Færslur: 2011 Janúar

30.01.2011 15:24

Sparisjóðs-liðakeppnin - fjórgangurÞá fer að styttast í fyrsta mót Sparisjóðs-liðakeppninnar en það verður 11. febrúar nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 8. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail:
kolbruni@simnet.is. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1994 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða  tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt -  fegurðartölt - fet - brokk - stökk. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig. Nánar um reglur keppninnar má sjá hér.

Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.


Mótanefnd liðakeppninnar

30.01.2011 08:28

Úrslit úrtöku KS-deildarinnar

Úrtöku KS-deildarinnar er lokið og eftirfarandi knapar mæta í deildina í vetur: Eyjólfur Þorsteinsson, Árni Björn Pálsson, Baldvin Ari Guðlaugsson, Hörður Óli Sæmundarson, Riikka Anniina og Jón Herkovic.
 
Úrslit úr þeim tveimur  greinum keppt var í:
Fjórgangur
Eyjólfur Þorsteinsson Ósk frá Þingnesi 6,67
Árni Björn Pálsson Fura frá Enni 6,33
Baldvin Ari Guðlaugsson Logar frá Möðruvöllum 6,27
Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki 5,93
Hallfríður S Óladóttir Kolgerður frá V-Leirárgörðum 5,90
Riikka Anniina Gnótt frá Grund 5,90
Guðmundur Þ Elíasson Fáni frá E-Lækjardal 5,63
Hörður Óli Sæmundarson Hafrún frá Vatnsleysu 5,13
Jón Herkovic Töfrandi frá Árgerði 5,13
Sigurður R Pálsson Gáski frá Pulu 4,70

Fimmgangur
Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga 6,93
Hörður Óli Sæmundarson Hreinn frá Vatnsleysu 6,30
Árni Björn Pálsson Ofsi frá St-Ásgeirsá 6,20
Sigurður R Pálsson Glettingur frá Steinnesi  5,93
Baldvin Ari Guðlaugsson Frami frá E-Rauðalæk 5,70
Jón Herkovic Formúla frá Vatnsleysu 5,67
Riikka Anniina Styrnir frá N-Vindheimum 4,93
Hallfríður S Óladóttir Rán frá Skefilsstöðum 4,77
Guðmundur Þ Elíasson Súper-Stjarni frá St-Ásgeirsá 4,73
Ingólfur Pálmason Tindur frá Miðsitju 4,67

28.01.2011 22:58

Vel sótt sýnikennsla í Þytsheimum


Um 80 manns mættu á sýnikennslu sem haldin var í gærkvöldi í Þytsheimum á Hvammstanga, reiðkennararnir Ísólfur Líndal og Guðmar Þór ásamt reiðkennaraefninu James Faulkner fóru yfir notkun reiðhalla og kerfisbundna uppbyggingu reiðhestsins. James byrjaði og heyra mátti mörg kvenhjörtun í stúkunni slá örar er hann fór yfir notkunarmöguleika reiðhalla, helstu ,,umferðarreglur" og sýndi nokkrar einfaldar æfingar sem hægt er að æfa inní höllinni. Það kom skýrt fram að James sé á lausu og þykir það með hreinum ólíkindum.


Næst var komið að Ísólfi, hann ræddi meðal annars um mikilvægi góðs sambands milli hests og knapa, að þeir mynduðu sameiginlegt ,,tungumál" sem báðir skildu. Einnig fór hann yfir mikilvægi fótastjórnunar, andlegs og líkamlegs heilbrigðis hests og knapa og einnig hvernig örvun, umbun og eftirgjöf er mikilvægur þáttur í tamningaferlinu. Ísólfur sýndi ýmsar æfingar og hvernig hægt væri að búa til sameiginlegt tungumál, "lyklaborð" til bættra samskipta milli manns og hests.


