Færslur: 2009 Janúar

29.01.2009 10:28

KS-deildin - úrslit kvöldsins

Undankeppni KS Deildarinnar í hestaíþróttum hófst í kvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Mikil aðsókn er í keppnina  en barist var um sjö laus sæti í keppninni sem telur alls 18 keppendur.

Alls voru 18 skráðir til keppni  og þeir sjö sem komust áfram í kvöld eru: Líney M Hjálmarsdóttir, Árni Björn Pálsson, Páll Bjarki Pálsson, Erlingur Ingvarsson, Elvar E. Einarsson, Björn Jónsson og Ragnar Stefánsson.

Mikil spenna er fyrir keppninni og hefur aðalstyrktaraðilinn Kaupfélag Skagfirðinga staðið þétt við bakið á keppnishöldurum og aukið verðlaunaféð til muna frá fyrri keppni. Samningar hafa verið undirritaðir við RÚV um að sýna 20 mínútna þætti í Sjónvarpinu frá KS Deildinni og öðru hestatengdu efni en það er Árni Gunnarsson sem stýrir því verkefni. Verða þættirnir sýndir aðra hverja viku en hinar vikurnar verður sýnt frá VÍS Deildinni sem fram fer sunnanlands.

Úrslit kvöldsins:
4.Gangur
1. Jóhann B Magnússon Lávarður Þóreyjarnúpi 7v. Grár        5.67
2.  Björn Jónsson Aron Eystri-Hóli 10v. Grár   6.00
3.  Þorsteinn Björnsson Reynir Flugumýri 6v. Rauðtv.stj  6.00
4.  Ásdís H. Sigursteinsdóttir Von Árgerði 7v. Jörp  5.57
5.  Ragnar Stefánsson Lotning Þúfum 8v. Rauðblesótt sokkótt  6.03
6.  Friðrik M. Sigurðsson Dagur Hjaltast.hv. 12v. Móál Bles  6.07
7.  Brynjólfur Jónsson Fagri Reykjum 9v. Rauðvindóttur  6.00
8.  Erlingur Ingvarsson Nótt Torfunesi 6v. Brún   6.13 
9.  Elvar E. Einarsson Kátur Dalsmynni 9v. Rauður  5.97
10.  Þór Jónsteinsson Geisli Úlfsstöðum 6v. Rauðblesóttur  5.63
11.  Viðar Bragason Lilja Möðruvöllum 10v. Rauð   5.40
12.  Karen L. Marteinsdóttir Medúsa V-Leirárgörðum 7v.Grá  6.43
13.  Rasmus Bergsten Von S-Kolugili 6v. Brún   5.73
14.  Árni M. Pálsson Albina Möðrufelli 7v. Leirljós   6.43
15.  Líney M. Hjálmarsdóttir Þytur Húsavík 9v. Brúnn  6.17
16.  Páll B. Pálsson Haukur Flugumýri 7v. Bleiktvístjörnóttur  6.00
17.  Jóhanna Friðriksdóttir Húni S-Ásgeirsá 13v. Jarpblesóttur  5.13
18.  Helga U. Björnsdóttir Hljómur Höfðabakka 6v. Brúnn  6.17

5.Gangur
1. Ragnar Stefánsson Kola Eyjarkoti 8v. Brún   5.53
2. Viðar Bragason Zorro Hraukbæ 14v. Grár   5.20
3. Brynjólfur Jónsson Röðull Reykjum 12v. Rauður  5.07
4. Erlingur Ingvarsson Máttur Torfunesi 7v. Jarpstjörnóttur  6.20
5. Páll B. Pálsson Glettingur Steinnesi 8v. Grár   6.37
6. Þorsteinn Björnsson Eldjárn Þverá 15v. Rauðstjörnóttur  5.20
7. Jóhann B. Magnúss. Maistjarna Þóreyjarnúpi 6v. Rauðtvíst.  0.00
8. Helga U. Björnsdóttir Samba Mið-Hópi 6v. Jörp  5.00
9. Friðrik M. Sigurðsson Jaðar Litlu-Brekku 8v. Jarpstjörnóttur 5.23
10. Elvar E. Einarsson Smáralind S-Skörðugili 7v. Brún  6.03
11. Jóhanna Friðriksdóttir Húni S-Ásgeirsá 13. Jarpblesóttur  4.93
12. Rasmus Bergsten Draumur Björgum 7v. Brúnn   4.23
13. Líney M. Hjálmarsdóttir Vaðall Íbishóli 10v. Brúnn  6.57
14. Ásdís H. Sigursteinsdóttir Von Árgerði 7v. Jörp   5.87
15. Karen L. Marteinsdóttir Korkur Þúfum 7v. Bleikálóttur  4.33
16. Þór Jónsteinsson Seifur Skriðu 17v. Rauðblesóttur  5.77
17. Björn Jónsson Hagsýn Vatnsleysu 10v. Rauðblesótt  5.67
18. Árni B. Pálsson Boði Breiðabólstað 8v. Brúnn   6.27

