Færslur: 2016 Október

25.10.2016 10:39

Uppskeruhátíð Æskulýðsstarfs Þyts

 

Föstudaginn þann 28. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefnd Þyts með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga (suðursalnum), þar verða veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

22.10.2016 11:53

Uppskeruhátíð hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts 2016

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2016
 
Verður haldin laugardagskvöldið 29.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn og á boðstólnum verður:

Reykt önd, Purusteik og Lamb ásamt allskonar fersku meðlæti og morelsveppasósu.

Veislustjórn verður í höndum skemmtinefndar
.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465, hefst mánudag 24.október og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 7.500 kr. matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
Mikilvægt er að panta miða í tíma.  Hægt er að nálgast pantaða miða fram á föstudag í Söluskálanum og eftir það verður hægt að nálgast miðana í félagsheimilinu þegar húsið opnar.

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir - Efri Fitjar - Efri-Þverá - Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Síða

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.


Hver verður skemmtistaðasleikur kvöldsins ? , hver spilar undir hjá skemmtinefndinni, tekur Pálmi á Völlum orminn á dansgólfinu og verður Logi rauðhærður þetta kvöld ??

Þetta verður eitthvað J

Sjáumst nefndin

10.10.2016 15:10

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún 2016

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún 2016 verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga 29.október næstkomandi.  Takið daginn frá :)

  • 1
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140544
Samtals gestir: 61892
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 01:17:10