Færslur: 2016 Nóvember

30.11.2016 12:11

Ferð á sýninguna Equitana í Essen í ÞýskalandiEquitana er ein af stærstu hestasýningum í heiminum og okkur langar að kanna áhugann hjá félagsmönnum að fara á þessa sýningu sem er dagana 18-26 mars 2017.
Hugmyndin er að fara ca. á miðvikudeginum 22.- 26.mars sem er sunnudagur. En allt opið.
Það væri gott að fá að vita sem fyrst svo vinna gæti haldið áfram að kanna verð á svona pakka.
Hægt er að fara inn á heimasíðu Equitana og sjá hvað er í boði að fara að sjá. 
Skráning er á thyturfraedsla@gmail.com  helst fyrir 4.des, í framhaldi mun nefndin vera í bandi við þá sem skrá sig.


Kveðja kellurnar í  Fræðslunefnd

11.11.2016 09:33

Frá fræðslunefnd

Hér koma fyrstu fyrirhuguðu námskeiðin frá fræðslunefndinni ef næg þátttaka næst. 
 

Knapamerki 1 og 2 fyrir fullorðna

 

Markmið Knapamerkjanna

  • Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
  • Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
  • Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.


Bóklegir tímar verða kenndir fyrir áramót á kvöldin, byrjum 21.nóv og það verða 5 skipti með prófi. 

Verklegir tímar byrja eftir áramót í janúar. Við ætlum að taka knapamerki 1 og 2 saman, einu sinni- tvisvar sinnum í viku á kvöldin.

Áætlað er á knapamerkjasíðunni að verklegu tímarnir séu 18-20 tímar í knapamerki 1 og 28-30 tímar í knapamerki 2. En það er til viðmiðunar, fer eftir hópnum hvað við viljum taka marga tíma og kostnaðurinn fer eftir fjölda í hóp (3-5) og/eða fjölda á námskeiði. 

Áætlað er að taka 15 verklega tíma og ef það gengur eftir er kostnaðurinn í kringum 40.000 kr. á mann. 


kennari Fanney Dögg

Skráning á námskeiðið líkur 20.nóv. á e-mail: thyturfraedsla@gmail.com

Bandmúlar/snúrumúlar námskeið 11. des


Námskeiðið sem yrði ca 1,5 til 2 klst og stæði fólk uppi með múl sem það hefði hnýtt sjálft og svo kennsluefnið sem væri það vel uppbyggt að allir ættu að geta hnýtt sinn múl hjálparlaust á eftir.

Námskeiðið kostar 7.900 á manninn með efni og kennsluefni.

Nemendur myndu að námskeiði loknu hafa með í farteskinu einn skrautmúl og ítarlegt kennsluefni svo þeir ættu að fara létt með að hnýta sína eigin múla í framtíðinni.

Þetta hentar öllum, frábær fjölskyldu námskeið fyrir hestamanninn. Skráning á námskeiðin líkur 20.nóv. á e-mail thyturfraedsla@gmail.com

09.11.2016 10:54

Höllin opin fyrir notkun


Búið er að opna höllina fyrir notkun, ef þið ætlið að kaupa kort í hana þá á að panta það hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825. 
http://thytur.123.is/page/9905/

07.11.2016 21:26

Námskeið vetrarins

 

 

Í vetur verða eftirfarandi námskeið í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni:

  • Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir.  
  • Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni
  • Trec - hentar vel fyrir þá sem vilja byggja upp gott samband við hestinn sinn í gengum þrautir og leiki. 
  • Knapamerki 2 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1. 
  • Knapamerki 1 - fyrir 12 ára og eldri

Öll námskeiðin eru kennd 1x í viku og lagt upp með 10-12 skipti. Ef einhverjum börnum langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta. 

Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com

 

 

07.11.2016 16:26

Ræktunarbú ársins og efstu kynbótahross 2016

Karri frá Gauksmýri - hæst dæmdi stóðhesturinn 


29. október sl. var uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún haldin. Þetta var metár í árangri hjá ræktendum á svæðinu.  Alls voru 46 hross sýnd í fullnaðardóm á árinu, meðaleinkunn aðaleinkunnar þeirra var 8,04.

Alls fóru 31 hross yfir 8 í aðaleinkunn og það voru 14 bú sem áttu hross í fyrstu verðlaunum á árinu.

Í ár voru 7 bú tilnefnd, Bessastaðir, Efri-Fitjar, Efri-Þverá, Gauksmýri, Grafarkot, Lækjamót og Síða. Og ræktunarbú ársins var Bessastaðir. 