27.01.2009 13:31

Tilkynning frá liðstjóra liðs I

Þá er komið að því, fyrsti fundur af mörgum verður haldin á morgun, miðvikudag, upp í félagshúsi.  Hefst hann kl 20:30, mjög stundvíslega.
Allir sem eru búsettir á svæðinu, Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður skulu mæta, nema Hjördís Ósk, henni er ekki boðið!
Nú er kominn tími til að leggja á ráðin og skipuleggja komandi tímabil.  Allir eru velkomnir, hvort sem þú átt hest, ætlar að keppa eða langar til að keppa. Dyggir stuðningsmenn eru einnig mjög velkomnir, þú líka Laura Ann!  Hlakka til að sjá ykkur öll.

Liðstjórinn myndarlegi
Guðrún Ósk

26.01.2009 15:41

Fræðslufundur MAST: Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.


 

Fjallað verður um sjúkdómastöðuna hér á landi og hættuna á að nýir smitsjúkdómar berist í hrossastofninn. Farið verður yfir smitvarnir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Reglugerð um aðbúnað hrossa og lög um dýravernd verða kynnt og fjallað um ábyrgð Matvælastofnunar og eigenda á heilsu og velferð hrossa. Jafnframt verður farið yfir stöðu rannsókna á hrossasjúkdómunum sumarexemi og spatti.


Fyrirlesari verður Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.


Fundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Fundurinn er opinn almenningi og eru hestaáhugamenn sérstaklega hvattir til að mæta.


Sjá www.mast.is

23.01.2009 20:40

Ís-landsmótið á SvínavatniHúnvetnskir hestamenn eru ekki af baki dottnir og auglýsa hér með að blásið verður til leiks á Ís-landsmóti 2009 á Svínavatni  laugardaginn 7. mars næstkomandi.  Mótið í fyrra tókst vel, og við ætlum að hafa fyrirkomulag með svipuðu sniði, tímasetningin nánast sú sama, enda er Ægir bóndi og íseigandi í Stekkjardal farinn að undirbúa ísinn, með aðstoð almættisins.  Allt í reglu á þeim heimilum báðum.

Keppt verður í opnum flokki í A- og B- flokki gæðinga og tölti. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár, og verður nánar auglýst á vefmiðlum og á heimasíðum húnvetnsku hestamannafélaganna,  www.neisti.net  og www.123.is/thytur þegar nær dregur.

23.01.2009 16:09

Lágmörk kynbótahrossa á FM 2009

Lágmörk kynbótahrossa á FM2009 hafa verið ákveðin. Þó með þeim fyrir að heimilt verði að lækka þau ef í ljós kemur að of fá hross nái lágmörkum. Þau eru tíu stigum lægri í hverjum flokki einstaklingssýninga en á LM2008

Einnig hefur verið ákveðið að kynbótahross með aðgang að mótinu verði frá svæði Hrossaræktarsambands Skagfirðinga í norðri að svæði Hrossaræktarsambands Vesturlands í vestri, þ.e. frá Tröllaskaga að Hvalfirði.

Lágmörk verða eftirfarandi:

                   Stóðhestar     Hryssur

4 vetra          7,90                 7,80

5 vetra          8,05                 7,95

6 vetra          8,15                 8,05

7 v./eldri      8,20                 8,10

22.01.2009 14:33

Félagsfundur í kvöld

Eins og kom fram í Sjónaukanum í gær að þá er almennur félagsfundur í kvöld í félagshúsinu okkar kl. 20.30.

