möguleiki að stytta námskeiðið og með það minnka kostnaðinn. Ef áhugi er fyrir því verður verður nemandi að taka stöðupróf þar sem kennarinn metur stöðu nemanda og ákveður síðan í samráði við nemendann um framhaldið og tímafjölda.

Þau námskeið sem ekki næst næg þáttaka í verða sameinuð eða munu falla niður.

 

Skráning er tölvupóstfangið hanifeagnes@gmail.com. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala nemanda og símanúmer og hjá yngri knöpunum einnig nafn og kennitala foreldris. 

03.01.2022 12:04

Þytsheimar !!!Höllin verður lokuð frá kl. 17.00 í dag vegna vinnu við gólf hallarinnar. 
  • 1
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874867
Samtals gestir: 47848
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:45:05