Síðastur kom svo Guðmar Þór og var með þjálfunarstund þar sem hann lagði áherslu á taumsamband, stjórn á yfirlínu hestsins, beitingu líkama hans og slökun. Talaði Guðmar um hversu mikilvægt er á að hafa stjórn á orku hestsins. Síðan sýndu þeir allir þrír hvernig orkustig hestsins er hækkað og afköst aukin.  Enduðu svo á að sýna hestana slaka og sátta í lok þjálfunarstundar.


Áhorfendur virtust mjög ánægðir með sýninguna og vonandi koma þeir kappar aftur með frekari fróðleik handa knöpum sýslunnar.

Vigdís tók myndir og settum við nokkrar hér inn á síðuna.

26.01.2011 08:40

Viljum minna á sýnikennsluna á morgun


Reiðkennararnir Ísólfur Líndal og Guðmar Þór ásamt reiðkennaraefninu James Faulkner verða með sýnikennslu í Þytsheimum á Hvammstanga

fimmtudaginn 27.janúar kl. 20:30.

Fjallað verður m.a um notkun reiðhalla og kerfisbundna uppbyggingu reiðhestsins.

Aðgangseyrir 1000 kr (enginn posi á staðnum)


Félag tamningamanna og fræðslunefnd Þyts

25.01.2011 10:42

Meistaradeild Norðurlands (KS deildin) 2011

Það stefnir í hörku úrtöku miðvikudaginn 26. janúar. 11 knapar eru skráðir til leiks, og þar eru þekkt nöfn úr keppnisgeiranum meðal þátttakenda eins og má sjá á ráslistanum. Keppt er í 4-gangi og 5-gangi og er það samanlagður árangur úr þessum greinum sem telur til stiga í úrtökunni.
Sex sæti eru laus í KS-deildinni 2011. Úrtakan byrjar kl:20:00 ( húsið opnar kl:19:30) aðgangseyrir er 1000.- kr. frítt fyrir 12 ára og yngri.


Einn Þytsfélagi, Magnús Ásgeir Elíasson, fer í úrtökuna og verður gaman að fylgjast með hvort hann komist áfram. Fyrir eru tveir Þytsfélagar í deildinni en það eru þeir Ísólfur L Þórisson og Tryggvi Björnsson.

Ráslisti 4-gangur.
1.    Magnús Elíasson - Bliki frá Stóru - Ásgeirsá.
2.    Hörður Óli Sæmundarson - Hafrún frá Vatnsleysu.
3.    Jón Herkovic - Töfrandi frá Árgerði.
4.    Ingólfur Pálmason - Höfði frá Sauðárkróki.
5.    Sigurður Rúnar Pálsson - Gáski frá Pulu.
6.    Riikka Anniina - Gnótt frá Grund.
7.    Árni Björn Pálsson - Fura frá Enni.
8.    Baldvin Ari Guðlaugsson - Logar frá Möðruvöllum.
9.    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Kolgerður frá Vestri-Leyrárgörðum.
10.    Guðmundur Þór Elíasson - Fáni frá Efri-Lækjardal.
11.    Eyjólfur Þorsteinsson - Hlekkur frá Þingnesi.
Ráslisti 5-gangur.
1.    Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu.
2.    Sigurður Rúnar Pálsson - Glettingur frá Steinnesi.
3.    Baldvin Ari Guðlaugsson - Frami frá Efri-Rauðalæk.
4.    Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
5.    Guðmundur Þór Elíasson - Súper-Stjarni frá Stóru-Ásgeirsá.
6.    Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu.
7.    Magnús Elíasson - Daði frá Stóru-Ásgeirsá.
8.    Árni Björn Pálsson - Ofsi frá Stóru-Ásgeirsá.
9.    Eyjólfur Þorsteinsson - Ögri frá Baldurshaga.
10.    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Rán frá Skefilsstöðum.
11.    Ingólfur Pálmason - Tindur frá Miðsitju.