Dagskrá fundar: Vetrarstarfið.

Stjórnin

20.01.2009 22:24

Liðsstjórar

 
Gudda liðsstjóri liðs I                               Indriði liðsstjóri liðs II

              
Gunni liðsstjóri liðs III                                                    Óli liðsstjóri liðs IV

Jæja þetta er fólkið sem var treyst til þess að leiða sitt lið til sigurs í liðakeppninni. Einn liðsstjóri er nú þegar búinn að hafa samband við mig um hvort megi auglýsa hópeflisfundi á Þytssíðunni og það er ekkert mál. Svo ef það eru einhverjar spurningar hjá liðsmönnum um liðið, þá er þetta fólkið til að leita til. Annars er það bara mótanefnd Liðakeppninnar um sjálft mótið (Fanney, Logi og Kolla).
20.01.2009 17:00

Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16. - 21. árs í hestamennsku

Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.

Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshóp í hestamennsku er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlesurum og dómurum á hverjum tíma.Takmarkið er að bæta kunnáttu þeirra, auka skilning og gera þau að eins góðum hestamönnum og kostur er á.

Ráðinn hefur verið þjálfari í verkefnið og mun hann ásamt nefndarmönnum vinna úr umsóknum verkefnisins.Auk þess sem hestamannafélögin munu kynna verkefnið til sinna félagsmanna.

Við valið er stuðst við eftirfarandi þætti:

·Ástundun og árangur

·Reiðmennsku

·Prúðmennsku

Umsóknin er opin öllum unglingum og ungmennum á aldrinum 16. - 21. árs, hvar sem þau eru búsett á landinu.

Hópurinn er valinn til eins árs í senn og eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.

Umsækjendur þurfa að skila inn stöðluðum umsóknum, spurningarlista og myndbandi með umsækjanda á hestbaki þar sem einstaklingurinn sem reiðmaður er metinn, ekki verður horft í hestakost á tilteknu myndbandi. Auk þess þarf að fylgja þeim greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar eða formanni þess félags sem umsækjandi er í.

Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009.

Stefnt er að því að kynna hverjir verða valdir í hópinn um miðjan mars 2009.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu LH /Oddrún í síma 514-4033

 

Hægt er að senda umsóknirnar á netfangið lh@isi.is eða póstsenda á:
Landssamband hestamannafélaga bt/Oddrún
Engjavegi 6
104 Reykjavík

19.01.2009 14:53

Viðtalið

  Myndin er af Hrímu frá Hofi en hún er geld og komin á járn og er spræk þótt hún sé búin að vera í folaldseign síðan 2002 og búin að eignast 7 folöld

Þriðji viðmælandi minn er Tryggvi Björnsson. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni Hörpu Hermannsdóttur. Fjölskyldan er orðin mjög stór en Tryggvi á fjóra syni, svo það stefnir í að Tryggvi hafi fullt af vinnumönnum eftir nokkur ár.

Tryggvi rekur hestamiðstöðina Hrímahesta ehf. Árið 2004 byggði Tryggvi stórt hesthús á Blönduósi þar sem starfssemin hefur farið vaxandi ár frá ári. Núna vinnur hjá honum Ninni Kullberg frá Finnlandi.  Í dag eru á húsi 25 hross og þarf af 12 stóðhestar, eða þeir Akkur frá Brautarholti  8,57, Bragi frá Kópavogi 8,16, Frontur frá Fremra-Hálsi 7,95, Gígur frá Hólabaki 7,90, Glampi frá Stóra Sandfelli, Hróður frá Blönduósi, Kafteinn frá Kommu, Penni frá Glæsibæ 8,00, Sólmundur frá Úlfsstöðum 7,97 svo einhverjir séu nefndir.

 Kafteinn frá Kommu

Ég ákvað að spjalla við Tryggva og heyra stemmninguna á Blönduósi.Af þínum hrossum, hvaða hrossum ertu spenntastur yfir að temja? Kafteinn frá Kommu fer mjög vel af stað í tamningu,  eins er hryssa sem ég á og heitir Hildur frá Blönduósi undan Adam frá Ásmundastöðum og Hlökk frá Hólum, Hlökk er móðir Hryms og Hrímu frá Hofi.  


