Færslur: 2024 Nóvember

26.11.2024 13:36

Leiðin að gullinu - Menntahelgi A landsliðsins, U21 og hæfileikamótunar

 

Leiðin að gullinu verður líka í streymi

Nú styttist í menntahelgi Landsliðsins, U21 og Hæfileikamótunar. Þar sem okkar glæsilegustu knapar gefa innsýn inn í það mikla afrekasstarf sem unnið er innan LH. Á laugardeginum verða sjö A landsliðknapar með sýnikennslur og á sunnudeginum mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

U 21 Landsliðið mun svo mæta á staðinn og flestir á þeim hesti/hestum stefnt er með á HM í Sviss 2025. Þau munu bjóða uppá blöndu af sýnikennslu og skrautreið en einnig gefst áhorfendum tækifæri til þessa að sjá hvar pörin eru stödd í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið.

Það er því ljóst að allir hestamenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þá verður einnig glæsileg veitingasala á svæðinu, þar sem verður m.a boðið uppá dýrindis jólamat.

Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi í samstarfi við Eiðfaxa TV. Verð fyrir streymi er 6900 kr og tryggir það aðgang að bæði laugardegi og sunnudegi. Hægt er að horfa á efnið fram til 13. desember.

15.11.2024 10:48

Uppskeruhátíð Þyts og HSVH

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún fór fram með pompi og pragt laugardaginn 2.nóvember. Dásamlegur matur, góð skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar venju samkvæmt og frábær félagsskapur var þetta vel heppnaða kvöld.

Þytur veitti verðlaun og viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

 

Knapi ársins í ungmennaflokki: Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

 

 

Knapi ársins í 3. flokki: Eva-Lena Lohi

 

 

Knapi ársins í 2. flokki: Halldór P. Sigurðsson

 

 

Skeiðknapi ársins: Jóhann B. Magnússon

 

 

Knapi ársins í meistaraflokki: Elvar Logi Friðriksson

 

 

Sérstaka viðurkenningu hlaut Þorgeir Jóhannesson, sem verður 80 ára á næsta ári en gefur öðrum knöpum ekkert eftir í útreiðum og keppni.

 

 

Þytsfélagi ársins er Herdís Einarsdóttir 

 

 

Nýr heiðursfélagi hjá Þyti var valinn Halldór P. Sigurðsson.

 

 

Hrossaræktarbú ársins hjá HSVH er Lækjamót. Lækjamót komu fram með 13 hryssur til kynbótadóms á árinu og þar af voru 8 þeirra í verðlaunasæti á hátíðinni, ásamt því að ein þeirra stóð uppi sem hæst dæmda hryssa samtakanna. Meðalaldur þessarra hryssna var 5,4 ár og sex þeirra voru með yfir 8,40 í aðaleinkunn aldursleiðrétt.

Önnur tilnefnd bú voru: Bessastaðir, Efri-Fitjar, Grafarkot og Gröf

 

Hæst dæmdi stóðhestur HSVH er Hreggviður frá Efri-Fitjum 5 vetra aðaleinkunn 8,38. 

Hreggviður er myndar hestur afar fótahár og framhár með mjög öfluga fótagerð en hann hlaut 9 fyrir bæði samræmi og fótagerð og 8,5 fyrir háls, bak og lend og hófa. Þess utan er hann einstaklega prúður og hlaut hvorki meira né minna en 10 fyrir prúðleika. Hreggviður er takthreinn, rúmur og viljugur alhliðahestur með 8,5 fyrir tölt, skeið, greitt stökk og samstarfsvilja.

 

Hæst dæmda hryssa HSVH er Olga frá Lækjamóti 6 vetra. Aðaleinkunn 8,53. Olga er óvenjulega há fyrir sköpulag þar sem hún hlaut 9 fyrir höfuð, háls, bak, samræmi og prúðleika, hún er svipgóð, framhá og fótahá með afar góða yfirlínu. Svo er hún taktgóð, skrefmikil, hágeng og yfirveguð alhliðahryssa með 9 fyrir stökk og 8,5 fyrir tölt og hægt tölt, brokk, vilja og fegurð í reið. Olga var í 2.sæti í 6 vetra flokki hryssna á Landsmótinu í sumar

 

Hæst dæmda klárhrossið er Hátíð frá Efri-Fitjum 7 vetra. Aðaleinkunn 8,52. Aðaleinkunn án skeiðs 8,93. Hátíð er úrvals klárhryssa. Hún er vel sköpuð, framhá með afar góða baklínu og öfluga lend en hún hlaut 9 fyrir bæði bak og lend og samræmi og 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, hófa og prúðleika. Hún er fótahá, með mikinn fótaburð, mikla þjálni og frábærar gangtegundir og hlaut hún hvorki meira né minna en þrjár 9,5ur í hæfileikum fyrir brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið og þrjár 9ur fyrir tölt, hægt tölt og greitt stökk.

 

Önnur verðlaunahross voru:

4 vetra hryssur:

1. Píla frá Lækjamóti

2. Lukka frá Lækjamóti

3. Vinátta frá Lækjamóti

 

5 vetra hryssur:

1. Ólga frá Lækjamóti

2. Óskastund frá Lækjamóti

3. Hetja frá Bessastöðum

 

5 vetra stóðhestar:

1. Hreggviður frá Efri-Fitjum

2. Frár frá Bessastöðum

3. Skjár frá Syðra-Kolugili

 

6 vetra hryssur

1. Olga frá Lækjamóti

2. Þrá frá Lækjamóti

3. Hekla frá Efri-Fitjum og Olía frá Lækjamóti

 

6 vetra stóðhestar

1. Dimmir frá Stóru-Ásgeirsá

2. Sjarmur frá Fagralundi

 

7 vetra og eldri hryssur

1. Hátíð frá Efri-Fitjum

2. Eind frá Grafarkoti

3. Rauðhetta frá Bessastöðum

 

7 vetra og eldri stóðhestar

1. Brandur frá Gröf

2. Saumur frá Efri-Fitjum

13.11.2024 23:30

Fyrirlestur

Fræðslunefnd auglýsir

 

27. nóvember nk mun Sonja Líndal koma og halda fyrirlestur um heilsu hestsins. Fyrirlesturinn verður haldinn í grunnskólanum og hefst kl. 20.00. 

Kaffi og kaka í boði.

Verð: 1.500

 

  • 1
Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 2186
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1532959
Samtals gestir: 79134
Tölur uppfærðar: 21.1.2025 05:44:32