24.01.2011 23:25

Námskeið á vegum Æskulýðsnefndar Þyts

Mánudaginn 31. janúar hefjast námskeið í Þytsheimum á vegum Æskulýðsnefndar Þyts. 36 þátttakendur eru skráðir á reiðnámskeið og er kennt í 6 hópum.
Þórir Ísólfsson kennir tveimur hópum keppnisþjálfum og tveimur hópum reiðþjálfun.
Eiríkur Steinarsson kennir tveimur hópum: byrjendum og lítið vönum..

Á mánudögum kl. 15:30 er keppnisþjálfun eldri hópur hjá Þóri.
Á mánudögum kl. 16:30 er reiðþjálfun hópur 1 hjá Þóri
Á miðvikudögum kl. 15:30 er keppnisþjálfun yngri hópur hjá Þóri
Á miðvikudögum kl. 16:30 er reiðþjálfun hópur 2 hjá Þóri
Á fimmtudögum kl. 17:00 er byrjendahópur hjá Eiríki.
Á fimmtudögum kl. 18:00 er minna vanir hjá Eiríki.

Búið er að senda öllum foreldrum iðkenda lista með hópaskiptingu. Ef einhverjar spurningar vakna, eða ef upplýsingar hafa ekki skilað sér til foreldra eru þeir vinsamlegast beðnir að senda fyrirpurn í netfangið thyturaeska@gmail.com

Þegar námskeiðin klárast í lok mars hefjast æfingar fyrir reiðhallarsýningar, fyrir þau börn/unglinga sem vilja taka þátt í þeim.

Auk þessa alls eru Irina og Katharina með 23 börn og unglinga í hestafimleikum.

Vinsamlegast athugið að börnin/unglingarnir eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna þegar þau taka þátt í starfi á vegum Æskulýðsnefndar Þyts.

Æskulýðsnefnd Þyts

24.01.2011 08:57

Stóðhestahappdrætti


Hestamannafélagið Freyfaxi var að fara af stað með stóðhestahappdrætti, það er opið fyrir alla og er slóðin á síðuna: http://freyfaxi.123.is/page/30608/ 

23.01.2011 17:24

MyndirKomnar inn myndir hérna á síðuna frá þorrablótinu, þrettándagleðinni og fimleikum Þyts.
Ef þið eigið skemmtilegar myndir úr starfinu, endilega komið þeim til Kollu svo hægt sé að gera síðuna okkar að enn meira heimildarsafni  emoticon

18.01.2011 08:35

Sýnikennsla


Hestamenn athugiðSýnikennsla - Sýnikennsla - SýnikennslaReiðkennararnir Ísólfur Líndal og Guðmar Þór ásamt reiðkennaraefninu James Faulkner verða með sýnikennslu í reiðhöllinni á Hvammstanga

fimmtudaginn 27.janúar kl. 20:30.

Fjallað verður m.a um notkun reiðhalla og kerfisbundna uppbyggingu reiðhestsins.

Aðgangseyrir 1000 kr (enginn posi á staðnum)


Félag tamningamanna og fræðslunefnd Þyts

16.01.2011 12:29

KS-deildin


Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, KS-deildin, verður haldin í fjórða sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki.

26. janúar nk verður úrtaka en sex sæti eru laus í deildina. Þeir sem ætla í úrtöku er bent á að skrá sig nú þegar á netfangið: Svadastadir@simnet.is. Allra síðasti skráningardagur er 23.jan. Nánari  upplýsingar í síma : 842-5240

Mótadagar verða:
26.jan: Úrtaka fyrir þau 6.sæti sem laus eru.  Síðasti skráningardagur 23.janúar
16.feb: Fjórgangur
2.mars: Fimmgangur
16.mars: Tölt
30.mars: Smali og skeið.

Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður, vera styrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands.15.01.2011 13:17

Þorrablót í Þytsheimum


Ágæta hestafólk.


Hvernig væri að koma saman laugardagskvöldið 22. janúar 2011, kl. 19:00 - 23:00 í Þytsheimum.
Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli, öll fjölskyldan.