Ertu ekki með einhver spennandi hross í tamningu?
  Saga frá Þóreyjarnúpi fer mjög vel af  stað og eins Penni frá Glæsibæ sem er Parkerssonur sem fór í fyrstu verðlaun í fyrra 4v. og margt fleira.


Undan hvaða stóðhestum eignuðust þið folöld síðastliðið vor?
  Álf frá Selfossi, Akk frá Brautarholti, Gára frá Auðsholtshjálegu og fleirum..


Undan hvaða stóðhestum eignist þið folöld á næsta ári?
  Álfi frá Selfossi, Hugin frá Haga, Kerúlf frá Kollaleiru, Hróð frá Refsstöðum, Gretti frá Grafarkoti, Akk frá Brautarholti og Hróð frá Blönduósi


Ertu búinn að selja mörg hross á þessu og síðasta ári?
 
  Á milli 20 og 30 hross á síðasta ári.


Eru allir fjölskyldumeðlimir jafn áhugasamir í hestamennskunni?
 Ég og Aron erum mest
í þessu en Kristófer er alltaf klár í hestaferðirnar.  Hermann sá yngsti heldur að hann sé hestur. Og Anton er að fá smá áhuga. 


Las á vef LHhesta.is að þú og Magnús í Steinnesi hafið keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi og að þú verðir með hann í keppnisbrautinni á komandi tímabili. Stefnir þú með hann í úrtökuna fyrir KS-deildina þann 28. jan nk?
  Í KS deildina stefni ég ekki þetta árið. En með Braga er stefnan að mæta í tölt, fimmgang og A flokk þegar við erum klárir í slaginn og svo á einhver ísmót vonandi. 


Á heimasíðu Hrímahesta,
www.hrima.is, sá ég að komið er hlutafélag um stóðhest fæddan 2008, Kapal frá Kommu, sem er undan Álfi frá Selfossi og Kjarnorku frá Kommu. Um hann eru 60 hlutir. Hver er sagan á bakvið þennan stóðhest og hvers vegna telur þú að þessir aðilar hafi keypt hlut í honum?  Það voru nokkrir aðilar sem hvöttu mig í þetta og voru vibrögðin frábær en það komust færri að en vildu. Ég held að menn sjái þarna spennandi ætt eins og bræður hans sanna þeir Kappi og Kaspar frá Kommu.


Í vetur verður haldin skemmtileg liðakeppni hérna í Húnaþingi vestra, og heyrst hefur að þú munir keppa með liði 3 sem eru Víðdælingar og Fitjárdalur, er eitthvað til í því?
  Já ég verð í þessu liði  enda á ég ekki heima í neinu öðru liði og held ég að ég sé einn mesti Víðdælingurinn í hópnum,  það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá mínu liði, reyndar sé ég ekkert lið sem getur  unnið okkur.

 
Hildur frá Blönduósi                                        Kapall frá Kommu

17.01.2009 20:25

Frá Æskulýðsnefnd Þyts

 

Fundur verður haldinn hjá æskulýðsnefnd Þyts miðvikudaginn 28. janúar 2009 kl.17.30 í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi

 

Aðal efni fundarins verður starf vetrarins, skráningar í reiðþjálfun og þátttaka í sýningum.

Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að vera með í starfinu mæti á fundinn eða hafi samband við nefndarmenn.

 

Boðið verður upp á pylsur og gos.

 

Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra/forráðamenn.

 

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

 

Aðalheiður S. Einarsdóttir s: 868-8080 adalheidursveina@simnet.is

Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir (Tóta) s:869-0353 sigurbjorg.thorunn@gmail.com

Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir s: 896-1345 lillysig@simnet.is

13.01.2009 23:00

Húnvetnska liðakeppnin...

Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki, í  flokki 13 til 17 ára og flokki 12 ára og yngri.