Hér fyrir neðan má sjá efstu þrjú hross í hverjum flokki. 

 

 4 vetra hryssur 

1. Ísey frá Lækjamóti sk. 8,50 hæfil. 7,68 a.e. 8,01 

2. Flikka frá Höfðabakka sk. 8,09 hæfil. 7,73 a.e. 7,87

3. Trú frá Lækjamóti sk. 8,31 hæfil. 7,37 a.e. 7,75

 

5 vetra hryssur 

1. Heba frá Grafarkoti sk. 8,24 hæfil. 8,20 a.e. 8,22

2. Eva frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,16 a.e. 8,22

3. Fröken frá Bessastöðum sk. 8,41 hæfil. 8 a.e. 8,16

 

6 vetra hryssur

1. Snilld frá Syðri-Völlum sk. 8,29 hæfil. 8,48 a.e. 8,41

2. Ósvör frá Lækjamóti sk. 8,26 hæfil. 8,13 a.e. 8,18 

3. Snælda frá Syðra-Kolugili sk. 8,04 hæfil. 8,27 a.e. 8,18

 

7 vetra hryssur

1. Táta frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,23 a.e. 8,26

2. Gríma frá Efri-Fitjum sk. 8,16 hæfil. 8,23 a.e. 8,20

3. Þruma frá Efri-Þverá sk. 8,01 hæfil. 8,26 a.e. 8,16

 

4 vetra stóðhestar

1. Frami frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 7,95 a.e. 8,00 

 

5 vetra stóðhestar 

1. Mjölnir frá Bessastöðum sk. 8,08 hæfil. 8,39 a.e. 8,27

2. Bragi frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 8,17 a.e. 8,13 

3. Svaðilfari frá Gauksmýri sk. 8,13 hæfil. 7,73 a.e. 7,89

 

6 vetra stóðhestar

1. Lómur frá Hrísum sk. 8,37 hæfi. 8,21 a.e. 8,28 

2. Bastían frá Þóreyjarnúpi sk. 8,09 hæfil. 8,35 a.e. 8,24

3. Eldur frá Bjarghúsum sk. 8,36 hæfil. 7,95 a.e. 8,11

 

7 vetra stóðhestar

1. Karri frá Gauksmýri sk. 8,41 hæfil. 8,76 a.e. 8,62

2. Bassi frá Efri-Fitjum sk. 8,41 hæfil. 8,70 a.e. 8,59

3. Brimnir frá Efri-Fitjum sk. 8,43 hæfil. 8,48 a.e. 8,46

 

Hæst dæmda hryssan 

Snilld frá Syðri-Völlum F. Kraftur frá Efri-Þverá M. Rakel frá Sigmundarstöðum a.e. 8,41

Hæst dæmdi stóðhesturinn

Karri frá Gauksmýri F. Álfur frá Selfossi M. Svikamylla frá Gauksmýri a.e. 8,62

07.11.2016 09:05

Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, fimmtudaginn 24. nóvember og hefst kl. 20.30

 

Dagskrá fundarins er:

1. vetrarstarfið

 2. önnur mál

Stjórn Þyts

01.11.2016 12:07

Glæsilegri uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og hestamannafélagsins lokið

Föstudaginn 28.10 var uppskeruhátíð æskunnar og á laugardeginum 29.10 uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún. Enn eitt árið náum við að halda frábæra skemmtun, borða góðan mat, verðlauna knapa ársins og hross ársins og horfa á snillingana í skemmtinefnd kítla hláturtaugarnar.

 
Barnaflokkur og unglingaflokkur (vantar Karítas á mynd)

Knapar ársins eru, í barnaflokki Guðmar Hólm Ísólfsson, Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, í unglingaflokki Karítas Aradóttir, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í ungmennaflokki Birna Olivia Agnarsdóttir, Eva Dögg Pálsdóttir og Eydís Anna Kristófersdóttir, í 2. flokki Sverrir Sigurðsson, Þorgeir Jóhannesson og Sigrún Eva Þórisdóttir og að lokum í 1. flokki, Ísólfur Líndal Þórisson, Helga Una Björnsdóttir og Fanney Dögg Indriðadóttir.
Innilega til hamingju knapar með frábæran árangur á árinu !!!

  
Ungmennaflokkur (vantar Evu Dögg ) og 2. flokkur

1. flokkur

Fljótlega mun koma frétt frá Hrossaræktunarsamtökunum með efstu hross og ræktunarbú ársins.

  • 1
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160027
Samtals gestir: 62885
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:05:36