Óskað er eftir því að þeir sem ætla að mæta skrái sig og fjölda þeirra sem með þeim koma fyrir miðvikudagskvöldið 19. janúar nk. Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - á hvern fullorðinn  emoticon

Skráningar:
Netfang; soleyo@simnet.is eða í síma 848-8804, Sóley.
Netfang; adalheidursveina@simnet.is eða í síma 868-8080, Alla.

Sjáumst hress og kát emoticon

Hestakonur.

14.01.2011 16:01

Sparisjóðs-liðakeppninMótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ásamt liðsstjórum hafa farið yfir reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem við vorum sammála um og þær breytingar sem við gerðum. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 11. febrúar í Þytsheimum. Breytingar frá því í fyrra eru þær að 3. flokk verður bætt við ef næg þátttaka fæst og b-úrslit í unglingaflokki tekin út í staðin. Þar sem tími gefst ekki fyrir fleiri úrslit á einu kvöldi. Einnig bætist skeið við og verður það með smalanum á Blönduósi.

Spkef sparisjóður verður aðalstyrktaraðili keppninnar og mun liðakeppnin því fá nýtt nafn, Sparisjóðs-liðakeppnin.

Ný regla fyrir þetta ár er sú að á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema hann sé í Neista eða Þyt.

Varamaður mótanefndarinnar, Þórdís Helga Benediktsdóttir, kemur inn með okkur í vetur í starfið þar sem Fanney Dögg er í námi á Hólum.

Mót Sparisjóðs-liðakeppninnar verða:
11. febrúar - Fjórgangur
26. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi (ath laugardagur)
11. mars - Fimmgangur og tölt unglinga
8. apríl - Tölt

Reglur keppninnar árið 2011:

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.

Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 7 stig
3. sæti - 6 stig
4. sæti - 5 stig
5. sæti - 4 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 3 stig
7.sæti - 2 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. Stig í úrslitum eru gefin þannig:

1. sæti - 3 stig

2. sæti - 2 stig

3. sæti - 1 stig

4. sæti - 1 stig

5. sæti - 1 stig


Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1994 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Þessi keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.


Mótanefnd liðakeppninnar

10.01.2011 15:10

Konur - hestar - hestakonur


Fundur verður haldinn þann 12. Janúar 2011 í Félagshúsi Þyts í Kirkjuhvammi kl. 20:30. Fundarefni er hvort áhugi er að við konur í hestamennsku tökum okkur saman og gerum eitthvað skemmilegt saman í vetur. Vonum að við sjáum sem flestar og um að gera að koma með hugmyndir.

Hestakonur emoticon

10.01.2011 14:45

Fundur


Fimmtudaginn 13. janúar nk verður fundur í Þytsheimum kl. 20.30.

Fundarefni:

Umsjónarmenn í reiðhöll
Fyrirkomulag vetrarins hjá árskortshöfum
Húnvetnska liðakeppninStjórn Þytsheima og mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar.
08.01.2011 17:45

Þrettándagleði Þyts 2011


Góð þátttaka var í Þrettándagleði Þyts. Riðið og gengið var frá sjoppunni, stoppað við sjúkrahúsið og þar sungin nokkur lög. Þaðan var farið upp í Þytsheima þar sem var sungið og trallað. Jólasveinar og fleiri kynjaverur léku á alls oddi, foreldrar í æskulýðsstarfi Þyts reiddu fram dýrindis veitingar sem fólki var boðið upp á. Svo sungu nokkrir úrvals söngvarar úr sveitarfélaginu fyrir gesti, við undirleik snilldar tónlistarmanna.  Fullt af myndum eru komnar inn í myndaalbúmið.
Bestu þakkir fyrir, öll þið sem komuð að þessari skemmtun.
Æskulýðsnefnd Þyts.
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140585
Samtals gestir: 61892
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 01:38:16