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla (bjóðum ykkur sérstaklega velkomna)

Reglur fyrir Húnvetnsku mótaröðina/liðakeppni
1. flokkur,
ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit haldin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 8 stig
4. sæti - 7 stig
5. sæti - 6 stig
Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 6 stig
2. sæti - 5 stig
3. sæti - 4 stig
4. sæti - 3 stig
5. sæti - 2 stig
Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1992 og seinna) eru ekki með í stigakeppni liðakeppninnar en þar verður stigakeppni þar sem stigahæsti keppandinn verður krýndur í lok mótaraðarinnar. Þ.e.a.s safnar stigum á hverju móti fyrir sig og síðan verður samanlagður árangur tekinn saman í lokin. Hver knapi þarf að velja hvort hann keppi í 1. eða 2. flokki og hann verður að keppa í sama flokki alla mótaröðina.
Engin takmörk eru á fjölda liðsmanna í hverju liði. Leyfilegt er að fá liðsmann utan héraðs til að keppa fyrir sitt lið, en hann verður þá að keppa með sama liðinu allt tímabilið.
Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráning er á mail: kolbruni@simnet.is fyrir 10 febrúar nk.

Nú er það bara að smala í lið og það eru allir með... bara gaman.... því fleiri því betra....

Mótanefnd Hvammstangahallarinnar.

13.01.2009 22:45

Frá Reiðhöllinni SvaðastöðumNú er búið að raða niður helstu atburðum sem verða haldnir í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í vetur. Það sem hæst ber er  KS deildin, Skagfirska mótaröðin, Áskorendamót Riddara, Tekið til kostanna, sölusýningar og það sem er nýjast, Stórsýningin Ræktun Norðurlands 2009.

Auk þeirra viðburða sem upp eru taldir verður á dagskránni sýnikennsla á vegum FT-Norður og Flugu sem væntanlega verða einu sinni í mánuði og einnig hefðbundin reiðkennsla. Þessir atburðir auk þeirra sem ekki eru taldir upp hér verða auglýstir sérstaklega síðar.

Viðburðadagatal Svaðastaðahallarinnar

28. jan.            KS deildin - úrtaka

18. feb            KS deildin- fjórgangur

25. feb            Skagfirska mótaröðin - fjórgangur

4. mars            KS  deidin - tölt

11. mars          Skagfirska mótaröðin - tölt

14. mars          Áskorendamót Riddara norðursins

18. mars          KS deildin - fimmgangur

28. mars          Ræktun Norðurlands 2009 - stórsýning

28. mars          Sölusýning í samstarfi við Hrímnishöllina Varmalæk

1. apríl             KS deildin - smali og skeið

8. apríl             Skagfirska mótaröðin - fimmgangur og heldrimannaflokkur

15. apríl           Skagfirska mótaröðin - smali og skeið

25.-26. apríl    Tekið til kostana - stórsýning

26. apríl           Sölusýning í samstarfi við Hrímnishöllina Varmalæk

heimild: www.feykir.is

13.01.2009 08:55

Frá stjórn Hvammstangahallarinnar

Nú fer að styttast í að hægt sé að fara að nota höllina. Nokkur vinnukvöld og þá er þetta bara komið. Ef þið sjáið ykkur fært að mæta á vinnukvöld endilega hafið samband við Tryggva í síma 660-5825.

Stjórnin

13.01.2009 08:00

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.  

 

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr. 

 

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

 

Þátttökugjald er 530 - 550 ? og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

 

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 20. janúar 2009. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

 

Kveðja frá Æskulýðsnefnd Landssambandsins

09.01.2009 12:19

Meistaradeild NorðurlandsUndirbúningur fyrir Meistaradeild Norðurlands KS-Deildina er nú kominn á fullt skrið. Keppnin mun fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Allir þeir knapar sem unnu sér þátttökurétt sl.vetur hafa staðfest komu sína nema Eyrún Ýr Pálsdóttir sem verður á Suðurlandi í vetur við verknám.

Því eru sjö sæti laus sem keppt verður um. Vitað er um nokkra mjög sterka knapa sem hafa þjálfað markvisst með úrtökuna í huga.

Úrtakan verður haldin 28.janúar og verður keppt í fjórgangi og fimmgangi.
Skráning fyrir sunnudaginn 25. janúar hjá Eyþóri í síma 8482725.

Keppnisdagar í vetur verða síðan eftirtaldir.
18. febrúar 4-gangur  4. mars tölt 18. mars 5-gangur 1.apríl  smali og skeið

Meistaradeild Norðurlands.     

Flettingar í dag: 203
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140636
Samtals gestir: 61898
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 01:59:34